Félagið

Tilurð og stofnun

28. janúar 1993 komu saman í Hlíðarenda á Hvolsvelli nokkrir áhugamenn um málefni eldri borgara, frá Hellu, Hvolsvelli og nágrannasveitum að frumkvæði Ólafs Ólafssonar. Á þessum fundi var samþykkt að boða til stofnfundar Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu.

Stofnfundur félagsins var haldinn í Hvoli á  Hvolsvelli þann 8. febrúar 1993. Ólafur Ólafsson las upp drög að samþykktum fyrir félagið og voru þær samþykktar. Kosin var stjórn félagsins svohljóðandi :

Formaður Ólafur Ólafsson, Hvolsvelli
Meðstjórnendur Jakobína Erlendsdóttir, Hellu
Þorsteinn Oddsson Heiði
Gyða Arnórsdóttir Hvolsvelli
Guðný A. Hammer Brekkum

Til vara :
Karl Halldórsson, Ey
Hermann Sigurjónsson Raftholti
Helga Þorsteinsdóttir Hvolsvelli
Guðrún Ormsdóttir Hvolsvelli
Sigurður Haraldsson Kornvöllum

Í fundargerðarbók félagsins er skráður 131 stofnfélagi.

Við erum að afla meiri upplýsinga um félagið og verða þær birtar jafnóðum.

Fyrsta aðalstjórn FEBRANG og einn varamaður: Aftari röð frá vinstri: Þorsteinn Oddsson Heiði, Guðný Alberta Hammer Brekkum, Karl Halldórsson Ey. Fremri röð: Jakobína Erlendsdóttir Hellu, Ólafur Ólafsson Hvolsvelli, Gyða Arnórsdóttir Hvolsvelli. Karl var varamaður.

Scroll to Top