Fundargerðir 2022/2023

Númer fundargerða: 1 – 22/23 merkir 1. fundargerð frá aðalfundi 2022.

17-22/23 Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 6.2. 2023 kl.13:30 í fundarsal Oddasóknar Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon. Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Þórunn Ragnarsdóttir og Vilborg Gísladóttir. Viðar Bjarnason mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Vilborg las fundargerð 16-22/23 frá 23.1.2023.

Fundargerð með samþykkt smávegis breytingum.

  1. Hvað gerðist milli funda:
    1. Formannafundur LEB (Fjarfundur).
      1. Afslættir, afsláttarapp. Sjá lið 6 hér síðar í fundargerð.
      2. Umræða um breytingar á lögum LEB og fyrirkomulag landsfundar LEB.
      3.  Landsfundur LEB verður haldinn í Borgarnesi þann 9.5.2023.
      4. Endurskoðun á þjónustu við eldri borgara sett í nefnd.
      5. Þar sem lítið sem ekkert hefur gerst í kjaramálum eldri borgara var samþykkt að reyna að finna aðrar leiðir i kjarabaráttunni.
    2. Stjórnarfundi FEBRANG var frestað um viku. Sömuleiðis Félags- og fræðslufundi.
  1. Farið yfir dagskrá Félags- og fræðslufundar sem á að halda 13.2.2023.
    1. Gísli Jafetsson mun segja frá ferðum Ferðaskrifstofu eldri borgara.
    2. Starfsemi FEBRANG kynnt.
  2. Leiðbeinendur í handverki mættu á fundinn og kynnti formaður þeim breytt  fyrirkomulag.
  3. Ferðir sumarsins, tillögur Ferðanefndar FEBRANG.
    1.  Borgarfjörður, Akranes 7. júní. Samþykkt með þeim fyrirvara að ferðanefnd skoði akstursvegalengdir í ferðinni.
    2. Vestfirðir 1. – 4. júlí. Samþykkt.
    3. Inn á Rangárvallaafrétt og niður Emstrur 17. ágúst. Samþykkt.
  4. Afsláttarbók og afsláttarapp.
    Verið er að þróa afsláttarapp sem m.a. getur innihaldið félagsskírteini.             Í Vestmannaeyjum er verið að vinna að afsláttarbók. Formaður sendi þeim lista yfir fyrirtæki í Rangárvallasýslu.
  5. Rætt um hver yrðu næstu viðbrögð Gráa hersins eftir að hann tapaði máli sínu  í Hæstarétti.
  6. Samþ. að óska eftir fundi með Öldungaráði í mars n.k.
  7. Farið yfir viðburðadagatal FEBRANG.
  8. Bankareikningum FEBRANG fækkað í tvo og þeim haldið sem hæsta bera vextina.
  9. Formaður lýsti eftir efni á vefsíðu FEBRANG. Samþ. að skrifa frétt um dansinn.
  10. Samþ. að halda næsta stjórnarfund þann 20.2.2023.
  1. Önnur mál engin.
     
  2. Formaður sleit fundi og þakkaði öllum fyrir góða fundarsetu.

16-22/23 Stjórnarfundur FEBRANG 23.1. 2023. kl. 13:30 í fundarherbergi Oddasóknar 

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon, Ásdís Ólafsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir og Svavar Hauksson. Viðar Bjarnason mætti ekki. 

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin. 

1. Vilborg las fundargerð stjórnarfundar 15-22/23 frá 9.1. 023. Fundargerðin var samþykkt. 

2. Vörutalning í handverki fór fram þann 17.1.2023. Vörubirgðir eru rétt tæpar 700 þús. kr. 

3. Bankareikningar FEBRANG eru nú fjórir. Samþ. að fækka bankareikningum félagsins í tvo, vaxtarreikning og hlaupareikning. 

4. Handverk eftir aðalfund. 

4.1. Formaður lagði fram tillögur að eyðublöðum í sambandi við greiðslur í handverki. Samþ. að kaupa tvo hjólavagna v. handverks. 

4.2. Samþykkt að boða leiðbeinendur til kynningar á breyttu fyrirkomulagi.

4.3. Samþ. að kynna þátttakendum breytingarnar skriflega og á félagsfundi 6.2.2023. 

5. Á fundin mætti dansnefnd FEBRANG ásamt Guðrúnu Óskarsdóttur og Gunnari Marmundssyni.  Formaður skýrði frá því að stjórnin hefði fullan hug á því að koma af stað dansi með áherslu á gömlu dansana. Gunnar og Guðrún kváðust reiðubúin að leggja til hljómlist og leiðbeina fólki. 

Samþ. að hefja dansinn laugard. 25.2.2023 kl.1400 á Hvolsvelli. síðan laugard. 25.3.2023 kl. 1400 á Hellu og að lokum laugard. 22.4. 2023 kl.1400 á Hvolsvelli. 

6. Harpa Rún Kristjánsdóttir boðaði forföll. Hún var með tillögu að efni fyrir námskeið um skapandi skrif, sem gæti náð yfir fjögur skipti. Samþ. að bjóða henni á næsta stj.fund þann 30.1.2023. 

