Fundargerðir 2023-2024

Frá og með aðalfundi FEBRANG 2023 fá fundargerðir hlaupandi númer. 221 þýðir að 221. fundur frá stofnun félagsins.

242. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn 4.3. 2024 kl. 12:30 í fundarherbergi Oddasóknar Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon, Vilborg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Einar G. Magnússon og Svavar Hauksson.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Vilborg las fundargerð stjórnarfundar 241 frá 26.2.2024.

Fundargerðin samþykkt.

  1. Hvað gerðist milli funda ?

Formaður skýrði frá fundi formanna félaga eldri borgara á Suðurlandi sem haldinn var á Selfossi þann 1. mars 2024.

Á fundinn mættu 5 af 11 þingmönnum Suðurkjördæmis ásamt Helga Péturssyni formanni LEB og Þorbirni Guðmundssyni, formanni kjaranefndar LEB.

Samþ. að halda 2 formannafundi á Suðurlandi á ári og gert ráð fyrir að halda næsta fund í maí í Vestmannaeyjum.
Fundinn sóttu af hálfu FEBRANG Ásdís Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir og Jón Ragnar Björnsson.

  1. Farið var yfir dagskrá aðalfundar.
  1. Samþ. að halda næsta stjórnarfund strax að loknum aðalfundi.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

241. Stjórnarfundur haldinn þann 26.2. 2024 kl.13:30 í fundarsal Oddasóknar Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Einar G. Magnússon, Vilborg Gísladóttir og Þorsteinn Markússon. 

Katrín J. Óskarsdóttir mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Vilborg las fundargerð stjórnarfundur 240 frá 14.2. 2024. Fundargerðin samþykkt.

  2. Hvað gerðist milli funda.
    1. Nokkrir stjórnarmenn tóku þátt í formannafundi (fjarfundur) LEB 22.4.2024. Aðalefni fundarins fjallaði um appið Spara.is.
    2. Sveitarstjóri Rangárþings ytra hafði samband við formann FEBRANG og óskaði eftir að fá að sitja aðalfund félagsins. Í framhaldi af þessu samþykkti stjórnin að bjóða sveitarstjórum og oddvitum allra sveitarfélaganna að koma á aðalfund félagsins.
    3. Endurskoðun ársreiknings FEBRANG fyrir árið 2024 er lokið. Samþykkt að setja hann á heimasíðu félagsins.

  3. Farið yfir rekstraráætlun FERANG fyrir árið 2023. Samþ. að setja áætlunina á heimasíðu félagsins.

  4. Aðalfundur FEBRANG 2024.
    1. Farið yfir dagskrá fundarins og rætt um fundarstjóra.
    2. Farið yfir ársskýrslu stjórnar fyrir árið 2023.
    3. Farið yfir endurskoðaða ársreikninga félagsins árið 2023.
    4. Samþ. tillögur að lagabreytingum sem verða lagðar fram á aðalfundi félagsins.
    5. Farið yfir stjórnarkjör.
    6. Fulltrúar á fundi LEB: Stjórnin leggur til við aðalfund að formaður, varaformaður og starfsmaður mæti á fundi LEB.
    7. Ákveðið að gera hlé á aðalfundi og hlýða á söng og bjóða upp á vöfflur og kaffi.
    8. Starfsmaður mun sjá um veitingar á aðalfundi.
    9. Ákveðið að ávörp gesta verði í lok fundarhlés.
  5. Rútumál voru rædd.

  6. Rætt um handverkið. Þátttaka hefur verið dræm það sem af er ári.

  7. Ákveðið að vera ekki með kvöldvöku í apríl að þessu sinni.

  8. Góugleðin: Einar mun aka rútu sem fer frá Hvolsvelli á Hellu.

  9. Rætt um kynningu til félagsfólks á spara.is appinu.

  10. Samþ. að halda næsta stjórnarfund 4.3. 2024 kl. 12:30.

Formaður sleit fundi.

240. Stjórnarfundur FEBRANG 12.2. 2024 kl. 13:30  í fundarsal Oddasóknar á Hellu


Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Ásdís Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon, Einar G. Magnússon og Sigdís Oddsdóttir.  . 

Katrín J. Óskarsdóttir mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð öll velkomin.

  1. Fundargerð síðasta fundar 239 frá 29.1. 2024 yfirfarin og samþykkt..
  2. Hvað gerðist milli funda:
    1. Framlag Héraðsnefndar til FEBRANG er nú greitt mánaðarlega. Það hefur gengið snurðulaust fyrir sig. Félagið annast greiðslur til verktaka FEBRANG frá áramótum.
    2. Auglýst var eftir stjórnarfólki á Facebook og áhugasamir beðnir að hafa samband við stjórn eða kjörnefnd. Engin gaf sig fram. 
    3. Kjarabaráttu eldra fólks miðar lítið. Fólk er hvatt til að láta í sér heyra í fjölmiðlum. Formaður skrifaði grein sem heitir „Við eldri þvælumst ekki fyrir“ og var birt í Heimildinni, visir.is, vefsíðu LEB og febrang.net. Varaformaður er að ljúka við grein sem ber heitið „Er eldra fólk óþarfi“ og verður væntanlega birt á sömu stöðum.
  3. Gengið var frá auglýsingu um aðalfund (í Búkollu 12.2.) og Góugleði (í Búkollu 26.2.) og þær sendar Svartlist.
  4. Rekstraráætlun 2024.
    Lögð fram til kynningar.
  1. Viðburðadagatalið.

Lagt fram til kynningar.

  1. Lagabreytingar.

Farið yfir og samþykktar tillögur stjórnar um breytingu á lögum FEBRANG. Þær eru birtar á vefsíðu félagsins, febrang.net til kynningar og verða lagðar fyrir næsta aðalfund.

  1. Aðalfundurinn.
    Samþykkt að brjóta aðalfundinn aðeins upp. Einsöngvari mun syngja nokkur lög og boðið verður upp á rjómavöfflur og kaffi.
  2. Nefndir
    1. Skemmtinefnd.

Nefndin er fullskipuð.

  1. Ferðanefnd.

Einn nefndarmann vantar til viðbótar. 

  1. Músík og dans á skemmtunum.
    Félagið heldur að jafnaði fjórar skemmtanir á ári: Góugleði, Jónsmessuhátíð, árshátíð og jólahlaðborð. Gert er ráð fyrir að dansað sé á öllum skemmtunum nema á jólahlaðborði. Samþykkt að skoða hvernig dansmúsik verði fyrir komið.
  2. Góugleðin
    1. Skemmtnefndin undirbýr skemmtiatriði.
    2. Skoðað með dansmúsik.
    3. Boðið verður upp á rútu frá Hvolsvelli. Einar mun kanna það mál.
  1. Næsti fundur 26.2. 2024 kl. 13:30.

Fleira ekki tekið fyrir. Formaður sleit fundi.

239. Stjórnarfundur FEBRANG 29.1. 2024 kl. 13:30 í fundarsal Oddasóknar á Hellu


Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Ásdís Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon og Sigdís Oddsdóttir.  Einar. G. Magnússon boðaði forföll. 

Katrín J. Óskarsdóttir mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð alla velkomna.

  1. Vilborg las fundargerð  238 frá 15.1. 2024 og var hún samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda:
    1. Formannafundur félaga eldri borgara á Suðurlandi.
      Stjórnin er sammála um að fundurinn hafi tekist vel og vonast til að slíkir fundir verði haldnir reglulega tvisvar á ári vor og haust og farið á milli sveitarfélaga.
    2. Félags- og fræðslufundur.

