Félags- og fræðslufundir

Félags-og fræðslufundur FEBRANG 18. 9. 2023

Formaður setti fund og bauð fólk velkomið, einnig bauð hann upp á kaffi.

Fundarstjóri var Einar G. Magnússon og ritari Vilborg Gísladóttir.

  1. Aðalheiður Steinadóttir flutti fræðsluerindi til kynningar á heimaþjónustunni, þar sem reynt er að mæta þörfum fólks 18 – 100 ára sem á slíkri þjónustu þarf að halda.
    Sú þjónusta er veitt á virkum dögum á dagvinnutíma.
    Mat á þjónustu fer fram í gegnum heilsugæslu, lækna og hjúkrunarfólk ásamt félagsþjónustu.
    Reynt er að hafa það samstarf sem best.
    Skrifstofan er opin á vinnutíma 9-15 virka daga.
    Þjóðin eldist. Það á að vera gott að eldast. Hvað getum við gert til þess?
    Hreyfing er mjög mikilvæg.
    Gott er að hreyfa sig oft og vel. Það eykur sjálfstæði fólks. Það skiptir máli við umsókn á hjúkrunarheimili að hafa verið með heimaþjónustu.
  2. Hagræðing í rekstri: Ásdís las upp samþykktir stjórnar um hagræðingu í rekstri. Framlag Héraðsnefndar er 5.4 milljónir á árinu.
    Jón Ragnar svaraði fyrirspurnum.
    Viðbrögð við hækkunum á annargjaldi í handverki voru almennt jákvæð.
  3. Útskurður: Þórunn Ragnarsdóttir sagði frá og bað fólk að athuga hver ætti að sjá um kaffið í útskurðinum á föstudögum.
  4. Bókaklúbbur:
    Jóhanna Jensen sagði frá starfi bókaklúbbsins sem er skemmtileg samvera og hvetur fólk til þátttöku. Starfið byrjar 25. sept.
  5. Spilin:
    Svavar Hauksson sagði frá. Byrjað verður í Hvolnum 21. sept.
  6. Ferðir: Svavar Hauksson sagði frá.
    Leitað hefur verið tilboða í ferðir næsta sumars.
    Farið verður um Suðurnes 4. júní.
    Þriggja daga ferð verður á Snæfellsnes 2 – 4 júlí.
    Ferð í Mýrdal og Þakgil 15. ágúst.
  7. Hringur: Ásdís sagði frá og óskaði eftir nýjum félögum.
  8. Dans: Guðrún og Gunnar munu sjá um það og byrjar 30. sept á Hellu.
  9. Leiklist: Margrét Tryggvadóttir mun sjá um það og verður þetta brjálæðislega skemmtilegt.
  10. Afsláttarappið er hægt að finna í öllum snjallsímum og þar er einnig  félagsskírteinið. Jón Ragnar getur hjálpað fólki að finna þetta í símanum.
  11. Fyrirhugað er að fara í leikhús og sjá Níu líf með Bubba. 20 hafa skráð sig.
  12. Árshátíð verður 29. okt. og verður í Hellishólum. Rúta í boði. Kostar 8000 á mann. 
  13. Jólahlaðborð verður 2. des. á Landhótel. Kostar 10.000 á mann. Félagið niðurgreiðir báðar þessar skemmtanir. Þetta er hægt vegna hagræðingaraðgerða í rekstri.
  14. Önnur mál: Boccía er tvisvar í viku á Hellu og einnig á Hvolsvelli.

Einar sleit fundi kl. 15.00

Félags- og fræðslufundur FEBRANG haldinn þann 13.9.2021 kl.13:30 í Menningarsalnum Hellu 

Við inngöngu voru afhentir happdrættismiðar og eyðublöð með skoðanakönnun varðandi félagsstarfið. 

Formaður setti fund og skipaði Svavar Hauksson fundarritara. 

Heilsueflandi samfélag 

Til máls tóku Ragnar Ævar Jóhannsson Rangárþingi ytra og Ólafur Örn Oddsson Rangárþingi eystra og skýrðu tilgang verkefnisins. Ólafur Örn sagði að fundað væri einu sinni í mánuði og m.a. leitað leiða til eflingar heilsu allra. Ragnar Ævar benti á að heilsa væri líka andleg heilsa. 

