FEBRANG hefur verið í sambandi við grunnskólana þrjá í sýslunni um samstarf. Okkur er tekið fagnandi af hálfu skólastjórnenda og nú ætla skólarnir að opna okkur leið til að læra á snjalltækin (snjallsíma og spjaldtölvur) Í SKÓLUNUM!
Notum okkur þetta frábæra tækifæri. Það kemur fram í auglýsingunni hvar þú pantar. Hvolsskóli byrjar á haustönn, Helluskóli tekur miðönn og Laugalandsskóli vorönn (tímasetning þar verður tilkynnt síðar).
Athugið, ekki er bundið við að þú búir í því sveitarfélagi sem kennt er hverju sinni. Takmarkaður fjöldi og því um að gera að panta sem fyrst!