Gera skipulagið aðeins betra varðandi þá sem vilja taka til máls t.d með því að hafa míkrafón svo allir heyri betur. Fundargestir voru ánægðir með að sitja í stólum í röð frekar en að sitja við borð. VIð gerum þetta næstu 100 árin! 


Mjög upplýsandi fundur og þörf umræða. Nýskráningar í Skapandi skrif er ánægjuefni. Gott að hafa kynningarefnið myndrænt eins og Vilborg Gísladóttir og Margrét Tryggvadóttir gerðu þegar þær kynntu skapandi skrif og leiklistarklúbbinn. Heildarfjöldi 45 á fundinum.

  1. Vinnslusamningur og afslættir á Spara.is.

Jón Ragnar hefur haft samband við Spara og nú er FEBRANG komið í sérstakan hóp. Nauðsynlegt að endurnýja skráningu á hverju ári, félagar detta út og aðrir koma inn. 

  1. Raddir fyrir Hring á vefsíðuna.

Öll lög og allar raddir eru komin inn á heimasíðu FEBRANG, nema Erla góða Erla sópran. Bætt verður úr því.

  1. Aðalfundurinn
    1. Auglýst var eftir stjórnarfólki á Facebook 28.1. s.l.
    2. Fundarstjóri verður Sr. Halldóra Þorvarðardóttir.
    3. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta ár.
      Jón Ragnar gerir uppkast og sendir á stjórn. Stjórnarmenn skipta með sér upplestri skýrslunnar.
    4. Bókhaldið er tilbúið, á eftir að endurskoða það. Skoðunarmenn reikninga eru Jóhanna Jensen og Sólveig Eyfjörð Ottósdóttir. Einar og Jón Ragnar munu aðstoða eftir þörfum.
  1. Lagabreytingar. Ásdís las lög FEBRANG. Athugasemd  gerð við 1. gr. varðandi orðalagið “ …og áhugafólks um málefni þess” Athugasemdir gerðar við 5 gr. varðandi það innan hvaða tímaramma fólk gefur kost á sér í stjórn. Stjórnin leggur til að fólk sem vill gefa kost á sér í stjórn, tilkynni það tíu dögum fyrir aðalfund. Jón Ragnar og Svavar fara í að gera tillögu að breytingum. 
  2. Ákvörðun árgjalds.

Stjórnin gerir tillögu um að árgjald 2024 verði  krónur 3500. 

  1. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna reikninga. Vantar einn aðalmann og tvo varamenn í stjórn. Jón Ragnar kannar hvort skoðunarmenn vilji halda áfram.
  2. Kosning nefnda. Rætt var hvort stjórnin geri tillögu um laganefnd og eða uppstillingarnefnd.
  3. Kosning fulltrúa á fundi LEB. 

Rætt um að félagið á rétt á að senda þrjá fulltrúa á landsfund, sem haldinn verður í Reykjavík. Nánar rætt síðar.

  1. Afgreiðsla ályktana og tillagna. Stjórnin hefur ekki ákveðið hvort hún leggi til ályktanir við aðalfund.
  2. Samþykkt var að hafa samband við söngfólk til að troða upp á aðalfundinum.
  1. Rætt um núverandi nefndir og hverjir séu líklegir til að gefa kost á sér í þær. Nefndirnar, sem stjórnin skipar á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund, eru: Ferðanefnd, Skemmtinefnd, Bókaklúbbsnefnd og Dansnefnd.
  2. Lífsgæðakjarnar.
    Ásdís ræddi um ýmis búsetuúrræði fyrir eldra fólk. Ákveðið að fá samtal við sveitarstjórana um uppbyggingu lífsgæðakjarna. Samþykkt að stjórnin skoði lífsgæðakjarnann í Þorlákshöfn.
  3. Jónsmessuhátíðin verður í íþróttahúsinu í Þykkvabæ 20. júní kl. 18 – 22. Kvenfélagið Sigurvon mun sjá um matinn.

    Sigdís fær tilboð í rútu Hvolsvöllur – Hella – Þykkvibær og til baka. Kl. 17 – 22.
  4. Viðburðadagatalið. Farið lauslega yfir. Stjórnarfólk fer vandlega yfir heima!
  5. Næsti fundur 12.2. 2024 kl. 13:30.

Fundarritari Sigdís Oddsdóttir.

238. Stjórnarfundur FEBRANG 15.1. 2024 kl.13:30 í fundarsal Oddasóknar Hellu

Mætt voru Vilborg Gísladóttir, Jón Ragnar Björnsson, Einar G. Magnússon, Svavar Hauksson, Þorsteinn Markússon og Sigdís Oddsdóttir. Ásdís Ólafsdóttir boðaði forföll og Katrín J. Óskarsdóttir mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Vilborg las fundargerð 237. stjórnarfundar frá 8.1. 2024.
    Fundargerðin samþykkt.    
  1. Hvað gerðist milli funda?
    1. Formaður ræddi við Skattstofuna varðandi verktakagreiðslur. Hann var upplýstur um að einungis þurfi að skila upplýsingum um verktakagreiðslur einu sinni á ári.
    2. Einar ræddi við Hjálmar Ólafsson útskurðarmeistara um launakjör.
    3. Formaður fór yfir starfið með Sigdísi Oddsdóttur.
    4. Fundargerð Kjaranefndar LEB frá 11.1. 2024 lögð fram til kynningar.
  2. Ógreidd félagsgjöld og félagsaðild. Fáeinir hafa ekki greitt félagsgjald fyrir árið 2023. Einar mun vinna í málinu fram að aðalfundi.
  1. Samþ. að höfðu samráði við formann kjörnefndar að auglýsa eftir fólki í stjórn FEBRANG á Facebook.
  1. Haft var samband við Hörpu Rún Kristjánsdóttur varðandi Skapandi skrif. Hún er reiðubúin að taka að sér handleiðslu og stefnt að þessum dagsetningum: 22.3 – 5.4 – 12.4. og 19.4 2024.  
  1. Farið yfir skipulagningu dagskrár Félags- og fræðslufundar sem halda á þann 22.1.2024 kl.13:30.
  1. Jónsmessuhátíð.
    1. Ath. með halda hana í Þykkvabæ.
    2. Samþ. að stefna að fimmtudegi 20.6. 2024 kl. 18:00.
    3. Samþ. að hafa samband við kvenfélagið í Þykkvabæ. Sigdís annast það.
  2. Formaður ræddi um appið Spara.is. Allir félagar eru þar inni með kennitölu. Þar inni eru öll afsláttartilboð til félaga í LEB. Appið gildir einnig sem félagsskírteini.
  1. Svavari falið að gera tillögur um breytingar á lögum FEBRANG.
  2. Samþ. að stefna að því að fá fyrirlesara á aðalfund FEBRANG.

  3. Gott að eldast. FEBRANG ritaði Héraðsnefnd eftirfarandi bréf um málið:

Hellu 28.5.2023

Héraðsnefnd Rangæinga

b/t Margrétar Hörpu Guðsteinsdóttur

Aðgerðaáætlun sem heitir „Gott að eldast“ var nýlega samþykkt á Alþingi. Megináherslan er lögð á að fólk geti búið sem lengst heima hjá sér.

 Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, tók þátt í að móta aðgerðaáætlunina. Hann segir: „Til að það gangi upp er brýnt að tryggja fólki þá þjónustu sem það þarf og á að fá, hnökra- og vafningalaust. Fólk á að geta sótt alla þá aðstoð sem það á lögum samkvæmt að fá á einn stað, án þess að þurfa að velta því fyrir sér hver á að gera og borga hvað“. 

Aðgerðaáætlunin byggir á fimm stoðum.Meginþunginn liggur í þróunarverkefnum þar sem samþætting, nýsköpun og prófanir munu nýtast til ákvarðanatöku um framtíðarskipulag þjónustu við eldra fólk. Þar að auki verður ráðist í aðgerðir sem hverfast um sveigjanleika í þjónustu, heilbrigða öldrun með alhliða heilsueflingu og betri aðgang að ráðgjöf og upplýsingum. 

Til stendur að semja við nokkur sveitarfélög/svæði um tilraunaverkefni. Þau verða valin af verkefnastjórninni. Þau sveitarfélög sem hafa áhuga á að taka þátt í tilraunaverkefninu þurfa að hafa samband við verkefnastjórnina. 

Við í stjórn FEBRANG höfum mikinn áhuga á að þátttaka sveitarfélaganna á svæðinu verði skoðuð (spurning hvort svæði Félagsþjónustunnar með Mýrdalshr. og Skaftárhr. væri undir). Við beinum því þeirri ósk til Héraðsnefndar að hún hafi samband við verkefnisstjórnina með þátttöku í þessu merka verkefni í huga. 

Formaður verkefnisstjórnarinnar er Ólafur Þór Gunnarsson (olafurg@reykjalundur.is) og verkefnisstjóri Berglind Magnúsdóttir (berglind.magnusdottir@frn.is).

Héraðsnefnd hafði samband við HSU um þátttöku, en henni var hafnað vegna óvissu um fjármögnun verkefnisins.

  1. Formaður sagði frá þvi að LEB hafi gert samning við U3A (Háskóla þriðja æviskeiðsins) um að aðildarfélög LEB fái upptökur af fyrirlestrum og fræðslu til að sýna félagsmönnum. Fyrirlestrarnir eru eingöngu til sýninga í húsakynnum aðildarfélaganna og aðgengilegir um takmarkaðan tíma.

    Samþykkt var að kanna hvort hægt sé fyrir félagsfólk að nálgast fyrirlestrana á annan hátt. 
  1. Samþ. að halda næsta stjórnarfund þann 29.1.2024 kl.13:30.
  1. Önnur mál.
    1. Erindi hefur borist frá LEB þar sem mælst er til þess að FEBRANG hafi samband við Stéttarfélögin í sýslunni þar sem þau eru brýnd til að tala máli eldri borgara í viðræðum um kjaramál við ríkið. 
    2. Einari tekur við bókhaldi FEBRANG frá áramótum.

 Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

237. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn þann 8.1.2024 kl.12:00 í fundarsal Oddasóknar Hellu

Mættir voru Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon, Svavar Hauksson og Einar G. Magnússon.

Vilborg Gísladóttir og Ásdís Ólafsdóttir boðuðu forföll. Katrín J. Óskarsdóttir mætti ekki. 

Formaður setti fund og bauð alla viðstadda velkomna.

  1. Svavar las fundargerð 236. stjórnafundar frá 27.11. 2023. Var hún samþykkt.
  1. Hvað gerðist milli funda
    1. Formaður ræddi jólahlaðborðið. Hann kvaðst hafa farið fram á 40-50% afslátt hjá Landhótel en þeir gáfu 20 % afslátt. Ekki mun verða greitt fyrir rútuna.
      Stjórnin ákvað að endurgreiða þátttakendum kr. 2.500 kr. á miða. Sett var á Facebook greinargerð um málið.
    2. Formaður skýrði frá fundi kjaranefndar LEB 12.12. 2023 sem lagði á ráðin í aðdraganda formannafundarins, sem haldinn var sama dag.
    3. Formaður skýrði frá formannafundi LEB þann 12.12. 2023 þar sem rætt var hvaða mál ætti að leggja megináherslu á í viðræðum við verkalýðsforystuna um samflot í kjaraviðræðum. Samþ. að hnykkja á samþykktum landsfundar.
    4. Gerð var vörutalning á munum handverks þann 30.11. 2023. Síðan var farið yfir hagræðingu í rekstri FEBRANG  o.fl. með leiðbeinendum.
    5. Formaður, Einar og Svavar ræddu við Ólöfu Söru Garðarsdóttir. Hún lauk störfum fyrir félagið um áramót.
    6. Starfsmaður KPMG á Hellu sem sá um greiðslur til verktaka hjá FEBRANG hætti störfum. Starfsmaður KPMG sem tók við greiddi ekki laun verktaka í desember svo stjórn FERANG greiddi þau. Eftirstöðvar framlags Héraðsnefndar var greitt í lok desember. 
  1. Rekstur FEBRANG árið 2024.
    1. Á fundinn mætti Sigdís Oddsdóttir sem sótt hafði um starf hjá FEBRANG. Formaður og aðrir stjórnarmenn ræddu við hana fram og aftur um starfið. Stjórnin samþykkti samhljóða að ráða Sigdísi í 25% starf. Hún verður verktaki eins og annað starfsfólk FEBRANG. Stjórnin bauð hana velkomna til starfa.
    2. Rætt um ógreidd félagsgjöld. Samþ. að fresta málinu.
    3. Bókhaldið er uppfært til áramóta. Farið var yfir rekstrarreikning FEBRANG fyrir 2023.
    4. Lögð fram og kynnt rekstraráætlun FEBRANG fyrir 2024.
    5. Samþ. að fara þess á leit við Héraðsnefnd að styrkurinn til FEBRANG verði greiddur beint til félagsins í lok hvers mánaðar. Félagið mun sjálft annast greiðslur útgjalda.
  1. Farið yfir auglýsingu um starfið á vorönn og hún send Svartlist.
  1. Auglýsa á Facebook eftir stjórnarmönnum. Frestað.

    Form. mun hafa samband við formann kjörnefndar og ath. hvort rétt sé að auglýsa eftir áhugasömu fólki í stjórn.
  2. Skapandi skrif. Frestað til næsta fundar.
  3. Fundur formanna á Suðurlandi 22.1. 2024 kl. 12:00.

Samþ. að halda þann fund sama dag og Félags- og fræðslufundinn. Formönnum er boðið að sitja félagsfundinn, sem hefst kl. 13:30.
FEBRANG býður fundarfólki súpu og brauð.

  1. Félags- og fræðslufundur 22.1. 2024 kl. 13:30.
    Helgi Pétursson formaður LEB og Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB ræða starf LEB og kjarabaráttu eldra fólks.
    Stjórn FEBRANG fer yfir áhersluatriði í starfsemi félagsins.
  2. Góugleði  verður 14. mars 2024 kl. 18:00 í Safnaðarheimili Oddasóknar á Hellu. Kvenfélagið Unnur sér um veitingar: Saltkjöt og baunir, kaffi og konfekt. Skemmtiatriði og dans. Verð kr. 6.500/mann. Rúta frá Hvolsvelli kl. 17:45 í boði fyrir þá sem þess óska. Félagið tekur þátt í kostnaðinum.
  3. Formaður og gjaldkeri munu ræða við Hjálmar Ólafsson varðandi útskurðinn.
    .
  4. Afsláttarappið Spara. Þessum dagskrárlið var frestað til næsta fundar.
  5. Gera aðalfundinn skemmtilegri? Þessum dagskrárlið var frestað til næsta fundar.
  1. Verkefnið Betra líf. Þessum dagskrárlið var frestað til næsta fundar.
  1. Samþ. að halda næsta stj.fund þann 15.1. 2024 kl.13:30.
  1. Önnur mál engin.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

               Fomaður Fundarritari

236. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn þann 27.11. 2023 kl.12:00 í fundarherbergi Oddasóknar Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Ásdís Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir. Einar. G. Magnússon og Þorsteinn Markússon.