7. Samþ. að stjórnin hafi augu og eyru opin varðand leiksýningar sérstaklega hér á Suðurlandi. 

8. Samþ.að halda næsta stjórnarfund þann 30.1.2023 kl.1330.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi. 

15-22/23 Stjórnarfundur  FEBRANG haldinn þann 9.1.2023 kl.1200  í fundarherbergi Oddasóknar Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon, Svavar Hauksson og Þórunn Ragnarsdóttir. Viðar Bjarnason mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Vilborg las fundargerð Stj.fundar 14-22/23  frá 28.11.2022.
    Fundargerðin samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda.
    1. Héraðsnefnd Rangæinga samþykkir stuðning við FEBRANG að upphæð kr. 5.317.000.
  3. Farið var yfir auglýsingu um starfsemi FEBRANG á vorönn.
  4. Farið var yfir auglýsingu um margmiðlunarnámskeið.
  5. Farið var yfir plagg um rekstrarfyrirkomulag félagsins eftir næsta aðalfund, en þá hættir Þórunn Ragnarsdóttir störfum. Ákveðið var að ráða ekki fastan starfsmann að svo stöddu, en fá þess í stað verktaka til að sinna einstökum verkefnum.
  6. Samþ. að gera vörutalningu í handverki þriðjud. 17.1.2023 kl.1030.
    Jón Ragnar, Vilborg,  leiðbeinendur og framkvæmdastjóri.taka þátt.
  7. Frestað til næsta fundar að fá dansnefnd og leiðbeinendur í dansi á fund.
  8. Farið var yfir viðburðadagatal félagsins. Samþykkt.
  9. Félags- og fræðslufundur 30.1. nk. Farið yfir efni fundarins: Fara yfir starfsemi félagsins og ath. með fyrirlesara. Formaður gerir uppkast að dagskrá.
  10. Skapandi skrif. Samþ. að leita að leiðbeinenda fyrir næsta stjórnarfund.
  11. Félagsfærni. Samþ. að athuga með leiðbeinanda á haustönn.
  12. Leikhúsferð.
    Stjórn falið að kanna áhugaverðar leiksýningar.
  13. Samþ. að halda næsta stjórnarfund þann 23.1.2023 kl.1330.
  14. Önnur mál.
  15. Samþ. að ef kaffikonur hækki gjaldið þá í spilavist muni félagið greiða mismuninn.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

14-22/23 Stjórnarfundur í FEBRANG haldinn 28.11. 2022 kl.13:30 í fundarsal Oddasóknar á Hellu

Þorsteinn Markússon boðaði forföll og Viðar Bjarnason mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

  1. Vilborg las fundargerð stj.fundar 13-22/23 frá 14.11. 2022.

Fundargerðin samþykkt.

  1. Hvað gerðist milli funda.
    1. Brennsluofninn er kominn í hús. Vörumiðlun annaðist flutninginn og gaf FEBRANG kostnaðinn af flutningnum.
      Samþykkt að Ásdís útbúi þakkarkort til þeirra.
      Formaður ræddi við viðgerðarmann sem mun koma eftir áramót og gera við ofninn.
    2. 36 voru viðstaddir formannafund (fjarfund) LEB þann 17. nóv. s.l.
      Rætt var um að Grái herinn skjóti máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu.
      Samþ. að það atriði sem við njótum stuðnings ASÍ verði kröfur okkar um hækkun almenna frítekjumarksins úr 25.000 kr./mán. í 100.000. 
    3. Jólahlaðborðið tókst vel og almenn ánægja með það. 
    4. Jólahugvekja Elínar Hrundar er komin á vefsíðu FEBRANG.
    5. Rangárþing ytra bauð eldri borgurum í kaffi og spjall.
  2. Formaður kynnti hverjir hafa sótt um starf hjá FEBRANG, tveir aðilar hafa sótt um starfið.
    Formaður ræddi þá hugmynd að ráða verktaka í hin ýmsu verkefni félagsins í stað þess að ráða starfsmann.
  3. Kvenfélagið Eining Hvolsvelli tekur að sér Góugleðina þann 16.3. 2023. Stefnt að því að hafa stutt skemmtiatriði og harmonikkuball.
  4. Kvenfélagið Eining í Holtum tekur að sér 30 ára afmælishátíð/Jónsmessugleði FEBRANG, sem áætlað er að halda 22.6.2023. og sér um veitingar.
  5. Á fundinn mættu úr Kjörnefnd þær Guðrún Ingvarsdóttir og Sólveig Eyfjörð Ottósdóttir.
    Formaður útskýrði verkefni Kjörnefndar.
    Samþ. að setja á vefsíðu FEBRANG hvatningu til þeirra sem hafa áhuga á að starfa í stjórn félagsins að hafa samband við Kjörnefnd félagsins.
  6. Stjórn hefur skipað í eftirfarandi nefndir FEBRANG:
    1. Ferðanefnd: Svavar Hauksson formaður, Svavar Ólafsson og Anna Björgvinsdóttir. 
    2. Skemmtinefnd: Vilborg Gísladóttir formaður, Sjöfn Guðmundsdóttir og Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir. 
    3. Dansnefnd Ólafía Sveinsdóttir formaður, Elín Jónsdóttir og Rúna Björg Jónsdóttir. 
    4. Bókaklúbbur: Jóhanna Jensen og Klara Sæland.
  7. Samþ. að halda næsta stjórnarfund þann 9.1.2023 kl. 12:00.
  8. Önnur mál.
    1. Nauðsynlegt er telja birgðirnar í Handverkinu. Þórunn, Jón Ragnar, Vilborg og Svavar gáfu sig fram til verksins.
    2. Samþ. að setja jólakveðju í Búkollu.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