Vilborg Gísladóttir ræddi vatnsleikfimi fyrir eldri borgara og mun Ragnar Ævar kanna málið. Guðrún Óskarsdóttir spurðist fyrir um tíma fyrir göngu eldri borgara í Íþróttahúsinu Hvolsvelli. Ólafur Örn mun kanna málið. Sigrún Ólafsdóttir varpaði fram spurningu hvort eldri borgarar hafi áhuga á leikfimi á Hellu. Ragnar Ævar mun kanna málið. 

Þeir Ragnar Ævar og Ólafur Örn lögðu áherslu á að félagar í FEBRANG komi hugmyndum og ábendingum á framfæri. Félögum er bent á að hafa samband við Jón Ragnar Björnsson sem er fulltrúi FEBRANG í Heilsueflandi samfélag í Rangárþingi ytra og Svavar Hauksson sem er fulltrúi FEBRANG í Heilsueflandi samfélag í Rangárþingi eystra. 

Til máls tók Helgi Pétursson formaður Landsambands eldri borgara. Þakkaði hann boð um að koma á fund til okkar og kvað þetta fyrsta fund sinn með einu af 56 félögum innan LEB. Benti á það að innan samtakanna væru um það bil 54 þúsund atkvæði við næstu Alþingiskosningar. Taldi hann að helstu baráttumál LEB væru kjaramálin en einnig húsnæðismál. Lagði hann áherslu á baráttumál eldri borgara í bæklingi LEB með 5 helstu áhersluatriðum. 

Unnur Þórðardóttir taldi að lítið hafi áunnist í tíð núverandi ríkisstjórnar. Fannst henni mikið talað um að eldri borgarar væru vandamál. Kvaðst hún vonast eftir bót og betrun að loknum Alþingiskosningum. 

Guðgeir Sumarliðason ræddi um erfðafjárskatt og minnti á ályktun um niðurfellingu skattsins sem samþykkt var á aðalfundi FEBRANG 2019. 

Guðrún Aradóttir þakkaði Helga og hvatti okkur til að halda baráttunni ótrauð áfram. 

Sigrún Ólafssdóttir ræddi tryggingabætur og lífeyrissjóðsgreiðslur þegar annar maka fer inn á stofnun. 

Helgi upplýsti að tveir aðilar frá LEB muni vinna að lista yfir kosningaloforð stjórnmálaflokkanna. 

Helgi þakkaði fyrir góðan fund og hvatti okkur til að berjast ótrauð áfram.

Vilborg Gísladóttir fór yfir og kynnti starfsemi félagsins í haust. 

Formaður ræddi vefsíðu FEBRANG og að hún væri að nálgast eins árs afmælið. Talaði um nauðsyn þess að halda henni ferskri bæði með stöðugum upplýsingum um starfið og annað efni. Skýrði frá áformum um samvinnu við skólana til að aðstoða eldri borgara við notkun á tölvum, spjaldtölvum, símum o.fl. 

Sótt hefur verið um styrk hjá bönkunum til þessa verkefnis. 

Næsti félags/fræðslufundur áætlaður þann 8.11.2021. 

Ræddi um að breyttan fundartíma, t.d. seinni hluta dags. 

Ásdís Ólafsdóttir skýrði frá átaki til að fjölga félögum í FEBRANG. Hún hringdi í eldri borgara sem ekki voru í félaginu. Heldur fjölgaði í félaginu en betur má ef duga skal, af rúmlega 900 eldri borgurum í sýslunni eru einungis 275 í félaginu. 

Þórunn Ragnarsdóttir kynnti ferðir FEBRANG árið 2022. 

Júniferð: Vík í Mýrdal, Þakgil. 

Júlíferð: Sauðárkrókur, Reykjaströnd, Skagi, Skagaströnd, Varmahlíð, Flugumýri og Hofsós. 

Ágústferð : Laugarvatn, Laugarvatnshellir, Bjarteyjarsandur. 

Jafnvel einnig dagsferð í Hafnarfjörð. 

Milli atriða á fundinum voru dregnir út veglegir vinningar í happdrætti. 

Stjórn FEBRANG vill þakka eftirtöldum aðilum sem gáfu vinninga í happdrættið : Villt og alið 

Krónan 

Húsasmiðjan 

SS Búvörur 

Fiskás 

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi 

Fundarritari 

Svavar Hauksson

Scroll to Top