Katrín J. Óskarsdóttir mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð alla velkomna.

  1. Vilborg las fundargerð 235. stj.fundar frá 13.11.2023. og var hún samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda:
    1. Bjartur lífsstíll – könnun. Svavar svaraði fyrir hönd FEBRANG.
    2. Þann 25.11. 2023 bauð sveitarstjórn og Markaðs-, menningar og jafnréttisnefnd RY eldra fólki til samtals.
  3. Formaður og varaformaður funduðu með formanni Kjörnefndar.
  4. Samþ. að gera vörutalningu í handverki. Einnig samþ. að setjast niður með leiðbeinendunum og ræða starfsemi félagsins og siðareglur.
  5. Farið var yfir áætlun um starfið á vorönn 2024. Hún er fylgiskjal með þessari fundargerð.
  6. Samþ. að auglýsa vorstarfið 2024 eftir áramót.
  7. Þátttaka á jólahlaðborði er 64. Leitað er að veislustjóra.
  8. Starfsmaður er enn í veikindaleyfi.
  9. Rætt var hvernig unnt væri að koma upplýsingum um starfsemi félagsins til félagsfólks ef breytingar verða á dreifingu Búkollu.
  10. Samþ. að fresta boðun sveitarstjórnarfólks á stjórnarfund til að ræða um íbúðarkjarna. Samþ. að boða þau á annan fund á nýju ári, sem áætlaður er 29. jan. 2024.
    .
  11. Samþ. að stefna að Góugleði í mars á næsta ári. Formanni falið að ræða málið við formann kvenfélagsins Unni.
  12. Næsti stjórnarfundur verður boðaður með dagskrá.
  13. Önnur mál: Rætt um verktakalaun og farið yfir fjárhagsstöðuna.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

235. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn þann 13.11. 2023 kl. 13:00 

í fundarsal Oddasóknar Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir,
Þorsteinn Markússon, Svavar Hauksson og Einar G. Magnússon.

Katrín J. Óskarsdóttir mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð alla viðstadda velkomna.

  1. Þorsteinn las fundargerð 234. stj.fundar frá 30.10. 2023.

Fundargerð samþ. með smávegis lagfæringum.

  1. Hvað gerðist milli funda?
    1. 25 tóku þátt í leikhúsferð (Níu líf).
    2. Formaður sagði frá heimsókn til Samherja félags eldri borgara í Mýrdal. Ásamt honum fóru þrír aðrir stjórnarmenn.

  2. Undirbúningur hafinn fyrir aðalfund sem halda á 4.3 2023.

Kjörnefnd hefur tekið til starfa.

  1. Tekin var fyrir tölvupóstur frá sveitarstjóra Rey með bréf til Rey í viðhengi  með ósk um afnot af hluta gamla leikskólans undir starfsemi fyrir eldra fólk. Bréfið er dagsett 11.2.2023.

    Samþ. að formaður svari og segi bréfið ekki á vegum FEBRANG.
  1. Jólahlaðborð verður þann 2.12. 2023. Frestur til að tilkynna þátttöku er til 15.11. 2023.
  1. Starfsmaður er veikur og fer í veikindaleyfi.

Jarþrúður Guðmundsdóttir tekur að sér móttöku greiðslna í Handverki.

  1. Horfur eru á því að útburður á fjölpósti þ.á.m. Búkollu komi til með að kosta kr. 375 pr. blað frá næstu áramótum.

Rædd sú hugmynd að búa til fréttablað FEBRANG tvisvar á ári og að félagar beri það út.

Búkolla er aðgengileg á heimasíðum Sveitarfélaganna Rey og Ry.

  1. Framlag frá Héraðsnefnd árið 2024 nemur kr. 5.750.000.
  1. Rætt um Lífsgæðakjarna sem virðist mjög áhugavert verkefni.

Samþ. að reyna að fá sveitastjórnarfólk á stjórnarfund þann 27.11. 2023 kl.13:30.

  1. Farið yfir tillögu að siðareglum fyrir FEBRANG og þær samþykktar. Samþ. að setja reglurnar á heimasíðuna, dreifa til starfsmanna félagsins og nefndafólks.
  1. Bjartur lífsstíll, könnun sem LEB sendi á öll félögin.
  1. Samþ. að halda næsta stj.fund 27.11.2023. kl.12:00.
  1. Önnur mál. Samþ. að bjóða Þórunni Ragnarsdóttur á jólahlaðborðið.

           Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

234. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn þann 30.10. 2023 kl.13:00 í fundarherbergi Oddasóknar Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon, Vilborg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Einar G. Magnússon, Svavar Hauksson og Ólöf Sara Garðarsdóttir. Katrín Óskarsdóttir mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð stjórnarfundar 233 frá 16.10. 2023.

Fundargerðin samþykkt.

  1. Hvað gerðist milli funda.
    1. 59 mættu á árshátíð okkar sem tókst mjög vel.
    2. Formaður var beðinn að mæta á fund hjá Samherja, félagi eldri borgara í Mýrdal til að segja frá starfsemi FEBRANG. Einar, Ásdís og Svavar vildu endilega fara með honum.
  2. Á fundin komu úr Kjörnefnd þær Sólveig Ottósdóttir Eyfjörð og Guðrún Ingvarsdóttir.

Samþykkt að lýsa eftir á Facebook fólki sem hefur áhuga á að starfa í stjórn okkar góða félags.

  1. Í leikhúsferðina 11.11. eru skráðir 26. Panta þarf rútu og samþ. að biðja Svavar Ólafsson að telja í rútuna á Hvolsvelli.
  1. Endurnýjun nefnda á og eftir aðalfund 2024.
    1. Ferðanefnd: Anna Björgvinsdóttir óskar eftir að hætta í nefndinni.
    2. Skemmtinefnd: Mun líklega halda áfram.
    3. Bókaklúbbsnefnd: Ath. nánar.
    4. Spilanefnd Hellu: Ath. nánar.
    5. Spilanefnd Hvolsvelli: Þar vantar spilastjóra.
    6. Dansnefnd: Ath. nánar.
    7. Skoðunarmenn reikninga eru kosnir á aðalfundi sem og Kjörnefnd.
  2. Farið yfir rekstraráætlun fyrir árið 2024 og styrkbeiðni til Héraðsnefndar hækkuð um 10,8%, sem er hækkun launavísitölu frá ágúst 2022 til sama tíma 2023.