13-22/23 Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 14.11. 2022 kl.13:30 í fundarsal Oddasóknar á Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Þórunn Ragnarsdóttir og Vilborg Gísladóttir. Viðar Bjarnason mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Vilborg las fundargerð stj,fundar 12-22/23 frá 31.10.2022.
    Fundargerðin samþ. með smávegis lagfæringum.
  2. Hvað gerðist milli funda.
    1. Jón Ragnar, Brynja Bergsveinsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir fóru og skoðuðu leirbrennsluofn sem er til sölu á kr.100.000. Ofninn er 15-20 ára gamall og þarfnast viðgerðar sem mun kosta um kr. 50.000.
    2. Kvöldvakan þann 4.11.2022 tókst vel og mikil ánægja með hana.
    3. Formaður skýrði frá fjarfundi Kjaranefndar LEB. ASÍ er reiðubúið að tala fyrir einhverju einu áhersluatriði við stjórnvöld. Rætt var að hækkum á almenna frítekjumarkinu úr 25 þús. í 100 þús. kr. kæmi sér líklega best fyrir flesta. Málið verður rætt á næsta formannafundi LEB til að fá afstöðu sem flestra aðildarfélaga. 
    4. Öldungaráð. Málið er í höndum Héraðsnefndar sem væntanlega heldur fund þann 2.12.2022.
    5. Formaður hitti formann Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis. M.a. ræddu þau ferðalög og sagði formaður FEB Reykjavíkur að félögum FEBRANG væri velkomið að taka þátt í ferðum þeirra bæði innanlands og erlendis.
      Málinu vísað til ferðanefndar FEBRANG.
  3. Rekstraráætlun og umsókn um styrk. Farið yfir rekstraráætlun 2023 sem síðan var samþykkt. Formaður sendir hana ásamt styrkbeiðni til Héraðsnefndar.
  4. Samþ. að kaupa leirbrennsluofninn. Sjá lið 2.1.
  5. 45 hafa bókað sig á jólahlaðborðið.
  6. Formaður ræddi um dansinn. Samþ. að athuga um aðila sem gæti leiðbeint. Rætt um að halda 4 danskvöld eftir áramót.
  7. Rætt var um leiklistarhópinn og hvort áhugi væri fyrir sérstöku skemmtikvöldi með honum.
  8. Góugleði. Form. mun ræða við formann kvenfélagsins Einingar á Hvolvelli um hvort félagið gæti tekið að sér að útbúa saltkjöt og baunir.
  9. Afmælishátíð. Vilborg hefur haft samband við Kvenfélagið Einingu í Holtum sem er reiðubúið að taka að sér að sjá um hátíðina. Verð liggur enn ekki fyrir.
  10. Jólahugvekja. Séra Elína Hrund tekur að sér að skrifa jólahugvekju.
  11. Samþ. að halda næsta stjórnarfund 28.11.2022 kl. 13:30.
    Samþ. að boða Kjörnefnd FEBRANG á fundinn.
  12. Önnur mál engin.

12-22/23 Stjórnarfundur í FEBRANG haldinn 31.10. 2022 kl.13:30 í fundarsal Oddasóknar á Hellu 

Mætt voru Þorsteinn Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir, Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson og Vilborg Gísladóttir. Viðar Bjarnason mætti ekki.

  1. Vilborg las fundargerð 11-22/23 frá 17.10.2022. Samþykkt.
  2.  Formaður ræddi við leiðbeinendur í handverki og allt bendir til að nauðsynlegt sé að bæta við þriðja leiðbeinenda á haustönn.
  3. Minnisblað vegna handverks 22.10.2022. 

„Hitti handverks leiðbeinendurna Brynju og Guðrúnu í dag og við ræddum um ýmislegt varðandi handverkið:

  1.  Nú er fólki að fjölga í handverkinu og má búast við auknu álagi í nóvember. Spurning hvort leiðbeinendur geti verið þrír í nóvember.
  2.  Nú þarf orðið að líma teikningar á handverksmuni og brenna í ofni áður en unnt er að skreyta/mála þá. Það er vinna og nákvæmnisverk að líma teikningarnar. Ekki geta/treysta allir sér til að gera það. Það kemur þá í hlut leiðbeinenda.

    Ef leiðbeinendur eru þrír í senn er tími til að líma teikningarnar á. Ef þeir eru aðeins tveir er eðlilegt að þeir fái greitt fyrir og þarf þá að gera ráð fyrir því þegar munirnir eru verðlagðir.
  3.  Brennsluofn. S.l. vetur var rætt um annan brennsluofn til að brenna keramik. Leitað var að ofni sem átti að vera til í REY. Bent var á að líklega væri þessi ofn vistaður í Hvolsskóla. Formaður og framkvæmdastjóri skoðuðu ofninn og bauð Birna skólastjóri hann til afnota. Taldi stjórnin rétt að nota þennan ofn til að byrja með fyrir keramik brennslu á meðan kannað væri hvort áhugi félagsfólks á slíkri brennslu væri fyrir hendi.

    Fram kom í tali Brynju og Guðrúnar að erfitt væri að flytja munina austur á Hvolsvöll til brennslu og hefur það ekki verið gert.

    Brynja og Guðrún töldu hagræði í því að hafa tvo ofna í Menningarsalnum sem hægt væri að nota til skiptis en núna hafa t.d. safnast upp munir til að brenna.

    Þær vita um notaðan brennsluofn til sölu í Flóanum, höfðu heyrt hann ætti að kosta 100 þús. kr. sem er lágt verð. Svo talaðist til að við færum og skoðuðum þennan ofn þegar Þórunn Sigurðardóttir er komin úr fríi.

                                                        22. október 2022
                                                    Jón Ragnar Björnsson“

    Samþykkt var að leiðbeinendur í handverki verði þrír í nóvember.
  4. Kvöldvaka í Hvolnum 4.11.2022.
    1. Samþ. að auglýsa kvöldvökuna í næstu Búkollu.
    2. Samþ. að Þorsteinn verði stjórnandi kvöldvökunnar.
    3. Farið yfir dagskrá kvöldvökunnar.
  5. Samþ. að auglýsa eftir starfsmanni FEBRANG í næstu Búkollu.
  6. Farið yfir dagskrá jólahlaðborðs.
    Samþ. að Jón Ragnar verði veislustjóri á jólahlaðborðinu.
  7. Samþ. að setja auglýsingu um Tölvukennslu í Búkollu.
  8. Formaður lagði fram eftirfarandi bréf til sveitarstjórnanna varðandi sundleikfimi og stólajóga sem var samþykkt:
                                                                                            Hellu 31.10.2022
    Til sveitarstjórna Ásahrepps, Rangárþings eystra og Rangárþings ytra
    FEBRANG hefur undanfarin sumur staðið fyrir sundleikfimi á Hvolsvelli og Hellu. Námskeiðin hafa verið vel sótt og vinsæl og eindregnar óskir um að þeim verði haldið áfram. Einnig er áhugi fyrir námskeiði í stólajóga.

