Þjóðsöngur Hrings

Lag: undir háu hamrabelti
Texti: Þorsteinn Ó. Markússon

Gaman er að sitja saman,
syngja lög og skemmta sér.
Hitta bæði mann og annan,
minnast þess sem liðið er.

Líta yfir liðna daga,
líta allt það stóra svið.
Lífið eins og lygasaga,
en litlu breyta viljum við

Gleðjumst þó að aukist aldur,
gleymum því sem ekki fæst.
Ævin verður alltaf galdur,
og engin veit hvað verður næst.

Syngjum dönsum drekkum njótum,
nótt er ung þó eldumst við.
Við áður vorum fim í fótum,
nú finnum staf að styðjast við.

Scroll to Top