    Samþ. var að leggja til við aðalfund að félagsgjaldið fyrir 2024 verði kr. 3.500.
  3. Farið var yfir siðareglur LEB.
  1. Samþ. að halda næsta stjórnarfund þann 13.11. 2023 kl.13:00.
  2. Önnur mál: Ásdís ræddi við sveitarstjóra Rangárþings eystra um lífsgæðakjarna fyrir eldra fólk. Ákveðið var að ræða það mál á næsta stjórnarfundi með það í huga að fá forsvarsfólk sveitarfélaganna í sýslunni á fund til að ræða málið

                                       Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

                      

233. Stjórnarfundur FEBRANG 16.10. 2023 kl.13:00 í fundarsal Oddasóknar Hellu

Mætt voru Þorsteinn Markússon, Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Einar G. Magnússon og Ólöf Sara Garðarsdóttir.

Vilborg Gísladóttir boðaði forföll og Katrín Óskarsdóttir mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Ásdís las fundargerð stjórnarfundar 232 frá 13.10. 2023.
    Fundargerðin samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda?
    1. Á félags- og fræðslufundinum, sem haldinn var 18.9. s.l. kynnti stjórnin þá ákvörðun sína að leggja 10% á vörur, sem seldar eru í handverki. Er það gert til að koma til móts við rýrnun og kostnað og til að halda í við verðbólgu.

      Samþykkt að laun leiðbeinenda í handverki og útskurði fylgi breytingum á launaflokki 133, 4. flokki hjá BSRB.
    2. Samþ. að hafa mat og rútu á samkomur í einum pakka.
      Einnig í leikhús og rútu.
      Samþ. að Einar semji við Southcoast um rútur á árshátíð, leikhúsferð og jólahlaðborð.
    3. Opið hús: Aðsókn var lítil.
    4. Kvöldvaka tókst vel, 44 mættu.
  3. Samþ. að boða Kjörnefnd á næsta stjórnarfund.
  4. Bókhaldið.
    1. Bókhaldið hefur verið fært til 1.10.2023.
    2. Einar gjaldkeri er til í að færa bókhaldið frá áramótum. Var það samþykkt.
  5. Rekstraráætlun 2023 var endurskoðuð.
  6. Svavar fór yfir bókanir ferða fyrir árið 2024.

    Vorferð 4.6. 2024
    Suðurstrandarvegur – Grindavík – Reykjanes – Garðskagi.

    Sumarferð 2.7 til 4.7 2024 Snæfellsnes með gistingu 2 nætur í Miðhrauni.

    Haustferð 15.8. 2024 Mýrdalur-Þakgil.
  1. Verkefni starfsmanns á nýju ári.
    Þarf að ganga frá samningi við starfsmann og lista upp helstu verkefni:
    Ferðir, vefsíða, leiðbeiningar um notkun snjalltækja, sölu handverksvara, mæting á stjórnarfundi o.fl.
  2. Aðstoð við notkun snjalltækja.
    Rætt um aðstoð við notkun margmiðlunartækja. Samþ. að bjóða félagsmönnum námskeið.
  3. Vefsíðan.
    1. Samþ. að birta á vefsíðunni hagræðingartextann sem kynntur var á Félags- og fræðslufundinum.
    2. Samþykkt að birta ekki rekstraráætlanir að svo stöddu. Þær taka stöðugt breytingum. Rekstraráætlun 2024 verður kynnt á aðalfundi 2024.
    3. Samþ. að starfsmaður annist vefsíðuna frá næstu áramótum í samráði við formann.
    4. Rætt um einföldun vefsíðunnar. Einnig að setja pantanir á viðburðum á vefsíðuna. Þátttaka í árshátíð 29.10: Rúmlega 50 hafa skráð sig nú. 
  4. Þátttaka í leikhúsferð þann 11.11 er nú 26.
  5. Samþ.að halda næsta stj. fund þann 30.10. 2023 kl.13:00.
  6. Önnur mál: Samþ. að senda þakkarkort sem Ásdís útbjó til Klukkublóms vegna stuðnings við kvöldvöku, en hún gaf 5 bingóvinninga.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

       

232. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn þann 25.9. 2023 kl.13:00 í fundarherbergi Oddasóknar Hellu 

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Einar G. Magnússon, Þorsteinn Markússon, Ásdís Ólafsdóttir og Svavar Hauksson. Vilborg Gísladóttir boðaði forföll og Katrín Óskarsdóttir mætti ekki. 

  1. Þorsteinn las fundargerð stjórnarfundar 231 frá 18.9.2023.
    Fundargerðin samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda?
    1. Formaður og Þorsteinn heimsóttu Landhótel og sömdu um Jólahlaðborðið. 
    2. Formaður og Svavar heimsóttu Hellishóla og sömdu um árshátíðina.
    3. Formaður, Þorsteinn, Einar og Svavar fóru á Hellu og tóku þátt í fundi/kynningu um Heilsueflandi samfélag í Rangárvallasýslu. 
    4. Vetrarstarfið er farið af stað. Aðeins 15 mættu á Félags- og fræðslufundinn, sem haldinn var 18.9. s.l.
  3. Þórunn Ragnarsdóttir tekur að sér innheimtu og kaffi í útskurðinum.
  4. Undirbúningur kvöldvöku þann 5.10. 2023.
    1. Hvollinn bókaður.
    2. GG. dansstúdíó sér um dansinn.
  5. Níu líf 11.11. 2023.
    1. 28 hafa nú bókað sig.
    2. Einar kannar rútur.
    3. Aðgöngumiði og rútuferð kosta 11.000 kr.
  6. Árshátíð 29.10. 2023 kl.18:00.
    1. Miðaverð og rúta kr. 8.000.
    2. Hlynur Snær Theodórsson leikur fyrir dansi.
    3. Skemmtiatriði í styrkum höndum Skemmtinefndar EBRANG. 
    4.  Einar kannar rútur.
  7. Jólahlaðborð á Landhóteli 2.12. 2023 kl. 18:00.
    1. Miðaverð og rúta kr. 10.000. 
    2. Hótelið sér um ljúfa og lágstemmda jólamúsik.
    3. Athugað verður með rútu.
  8. Opið hús FEBRANG í viku 40, 2.10. til 6.10 2023.
    1. Samþ. að auglýsa í Búkollu.
    2. Samþ. að fá Ólöfu Söru til aðstoðar.
    3. Hringur, mánudag 2.10. kl.16:00 í Menningarsalnum Hellu.
    4.  Handverk, þriðjudag. 3.10. kl.14:00 í Menningarsalnum Hellu. 
    5. Boccia, miðvikudag 4.10. kl. 10:50 í íþróttahúsinu Hvolsvelli.
    6. Boccia, miðvikudag 4.10. kl.11:10 í íþróttahúsinu Hellu.
    7.  Leiklist, fimmtudag. 5.10. kl.12:30 í Hvolnum (aðalsal). 
    8. Spil, fimmtudag 5.10. kl.1400 í Hvolnum (litla sal). 
    9. Bókaklúbbur fimmtudag 5.10. kl.16:15 í Héraðsbókasafninu Hvolsvelli. 
    10. Útskurður, föstudag. 6.10. kl.13:30. í smíðastofu Hvolsskóla.
  9. Samþ. að halda næsta stj.fund þann 16.10. kl.13:00.
  10. Önnur mál. Samþ. að Sigurlín Sigurðardóttir verði spilastjóri á Hvolsvelli.

    Fleira ekki gert og formaður sleit fundi. 

231. Stjórnarfundur í FEBRANG haldinn þann 18.9. 2023 kl. 13:00 í fundarherbergi Oddasóknar Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Vilborg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson og Einar G. Magnússon.

Þorsteinn Markússon boðaði forföll en Katrín Óskarsdóttir mætti ekki.