    Þar sem sveitarfélögin í sýslunni taka nú þátt í Heilsueflandi samfélagi veltum við fyrir okkur hvort ekki liggi beint við að þau standi fyrir þessum námskeiðum.

    Í rekstraráætlun FEBRANG 2022 sem er til grundvallar fyrir umsókn okkar um framlag til rekstrar félagsins er reiknað með 200 þús. kr. vegna sundleikfimi. Ef sveitarfélögin annast þennan þátt framvegis, mun félagið að sjálfsögðu taka tillit til þess við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.

                                                          Virðingarfyllst
                                                        Stjórn FEBRANG“
  9. Formaður og framkvæmdastjóri munu undirbúa rekstraráætlun sem stefnt er að samþ. 14.11.2022.
  10. Samþ. að biðja séra Elínu Hrund Kristjánsdóttur að skrifa jólahugvekju til að setja á vefsíðuna.
  11. Samþ. að halda næsta stjórnarfund þann 14.11.2022 kl.13.30.

                                          
 Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.


11-22/23 Fundargerð stjórnarfundar  haldinn þann 17.10. 2022 kl.1330 í fundarsal Oddasóknar á Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Vilborg Gísladóttir og Þórunn Ragnarsdóttir. Viðar Bjarnason mættir ekki. 

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Vilborg las fundargerð stj.fundar 10-22/23 frá 3.10.2022.
    Fundargerðin samþykkt.

  1. Eftirtalin voru skipuð í ferðanefnd FEBRANG.
    Svavar Hauksson formaður, Anna Björgvinsdóttir og Svavar Ólafsson.

  1. Skoðanakönnun meðal félagsmanna haldin á síðasta félags- og fræðslufundi.
    1. Formaður las úrslit skoðanakönnunarinnar.
    2. Eftirfarandi samþykkt að koma af stað eftir áramót:
      Skapandi skrif og félagsfærni
      Athuga með leikhúsferðir eftir áramót.
    3. Hafa samband við REY og RY, Heilsueflandi samfélag um að bjóða upp á stólajóga og sundleikfimi. 
  1. Farið yfir efni á kvöldvöku þann 4.11. 2022.
  1. Undirbúningur að starfsmannaskiptum.
    1. Borin saman launakostnaður og vinnuframlag miðað við annars vegar 33,3% og hinsvegar 30%.
    2. Formaður lagði fram uppkast að auglýsingu. Samþykkt að birta  hana í Búkollu, Dagskránni. Einnig á vefsíðum sveitarfélaganna og vefsíðu okkar.
    3. Rætt um ýmis bókhaldskerfi.
    4. Samþykkt var að framkvæmdastjóri veiti formanni aðgang að bankareikningum félagsins.

6.       Farið yfir dagskrá árshátíðar FEBRANG sem halda skal 20.10.22.

7.       Samþ. að halda næsta stjórnarfund þann 31.10. 2022.

8.       Rætt um breytingar á handverki sem inniber aukna vinnu hjá   leiðbeinendum.           

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

10-22/23. Fundargerð stjórnarfundar FEBRANG  haldinn þann 3.10. 2022 kl. 1200 í Menningarsalnum á Hellu

Mætt voru Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Jón Ragnar Björnsson og Vilborg Gísladóttir. Þorsteinn Markússon boðaði forföll og Viðar Bjarnason mætti ekki.

  1. Svavar las fundargerð stjórnarfundar 9-22/23 frá 19.9.2022.

Fundargerðin samþykkt.

  1. Formaður skýrði frá fundi Kjaranefndar LEB, sem birt er á vefnum leb.is.
  1. Farið var yfir undirbúning að Félags- og fræðslufundi sem halda á þann 3.10.2022 kl.1330.
  1. Undirbúningur að starfsmannaskiptum.
    1. Samþykkt að auglýsa eftir starfskrafti þann 30.10.2022 í Búkollu og Dagskránni. Einnig á vefsíðum sveitarfélaganna svo og vefsíðu FEBRANG.
    2. Samþykkt að stefna að því að viðkomandi geti hafið störf þann 1.2.2023.
    3. Þórunn Ragnarsdóttir mun láta af störfum á aðalfundi sem áætlað er að halda þann 2.3.2023.
    4. Færsla bókhalds á nýju ári. Samþ. að skoða málið nánar.
    5. Félagaskrá. Rætt mikilvægis utanumhalds skrárinnar.