  1. Vilborg las fundargerð  231. stj.fundar FEBRANG frá 18.9.2023. Fundargerðin samþykkt.
  1. Hvað gerðist milli funda:
    Formaður og gjaldkeri hafa unnið við rekstaráætlanir fyrir árin 2023 og 2024.
  1. Unnið að undirbúningi á dagskrá félags og fræðslufundar 18.9.2023.
  1. Heilsueflandi Rangárþing 19.9.2023 kl.17-19 í Íþrótthúsinu Hellu. Samþ. að stjórn FEBRANG verði stödd þar. Stjórnin hafi með sér á fundinn lög félagsins, almennar upplýsingar um félagið, auglýsingar um vetrarstarfið og eyðublöð til skráningar í félagið.
  1. Farið yfir tilboð í árshátíð og jólahlaðborð félagsins.

Samþ. að taka tilboði Hellishóla í árshátíð. 

Samþ. að taka tilboði Landhótels í jólahlaðborð félagsins

Þarf að skoða dagsetningar beggja atburða betur. Rútur verða fyrir þá, sem þess óska. Félagið niðurgreiðir báða viðburði. Árshátíðin kostar 8.000 kr. og jólahlaðborðið 10.000 kr. Innifalið er matur og rúta.

  1. Samþ.að félagið stefni að leikhúsferð til að sjá Níu líf. Félagið mun niðurgreiða atburðinn. Leikhúsferðin kostar 11.000 kr. Innifalið er leikhúsmiði og rúta.  
  1. Kvöldvakan þann 5.10.2023 kl. 20:00.

Samþ. að Einar bóki Hvolinn.

Samþ. að skemmtinefnd sjái um skemmtun og Ásdís ætlar að vita hvort GG Diskó (Gunnar og Guðrún) geti tekið að sér að leika dansmúsikk.

  1. Samþ. að halda næsta stjórnarfund þann 25.9.2023 kl.13:00.
  1. Fleira ekki gert og fundi slitið.


230. Stjórnarfundur í FEBRANG haldinn þann 11.9. 2023 kl.12:00 í Menningarsalnum á Hellu

Mætt voru: Jón Ragnar Björnsson, Vilborg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson og Einar G. Magnússon. Þorsteinn Markússon boðaði forföll. Katrín Óskarsdóttir mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð öll velkomin.

  1. Vilborg las fundargerð 229 frá 4.9. 2023.Fundargerð samþykkt.
  2. Nefndir og leiðbeinendur komu á fundinn.
    1. Ferðanefnd. Svavar Hauksson gerði grein fyrir áætluðum ferðum félagsins árið 2024.
      Vorferð: Suðurstrandarvegur, Grindavík, Reykjanes og Garðskagi.
      Júlíferð: 3 dagar Snæfellsnes með gistingu í Miðhrauni.
      Haustferð: Mýrdalur, Þakgil.
    2. Skemmtinefnd. Helstu viðburðir eru kvöldvaka, árshátíð og  jólahlaðborð. Skemmtinefnd mun sjá um skemmtiatriði á árshátíð.
    3.  Bókaklúbbsnefnd.Jóhanna Jensen sagði frá hvað bókaklúbbsnefndin hafði fyrir stafni í vor. Samþ.að halda áfram núna í haust og reyna að fá fleiri til að slást í hópinn.
    4. Útskurður. Hjálmar sagði frá starfinu og kvaðst reiðubúinn að halda áfram. Samið var um launakjör.
    5. Dansnefnd. Nefndin gerði grein fyrir starfinu og sagði að mikil ánægja hafi verið með dansinn. Samþ. að halda áfram á haustönn og Gunnar Marmundsson og Guðrún Óskarsdóttir munu halda fólki á réttu spori.
    6. Handverk. Leiðbeinendur eru reiðubúnir að halda áfram starfi. Þeim var gerð grein fyrir þeim breytingum sem stjórnin hefur ákveðið varðandi handverkið.

      Leiðbeinendum var boðin launahækkun í samræmi við breytingar á launavísitölu, en þær afþökkuðu. Gildir það um haustönn 2023 og vorönn 2024.
  3. Hringur:
    Eftirfarandi tillaga var samþykkt:
    Framlag til Hrings skal ákveðið hverju sinni af stjórn FEBRANG. Framlagið er greitt beint til Hrings í lok hverrar annar. Hringur sér alfarið um að gera upp við kórstjóra.

    Greiðsla FEBRANG til Hrings fyrir haustönn 2023 verði hin sama og greidd var á vorönn 2023 kr. 264.000.
  4. Félags- og fræðslufundur 18.9. 2023 kl.13:30.
    1. Kynning á starfsemi og þjónustu Félagsþjónustunnar. Aðalheiður Steinadóttir, deildarstjóri málaflokks aldraðra. 
    2. Kynnt hagræðing í rekstri FEBRANG
    3. Kynnt starf FEBRANG á haustönn.
  5. Farið yfir auglýsingu um vetrarstarf félagsins sem birt verður í næstu Búkollu.
  6. Samþ. að FEBRANG taki þátt í kynningu á vegum Heilsueflandi samfélags sem haldin verður í íþróttahúsinu á Hellu 19.9.2023 kl. 17 – 19.
  1. Tilboð í árshátíð og jólahlaðborð, mat og músíkk. Ólöf Sara er að vinna í málinu.
  2. Samþ. að halda næsta stj.fund þann 18.9.2023 kl.12:00.
  3. Önnur mál.
    Ólöf Sara Garðarsdóttir hefur samþykkt að starfa sem verktaki í 25% starfi frá næstu áramótum.

Formaður sleit fundi.

229. Fundargerð fundar í stjórn FEBRANG haldinn þann 4.9. 2023 kl.12:00 í fundarherbergi Oddasóknar Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon, Ásdís Ólafsdóttir og Svavar Hauksson. Einar G. Magnússon og Vilborg Gísladóttir boðuðu forföll. 

Katrín Óskarsdóttir mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Þorsteinn las fundargerð 228. stjórnarfundar FEBRANG frá 21.8.2023. Fundargerðin samþykkt.
  2. Farið yfir rekstraráætlun FEBRANG fyrir árið 2023.
  3. Farið yfir rekstraráætlun FEBRANG fyrir árið 2024.
  4. Rætt um hagræðingar í rekstri FEBRANG.
  5. Félagsfundur 18.9.2023 kl.13:30.
    1. Starfsemi og þjónusta Félagsþjónustunnar.
    2. Hagræðingaraðgerðir stjórnar kynntar.
    3. Farið yfir starfið á haustönn.
  6. Farið yfir auglýsingu um hauststarfið.
    Samþ. að birta hana í Búkollu þann 11.9.2023.
  7. Samþ. að boða nefndafólk og leiðbeinendur á stjórnarfund 11.9.2023.
  8. Farið yfir ferðir næsta árs hjá félaginu.
  9. Tölvukennsla, málinu frestað.
  10. Samstarf við skóla, málinu frestað.
  11. Tilboð í árshátíð og jólahlaðborð, mat og músík. Samþ. að fá Ólöfu Söru til að afla tilboða.
  12. Borist hefur ósk frá LEB um rýni á nýjum lífsviðburði á Ísland.is. og að fólk komi með hugmyndir og athugasemdir.
  13. Farið yfir viðburðadagatalið.
  14. Samþ. að halda næsta stjórnarfund þann 11.9.2023 kl.12:00.

                                  Fleira ekki gert og formaður sleit fundi. 

              

228. Stjórnarfundur í FEBRANG haldinn þann 21. 8. 2023 kl.13:00 í fundarherbergi Oddasóknar Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Vilborg Gísladóttir, Svavar Hauksson,  Ásdís Ólafsdóttir, Einar G. Magnússon og Þorsteinn Markússon.

Katrín Óskarsdóttir mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomna.

  1. Svavar las fundargerð stj.fundar 227 frá 2.6. 2023 og var hún samþykkt.
  1. Hvað gerðist milli funda.
    1.  Ferðin í Borgarfjörð tókst vel. þátttakendur voru 37.
    2. Jónsmessuhátíð og afmælishátíð tókust báðar mjög vel.
      Stórt þakklæti til Einingar og Einingar.
    3.  Því miður varð að fella niður ferð um Vestfirði vegna lítillar þátttöku.
    4.  Ferðin um Rangárvallaafrétt tókst vel. 62 tóku þátt í ferðinni.
    5. Unnið að rekstrar- og hagræðingaráformum.
    6. Í sundleikfimi tóku 31 þátt.
    7. Bókhald er fært til 1. ágúst.
  2. Ræddar breytingar og hagræðing í rekstri FEBRANG.
    1. Gjald fyrir þátttöku í handverki.
    2. Verðlagning söluvara í handverki.
    3. Gjald fyrir þátttöku í útskurði.
  3. Rekstraráætlun 2024.
    Rædd var og farið yfir rekstraraáætlun FEBRANG fyrir árið 2024.
  4. Félagsfundur 18.9.2023 kl.14:00, rædd dagskrá fundarins.
    1. Erindi um félagsþjónustina. 
    2. Farið yfir starfið á haustönn og hagræðingu á starfsemi.
  1. Samþykkt vörutalning á handverksmunum þann 19.9.2023.
  2. Samþykkt að fella útaf félagaskrá þá félaga sem ekki hafa greitt árgjald.
  3. Rædd styrkbeiðni FEBRANG til Héraðsnefndar.
  4. Samþ. að auglýsa hauststarfið í Búkollu þann 11.9. 2023.
  5. Haldinn verður Zoom fundur um átakið Bjartur lífstíll 22.8. 2023 með fulltrúum sveitasrjórna RY og REY.
  6. Farið yfir viðburðadagatal FEBRANG.
  7. Samþ.að halda næsta stj.fund þann 4.9. 2023 kl.12:00.
  8. Önnur mál engin.

Formaður sleit löngum og ströngum fundi og þakkaði fyrir góðan fund.

227. stjórnarfundur í Félagi eldri borgara í Rangárþingi  haldinn þann 2.6.2023  kl. 13:00 í Bogatúni 13 á Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson og Vilborg Gísladóttir.

Forföll boðuðu Einar G. Magnússon og Katrín Óskarsdóttir.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Ásdís las fundargerð stj.fundar 226 frá 15.6.2023.

Fundargerðin samþykkt.

  1. Farið var yfir bókanir í Vestfjarðaferðina í júlí n.k.

Í ljós kom að því miður yrði að fella ferðina niður vegna ónógrar þátttöku.

  1. Í Borgarfjarðarferðina eru 37 bókaðir.
  1. Rætt var um Jónsmessuhátíðina og undirbúning hennar.
  1. Rekstraráætlun FEBRANG á haustönn og ársins 2024.

Formaður og gjaldkeri munu vinna að áætluninni.

  1. Önnur mál engin.
  1. Næsti stjórnarfundur skal boðaður með dagsskrá.

Formaður þakkaði stjórn góðan fund og sleit honum.

 226. stjórnarfundur í Félagi eldri borgara í Rangárþingi haldinn þann 15.5.2023 í fundarherbergi Oddasóknar á Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon, Ásdís Ólafsdóttir og Svavar Hauksson. Forföll boðuðu Einar G. Magnússon, Katrín Óskarsdóttir og Vilborg Gísladóttir.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Þorsteinn las fundargerð 225 frá 8.5.2023 og var hún samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda?.
    1.  Fulltrúar FEBRANG á landsfundi lýstu yfir mikilli ánægju með fundinn. Fundurinn var málefnalegur og mikil samstaða með hvað gera skal. Samþ. voru 2 ályktanir um kjaramál og húsnæðismál.
    2. Samþ. að auglýsa pútt og leikfimi á Facebook og með tölvupósti.
    3. Rætt um sögusagnir og hvernig bregðast má við þeim. Fólk sem heyrir slíkar sögur er hvatt til að snúa sér til stjórnar FEBRANG til að fá réttar upplýsingar.
  3. Á fundinn komu skólastjórarnir þrír. Formaður bauð þau velkomin og þakkaði þeim aðstoðina á síðastliðnum vetri. Því miður var þátttaka lítil í tölvukennslu.

    Samþ. framhald á samvinnu við skólana, til dæmis að eldri borgarar heimsæki skólana og lesi fyrir börnin eða segi þeim sögur. Samþ. að vera á Hvolsvelli 2 sinnum á haustönn, á miðönn 2 sinnum á Hellu og 2 sinnum á vorönn á Laugalandi.
  4. Á fundinn kom Hjálmar Ólafsson. Hann sagði að útskurðurinn hafi tekist vel í vetur og að aðsókn hafi aukist eftir páska. Hann kvaðst reiðubúinn að halda áfram. Samþ. að byrja 22.9.2023.
  5. Jónsmessu og afmælishátíð.
    1. Farið yfir dagskrá hátíðarinnar. Skemmtinefnd mun sjá um skemmtiatriði. Grétar Geirsson mun mæta með harmonikuna. Formanni og ritara falið að taka saman brot úr sögu félagsins.
    2. Samþ. að miðaverð verði kr. 7.000.
    3. Samþ. að auglýsa hátíðina í Búkollu þann 1.6.2023.

  6. Gott að eldast.
    Á landsfundi var skýrt frá að á döfinni sé tilraunaverkefni sem snýr að samþættingu á félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu.

    Samþ. að vinna að því að Rangárþing taki þátt í verkefninu. Til þess þarf að fá samþykki sveitarstjórna eða Héraðsnefndar.
  7. Samþ. að leita eftir fólki til að bera út blað LEB á Hellu og Hvolsvelli.
  8. Afsláttarbók og afsláttarapp. Kenna þarf félögum FEBRANG á appið.
    Samþ. að ræða við Örnu Þöll um aðstoð við það verkefni.
    Dreifa þarf afsláttarbókinni um leið og LEB blaðinu.
  9.  Athuga hvort skuli setja upplýsingar á vefsíðu FEBRANG á erlendu tungumáli.
  10.  Póstur frá Þórunni.
    Félaginu hefur borist tölvupóstur frá Þórunni Ragnarsdóttur fyrrverandi framkvæmdastjóra með lista yfir samkomur og ferðir félagsins á því tímabili sem hún var framkvæmdastjóri.
  11. Farið var yfir viðburðadagatalið.
  12. Samþ. að boða næsta stj.fund með dagskrá.

13. Önnur mál.

Samþ. voru siðareglur á landsfundi. Ath. með að fá þær frá LEB.

Spilastjóra vantar á Hvolsvelli. Ásdís tekur að sér að finna spilastjóra.


Rætt var um greiðslur FEBRANG og Hrings til kórstjóra Hrings.