  2. Skipun ferðanefndar. Frestað.
  1. Árshátíðin 20.10.
    1. Skemmtinefnd hefur hafið störf og er á fullu.
    2. Hringur mun syngja.
    3. Þórunn Ragnarsdóttir tekur að sér veislustjórn.
    4. Verðlaun í „púttinu” verða afhent á árshátíðinni.
    5. Auglýst verður í Búkollu þann 3.10.
  1. Kvöldvakan í Hvolnum þann 5.11 kl. 2000.
    1. Formanni falið að panta Hvolinn.
    2. Gamansögur, upplestur og fl.
    3. Samþykkt að bjóða Harmonikkufélaginu að vera með æfingu á kvöldvökunni svo gestir geti tekið lauflétt dansspor.
  1. Fjölgun félaga.
    1. Samþ. að panta hjá Hagstofunni skrá yfir íbúa 60+ í Rangarvallasýslu.
    2. Samþ. að leggjast í úthringingar.
  1. Samþ. að næsti stjórnarfundur verði haldinn þann 17.10. kl.13:30.
  1. Önnur mál engin

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

9-22/23 Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 19.9. 2022 kl. 1330 í fundarherbergi Oddasóknar á Hellu

Mætt voru Svavar Hauksson, Þorsteinn Markússon, Jón Ragnar Björnsson og Þórunn Ragnarsdóttir. Vilborg Gísladóttir og Ásdís Ólafsdóttir boðuðu forföll. Viðar Bjarnason mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð stj.fundar 8-22/23 frá 5.9.2022.
    Fundargerðin samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda.
    1. Margmiðlunarkennsla Í Hvolsskóla.
      Enginn hafði bókað sig. Formaður lagðist í hringingar og tókst að sannfæra 6 um að mæta. 
    2. Formaður fór og fylgdist með hvernig starfið á haustönn færi af stað. Í  Boccia á Hvolsvelli mættu 10 en engin á Hellu. Í handverki mættu 18 fyrri daginn en aðeins færri seinni daginn. Í leiklistaklúbbnum mættu 4 og 4 í útskurðinn. Spilað var á 4 borðum og 4 mættu í bókaklúbbinn.
  3. Áform um dansmennt.
    Ólafía og Elín boðuðu forföll, en sérlegur áhugamaður um danslistina, Svavar Ólafsson mætti.
    1. Formaður upplýsti að félagar væru velkomnir í Stangarhyl, bæði til að líta dansinn augum og/eða taka þátt. Dansað er á sunnudögum frá kl. 20 og aðgangseyrir kr. 1.900.
    2. Samþ. að auglýsa ferðina í Búkollu þann 26.9.2022.
    3. Samþ. að sleppa fyrirhugaðri dansæfingu þann 15.10.2022.
  4. Farið var yfir nýjasta viðburðadagatal FEBRANG.
  5. Farið yfir dagskrá félags- og fræðslufundar 3.10.2022.
    1. Samþ. að auglýsa fundinn í Búkollu 26.9.2022.
    2. Stjórnin skipti með sér verkum um kynningu starfsemi FEBRANG á fundinum.
    3. Efnt verður til skoðanakannana á fundinum um ferðir á vegum félagsins og verkefni félagsins.
  1. Skipun í ferðanefnd var frestað til næsta stjórnarfundar
    .
  2. Árshátíð verður haldin í Smáratúni þann 20.10.2022 og jólahlaðborð á Stracta þann 24.11.2022.
  3. Vefsíðan: Nauðsynlegt er að finna meira efni á Heimasíðu FEBRANG.
  4. Samþykkt að halda næsta stj.fund þann 3.10.2022 kl.1200.
  5. Önnur mál: Samþ. að fulltrúar FEBRANG í Heilsueflandi Samfélagi í REY verði Svavar Hauksson aðalmaður og til vara Ásdís Ólafsdóttir.

 8-22/23 Stjórnarfundur í FEBRANG haldinn þann 5.9. 2022 í fundarhergi Oddasóknar á Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Þórunn Ragnarsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir og Þorsteinn Markússon. Viðar Bjarnason mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð FEBRANG 7-22/23 frá 28.8.2022.

Fundargerðin samþykkt.

  1. Hvað gerðist milli funda:
    Dagsferðin til Hafnarfjarðar tókst vel, 40 tóku þátt.
  2. Á fundin kom dansnefndin og Svavar Ólafsson.

    Samþ. að stefna að ferð til Reykjavíkur í Stangarhyl 9.10.2022 og líta á þeirra Gömlu dansa samkomu. Björgu falið að kanna hve margir megi koma.

    Samþ. að stefna að dansi á kvöldvöku 5.11 2022.

    Samþ. að dansnefnd komi aftur á fund stjórnar  þann 19.9.2022 kl.1400.

    Samþ. að kynna málið nánar 3.10.2022 á Félags- og fræðslufundi.
  3. Þórunn kvaðst hætta í Ferðanefnd. Finna þarf einhvern í hennar stað.
  1. Margmiðlunarkennsla o.fl. í grunnskólunum. 

Auglýst var í Búkollu 9.9.2022 en engir hafa skráð sig enn.

  1. Engin tilboð hafa borist í jólahlaðborð.
    Borist hefur tilboð í árshátíð frá kvenfélaginu Þykkvabæ.
  2. Samþ. að stefna að aðalfundi félagsins í byrjun mars.

Samþ. að auglýsa eftir starfskrafti þannig að hann geti hafið störf 

í byrjun febrúar. Formanni falið að útbúa texta auglýsingar.

  1. Farið var yfir viðburðadagatalið og nauðsynlegar breytingar gerðar.
  2. Fulltrúi FEBRANG í Heilsueflandi samfélagi í RY.
    Samþ. að tilnefna Jón Ragnar Björnsson aðalfulltrúa og Þorsteinn Markússon varafulltrúa.
    Svavari falið að tala við sveitarstjóra REY og leggja til að sömu fulltrúar verði áfram þ.e. Svavar Hauksson aðalfulltrúi og Ásdís Ólafsdóttir til vara.
  3. Afmælishátíð FEBRANG.
    Samþ. að halda hátíðina um Jónsmessuleytið. Vilborgu falið að kanna hvort kvenfélagið Eining í Holtum geti tekið að sér hátíðina og að hún verði haldin á Laugalandi.
  4. Fundarefni félags- og fræðslufundar 3.10. 2022.
    Samþ. að bjóða Þóri Kolbeinssyni lækni á fundinn kl.13:30 en ef hann er vant við látinn að bjóða þá Steinþóri Runólfssyni.
    Samþ. að gera skoðanakönnun um starf FEBRANG á fundinum.
  5. Vefsíðumál. Frestað.
  6. Samþ. að halda næsta stjórnarfund 19.9. 2022 kl.13:30.
  7. Önnur mál.

Samþykkt að kalla kjörnefnd á stjórnafund.

Fleira ekki gert formaður sleit loksins fundi.

    

7-22/23 Fundargerð stjórnarfundar FEBRANG haldinn 22.8. 2022 kl. 1200 í Menningarsalnum á Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Vilborg Gísladóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir Viðar Bjarnason og Svavar Hauksson. Þorsteinn Markússon boðaði forföll.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð stjórnarfundar FEBRANG 6-22/23 frá 8.8.2022. Fundargerð samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda. Ekkert markvert gerðist!
  3. Á fundinn mættu  meðlimir nefnda innan FEBRANG.
    Ásdís las upp auglýsingu FEBRANG um vetrarstarfið. Farið var yfir starfið með nefndafólkinu m.a. kom eftirfarandi fram:
    Framkvæmdastjóri upplýsti að búið væri að bóka gistingu í löngu ferðinni n.k. sumar þar sem farið verður vestur á firði.

    Klara Sæland og Jóhanna Jensen munu taka sameiginlega formennsku í Bókaklúbbnum.

    Mikil umræða skapaðist um dansnefndina þar sem formaður upplýsti að fyrsta tilraun mistókst. Hugmyndir um að reyna að vera með gömlu dansana og jafnvel þjóðdansa. Samþykkt að leita að leiðbeinendum fyrir gömlu dansana og þjóðdansa. Einnig að kanna hvort Harmonikufélagið og eða Vinir Jenna veittu aðgang að æfingum sínum.
  4. Rætt var um samstarf við skólana um margmiðlunarkennslu.
    Búið er að tímasetja kennsluna og mun FEBRANG taka á móti bókunum. Samþykkt að FEBRANG greiði auglýsingakostnað.
  5. Árshátíð og Jólahlaðborð. Engin tilboð hafa borist.
  6. Afmæli FEBRANG sem verður 30 ára á næsta ári. Rætt að halda veglega hátíð af þessu tilefni.
  7. Vefsíðumál. Nú vantar efni á síðuna.
  8. Samþ. að halda næsta stjórnarfund þann 5.9. 2022 kl. 1200.
  9. Önnur mál. Engin.

          Formaður sleit fundi.

           Formaður Fundarritari

          

6-22/23 Stjórnarfundur FEBRANG 8.8. 2022 kl.12:00 í fundarherbergi Oddasóknar 

Mætt voru Svavar Hauksson, Jón Ragnar Björnsson, Vilborg Gísladóttir, Þórunn Ragnarsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir. Þorsteinn Markússon boðaði forföll og Viðar Bjarnason mætti ekki. 

1. Formaður setti fundinn og bauð stjórnina velkomna, fól Ásdísi að rita fundargerð og Svavari að lesa fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt. 

2. Hvað gerðist milli funda: 

2.1. Farið yfir vorferðina sem var vel heppnuð. 

2.2. Farið yfir sumarferðina sem var vel heppnuð. Einstaklega ljúf og kát kona sem keyrði bílinn og komst áfram þrátt fyrir óvissu atriði s.s. sprungið dekk og aukahljóð. 

2.3. Farið yfir Jónsmessuhátíðina á Goðalandi. Þar ríkti gleði og kátína, sungið og dansað og mikil matarveisla. 

2.4.Farið yfir heimsókn Félags aldraðra Borgarfjarðardölum. Þau voru að ferðast um Suðurland, fengu leiðsögn frá Tesa okkar um Fljótshlíðina og keyptu kaffihlaðborð að hætti Jarðþrúðar í Menningarsalnum á Hellu. 

2.5.FEBRANG sendi bréf til sveitarfélaganna með óskum um aukna þjónustu og samræmd vinnubrögð við umhirðu garða hjá eldra fólki. Sveitarfélögin vísuðu þessu erindi til Öldungaráðs. 

2.6.Fundur var í kjaranefnd LEB 8.8.2022. Þar var ákveðið að halda áfram samstarfi við BSRB BHM og ASÍ til að vera í samfloti við gerð kjarasamninga í haust og halda vakandi umræðu og skoðanaskiptum um kjör eldra fólks. 

3. Búið að raða niður vetrarstarfinu og finna tímasetningar, leiðbeinendur og konur til að sjá um kaffi á spiladögum. 

4. FEBRANG hefur sett saman „viðburðadagatal” þá er auðveldara að halda utanum verkefnin. 

5. Haldið áfram við undirbúning á samstarfi FEBRANG og grunnskólanna um margmiðlun og ýmislegt fleira. 

6. FEBRANG 30 ára 2023. Hvað eigum við að gera? 

7. Ákveðið að setja frásögn frá Þorsteini Markússyni á vefsíðuna. 

8. Næsti fundur 22.8. Kl.12:00. Boða starfsnefndir í samtal kl. 12:30.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

5-22/23 Stjórnarfundur FEBRANG haldinn í fundarherbergi Oddasóknar þann 27.5.2022 kl.12

Mætt voru Þorsteinn Markússon, Vilborg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Jón Ragnar Björnsson og Svavar Hauksson.

Viðar Bjarnason mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð alla viðstadda velkomna.

  1. Lesin fundargerð stj.fundar 4-22/23. Samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda.
    1. Sagt var frá landsfundi LEB. Fundargerðin verður sett á vefsíðu FEBRANG.
    2. Rætt um félags-og fræðslu fund með frambjóðendum til sveitastjórna í RY og REY. Fundirnir tókust vel.
    3. Uppistand Bjarna Harðarsonar tókst vel, en fáir mættu.
    4. Samið hefur við leiðbeinendur í sundleikfiminni. Greiðslur til þeirra hækka í kr.12.000/skipti. 
    5. Rætt um hvernig Sigrún Ólafsdóttir skuli kvödd.
    6. Settar hafa verið hillur í herbergi því sem ofninn er.
    7. Púttið fer vel af stað.
    8. Kristín Sigurðardóttir hefur tekið að sér að bera út blað LEB í Hvolsvelli.
  3. Samtal á Messenger við Örnu Þöll um margmiðlunarkennsluna. Taldi hún hana hafa gengið mjög vel. Samþykkt að byrja  að nýju í okt.
  4. Skólastjórarnir Kristín Sigfúsdóttir, Kristinn Guðnason, Yngvi Karl Jónsson  og Birna Sigurjónsdóttir mættu á fundinn. Ræddar voru ýmsar hugmyndir um samstarf, m.a. margmiðlunarkennslu fyrir félagsmenn og að eiga samverustundir með skólabörnunum, t.d. lesa fyrir þau, eða þau lesi fyrir okkur, segja frá því þegar við vorum krakkar o.m.fl. Kristinn mun taka saman minnisblað um þær hugmyndir sem fram komu.

    Ákveðið var að gera tilraun með verkefnið. Byrja í Hvolsskóla á haustönn, á Hellu á miðönn og á Laugalandi á vorönn. Undirbúningi þarf að vera lokið fyrir 24. ágúst. n.k.
  5. Vefsíða LEB og miðlun frá LEB til aðildarfélaganna.
    Formaður mun ræða við stjórnendur LEB um:
    1. Birtingu fundargerða á vefsíðunni.
    2. Að aðildarfélögin fái upplýsingar þegar nýtt efni berst á vefsíðunni. 
    3. Að aðildarfélögin fái rými á vef LEB.
  6. Ferðir sumarsins.
    1. Tekin ákvörðun um þrjár ferðir: 22.6, 18 – 21.7. og 24.8.
    2. Farið yfir tilboð frá rútufyrirtækjum.
    3. Farið yfir verðlagningu ferðanna.
  7. Vefsíðumál.
    Borist hefur frásögn um búskaparhætti í Álftaveri frá Haraldi Júlíussyni. Samþykkt að birta hana á febrang.net.
  8. Samþykkt að halda Jónsmessuhátíð þann 27.6 að Goðalandi.
    Verður auglýst þann 13.6. 2022.
  9. Garðaþjónusta fyrir fólk. Samþykkt að formaður riti bréf til sveitarfélaganna um aukna þjónustu svo sem beðahreinsanir gegn vægu gjaldi.
  10. Næsti stjórnarfundur mun verða boðaður með fyrirvara.
  11. Önnur mál engin.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

4-22/23 Fundargerð stjórnarfundar FEBRANG haldinn þann 2.5.2022 kl.1200 í menningarsalnum á Hellu

Mætt voru Ásdís Ólafsdóttir, Þorsteinn Markússon, Vilborg Gísladóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Jón Ragnar Björnsson og Svavar Hauksson. Viðar Bjarnason mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð alla velkomna.

  1. Vilborg las fundargerð stj.fundar 3-22/23 frá 25.4.2022.
    Fundargerðin samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda:
    1. Framkv.stjóri skýrði frá handverkssýningunni sem tókst mjög vel og sagði að handverkskonur hefðu unnið sem ein manneskja við kaffiveitingarnar. Þá þakkaði formaður framkv.stjóra fyrir hennar framlag við sýninguna.
  3. Farið yfir dagskrá Félags- og fræðslufundar í dag.
    1. Samþ. að hafa fundinn tvískiptan, á Hellu kl. 1300-1400 og á Hvolsvelli kl. 1500-1600.
  4. Uppistand Bjarna Harðarsonar 6.5.2022 kl. 2000.
    1. Samþ. að auglýsa Búkollu.
    2. Samþ. að Vilborg og Þórunn innheimti aðgangseyri.
    3. Samþ. að formaður kaupi gos.
    4. Formaður ákveður verðlagningu á gosi. 
    5. Samþ. að Jón Ragnar, Svavar og Þorsteinn selji gos.
  1. Sundleikfimi.
    Anna Rún Einarsdóttir er reiðubúin að stjórna sundleikfimi á Hvolsvelli.
    Eydís Hrönn Tómasdóttir er reiðubúin að stjórna sundleikfimi á Hellu.
  2. Jón Ragnar og Ásdís fara á landsfund LEB á morgun.
  3. Næsti stjórnarfundur auglýstur síðar.
  4. Önnur mál.
    1. Kristín Sigurðardóttir er reiðubúin að bera út LEB blaðið á Hvolsvell.
    2. Ásdís sagði frá að 3 manneskjur hafi lýst yfir óánægju með að gefa ekki leyfi til að Vinir Jenna spiluðu lengur en eina klukkustund.

      Framkv.stjóra falið að kanna málið nánar.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

3-22/23. Fundargerð stjórnarfundar  FEBRANG haldin 25.4.2022 kl.1200 í fundarsal Oddasóknar

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þórunn Ragnarsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon og Svavar Hauksson. Viðar Bjarnason boðaði forföll.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Ásdís las fundargerð stjórnarfundar 2-22/23 frá 11.4.2022.
  2. Hvað gerðist milli funda.
    1. Formannafundur LEB. Nýr starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins á að fara í heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.
    2. LEB blaðið mun koma út á Landsfundardaginn.
    3. LEB mun senda blöð í dreifbýli en við munum bera út í þéttbýli.
    4. Afsláttarapp LEB er tilbúið og í kynningu.
    5. ABLER kerfið er tilbúið til notkunar.
    6. 30 félagar FEBRANG fóru í leikhús 22.04. og sáu Njálu á hundavaði.
  1. Samþykkt að lýsa eftir fólki á Félags-og fræðslufundinum til að bera út LEB blaðið í þéttbýli.
  1. Uppistandið hans Bjarna Harðarsonar: Var Gunnar á Hlíðarenda írskur prins?
    1. Sótt hefur verið um tækifærisleyfi fyrir Hvolinn þann 6.5.2022.
    2. Samþ. að selja gos í Hvolnum þann 6.5.2022.
  2. Jónsmessuhátíð.
    1. Samþ. að halda Jónsmessuhátíð þann 27.6.2022 kl. 18..
    2.  Búið að bóka Goðaland.
    3.  Samþ. að kaupa matföngin hjá SS.
    4. Búið er að fá fólk til að sjá um hátíðina.
  3. Formaður. ræddi við Önnu Rún Einarsdóttur og kvaðst hún reiðubúin að sjá um sundleikfimina á Hvolsvelli. Hann hefur líka rætt við Eydísi Hrönn Tómasdóttur sem ætlar að hugsa málið.
  1. Samþ. að halda næsta stjórnarfund 2.5 2022 kl.1200.
  1. Önnur mál engin.

Form. þakkaði stjórninni fyrir góða fundarsetu og sleit síðan fundi. 

2-22/23 Stjórnarfundur FEBRANG haldinn þann 11.4. 2022 kl.1200 í fundarherbergi Oddasóknar

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon, Ásdís Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Svavar Hauksson og Þórunn Ragnarsdóttir. Viðar Bjarnason boðaði forföll.

Formaður setti fund og bauð alla viðstadda velkomna.

  1. Jón Ragnar las fundargerð 21 – 21/22 frá 7.4. 2022.
    Fundargerðin samþykkt.
  2. Vilborg las fundargerð 1 – 22/23 frá 7.4.2022.
    Fundargerðin samþykkt.
  3. Fundargerð aðalfundar 2022 er í vinnslu.
  4. Félags- og fræðslufundur 25.4.2022 kl.13:30.
    1. Farið var yfir dagskrá fundarins.
    2. Samþ. að auglýsa fundinn í Búkollu og febrang.net.
    3. Samþ. að bjóða Öldungaráði á fundinn.
    4. Samþ. að  bjóða frambjóðendum til sveitarstjórna á fundinn.
  5. Uppistand Bjarna Harðar 6.5. 2022 kl. 2000.
    1. Sækja um tækifærisleyfi fyrir Hvolinn.
    2. Búið er að panta Hvolinn.
  6. Boð um kynningu á dásemdum rennismíðinnar og starfi Félags rennismiða á Íslandi. Samþ. að fresta því til haustsins.
  7. Formannafundur LEB verður þriðjudag 12.4.2022 kl.1000. Fjarfundur á Zoom.
  8. Samþ. að fela formanni og framkv.stjóra að ræða við leiðbeinendur um framhaldið, m.a. kaup og kjör.
  9. Jónsmessuhátíð.
    1. Framkv.stjóra falið að bóka Goðaland.
    2. Framkv.stjóra falið að bóka vini Jenna. 
    3. Samþ. að kaupa veisluföng hjá SS.
    4. Samþ. að leita að 4 aðilum til að sjá um grillveisluna.
  10. Samþ. að halda sundleikfiminni áfram. Formaður mun ræða við þá leiðbeinendur sem voru í fyrra.
    .
  11. Samþ. að leggja vefsíðunefnd niður og að stjórn FEBRANG sjái um heimasíðu félagsins og önnur margmiðlunarmál. Mun það verða fellt inn í dagskrá stjórnarfunda.
  12. Samþ. að halda næsta stjórnarfund þann 25.4. 2022 kl.1200.
  13. Önnur mál.
    Form. ræddi um viðtöl sem N4 átti við félagsmenn þar sem að allir nefndu mikilvægi félagslega þáttarins.

    Formanni falið að fara yfir bréf þar sem nýir félagar eru boðnir velkomnir.

    31 félagi mun fara í leikhús þann 23.4. 2022.

                                              Fleira ekki gert og fundi slitið.

1-22/23. Fundargerð stjórnarfundar FEBRANG haldinn 7.4. 2022 að loknum aðalfundi í fundarherbergi Oddasóknar

Saman var komin nýkjörin stjórn félagsins.

Mætt voru Ásdís Ólafsdóttir, Jón Ragnar Björnsson, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir og Svavar Hauksson. Viðar Bjarnason boðaði forföll..

Formaður setti fund og bauð alla viðstadda velkomna.

  1. Þórunn Ragnarsdóttir var valin gjaldkeri og Svavar Hauksson ritari.
  1. Skemmtinefnd, ferðanefnd og spilanefndir voru endurskipaðar.

    Skemmtinefnd skipa:Sigríður Erlendsdóttir, Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir, Vilborg Gísladóttir og Ásgerður Sjöfn Guðmundsdóttir.

    Spilanefnd Hvolsvelli skipa: Sigurborg Þ. Óskarsdóttir og Katrín Björg Jónasdóttir.

    Spilanefnd Hellu skipa: Jarþrúður Kolbrún Guðmundsdóttir og Guðbjörg Ísleifsdóttir.

    Ferðanefnd skipa: Þórunn Ragnarsdóttir, Svavar Ólafsson og Anna Björgvinsdóttir. 

  2. Samþ. að halda næsta stjórnarfund 11.4.2022 kl. 12.
  1. Samþ. að setja auglýsingu í næstu Búkollu um félags- og fræðslufund 25.4.2022 kl. 14. Öldungaráði verður boðið á fundinn.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

Scroll to Top