Samþykkt að málið verði skoðað.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

225. Stjórnarfundur FEBRANG haldinn í fundarherbergi Oddasóknar þann 8.5. 2023 kl.12:00 

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson og Vilborg Gísladóttir. 

Einar Magnússon boðaði forföll og Katrín Óskarsdóttir mætti ekki. Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin. 

1. Ásdís las fundargerð 224 frá 17.4.2023. Fundargerð samþykkt. 

2. Frá Ferðanefnd. 

2.1. 30 hafa bókað sig í Borgarfjarðarferðina. 

2.2. Eftirfarandi áætlun um ferðir 2024 samþykkt: 

Vorferð: Suðurstrandarvegur. 

Sumarferð: Snæfellsnes. 

Haustferð: Mýrdalur, Þakgil. 

3. Fundur með leiðbeinendum í Handverki. 

Starfið gekk vel, einnig gekk handverkssýningin mjög vel. 

Formaður skýrði frá því að kostnaður við handverkið hafi verið rúmlega þriðjungur af framlagi Héraðsnefndar s.l. ár. 

Rætt fram og aftur um hvernig megi lækka kostnaðinn. Hvar er hægt að hagræða, án þess að skerða þjónustuna. Stjórnin skoðar málið áfram. 

4. Á fundinn komu 2 fulltrúar Öldungaráðs þau Halldóra Þorvarðardóttir og Jónas Jónsson. Halldóra kynnti regluverk um Öldungaráð sem sveitarstjórnir þurfa að staðfesta. 

5. Rætt um væntanlegan Landsfund LEB þann 9.5. Þrír fulltrúar á vegum FEBRANG sækja hann. 

6. Afsláttarbók og afsláttarapp. Málinu frestað. 

7. Samþ. að setja á vefsíðuna afmælisræðu Sigurðar Sigmundssonar á 100 ára afmæli Umf. Trausta. 

8. Vefsíðan. Málinu frestað. 

9. Samþ. að halda næsta stj.fund 15.5.2023 kl.12:00. 

9.1 Samþ.að boða skólastjórana á fundinn. 

9.2 Samþ. að boða Hjálmar Ólafsson á fundinn. 

10. Önnur mál engin. 

Formaður sleit fundi. 

224. stjórnarfundur FEBRANG 17.4. 2023 kl.13:30 í fundarherbergi Oddasóknar Hellu 

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Vilborg Gísladóttir, Svavar Hauksson og Einar G. Magnússon. Þorsteinn Markússon boðaði forföll. Katrín Óskarsdóttir mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Vilborg las fundargerð 223 frá 27.3. 2023. Fundargerðin samþykkt.
  1. Hvað gerðist milli funda.
    1. Eldri félagsgjöld.
      Samþykkt var að fella niður ógreidd félagsgjöld fyrri ára.
    2. Auglýsing í Búkollu.
      Samþykkt að auglýsa helstu viðburði í Búkollu vegna þess að einhver hluti félagsmanna er ekki með tölvu. 
    3. Samþykkt að leiðbeinendur í handverki verði þrír tvær síðustu vikurnar á vorönn og á handverkssýningunni.
    4. Kvöldvöku sem halda átti 19.4. frestað. 
  1. Farið yfir rekstraráætlun 2023. Samþykkt að formaður og gjaldkeri endurskoði áætlunina með hliðsjón af breytingum í starfsmannahaldi.

  1. Bókhaldið. Formaður kynnti stöðu bókhaldsins sem er fært til 1.4.
  1. Handverk og útskurður. Rætt um þátttöku. Lagt fram eyðublað með könnun á þátttöku á haustönn.
  1. Drífa Nikulásdóttir verður leiðbeinandi í sundleikfimi bæði á Hellu og Hvolsvelli. Samþykkt var að þátttakendur greiði kr. 3.000 fyrir 12 skipti.
  1. Rætt var um greiðsluþátttöku félagsmanna í verkefnum félagsins og niðurgreiðslur, sem eru mismiklar milli einstakra verkefna. Málið verður skoðað nánar með það að markmiði að verkefni njóti svipaðra niðurgreiðslna hlutfallslega.  
  1. Skapandi skrif og leiklistarhópur á kvöldvöku.
    Rætt um að halda upplestrarkvöld eða kvöldvöku sem m.a. leiklistahópurinn taki þátt. Samþ. að fela skemmtinefnd málið.

  1. Afsláttarbók og afsláttarapp. Afsláttarbók hefur verið prentuð og verður afhent á landsfundi LEB. Afsláttarappið er komið í gang. Nauðsynlegt er að kenna félagsmönnum á það.

  1. Rætt um félagsskírteini og kynningu á starfsemi félagsins fyrir nýja félaga. Verður skoðað áfram.
  1. Rætt um vefsíðu FEBRANG. Samþ. að endurskoða útlitið og auðvelda aðgengið á síðunni.
  1. Farið yfir viðburðadagatalið. Samþ. að senda SMS til félaganna varðandi handverkssýninguna og ferðir félagsins.
  1. Samþ að halda næsta stj.fund þann 8.5. 2023 kl.12:00.

Samþ. að boða skólastjórana 8.5.2023 kl.12:30.

Samþ. að boða leiðbeinendur 8.5.2023 kl: 13:00.

Samþ. að boða Öldungaráð 8.5.2023 kl:13:30.

  1. Önnur mál engin.

     Formaður sleit fundi og þakkað öllum fundarsetuna.

223. stjórnarfundur  FEBRANG haldinn 27.3. 2023 kl.13:30 í fundarherbergi Oddasóknar á Hellu

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Þorsteinn Markússon, Svavar Hauksson, Einar G. Magnússon, Ásdís Ólafsdóttir og Vilborg Gísladóttir.

Katrín Óskarsdóttir mætti ekki.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Vilborg las fundargerð 222 frá 13.3. 2023.

Fundargerðin samþykkkt.

  1. Hvað gerðist milli funda.
    1. Góugleðin tókst mjög vel. Mættir voru 33.
    2. Í dansinn mættu 24. Í fyrsta skipti mættu 17.
    3. Félagsgjöld eru komin í heimabanka félagsmanna með gjalddaga 5.4. og eindaga 5.5. 2023. Gjaldkeri hafði samband við nokkra félaga vegna ógreiddra eldri félagsgjalda.
    4. Hjólavagn í handverki er kominn í notkun.
  2. Borin var saman rekstraráætlun fyrir árið 2022 og reikningar félagsins fyrir árið 2022. Taprekstur ársins 2022 er kr.819.099 samkv. ársreikningi.
  3. Samþ. að fresta kvöldvöku 5.4.2023 til 19.4.2023.
  4. Samþ.að efna til skoðanakönnunar um þátttöku í handverki og útskurði.
  5. Farið var yfir ferðir sumarsins á vegum FEBRANG.
  6. Rætt um sundleikfimi, málinu frestað.
  7. Rætt um greiðslur fyrir viðvik, málinu frestað.
  8. Miðlun upplýsinga til félagsmanna FEBRANG.
    1. SMS í síma er ódýr leið til að koma skilaboðum til félagsmanna. Símanúmer eru í félagatali FEBRANG.
    2. Hópsendingar með tölvupósti eru líka ódýr leið, en enn vantar netföng margra félagsmanna í félagatalið.
    3. Facebook er notuð til að koma upplýsingum á framfæri, en ekki eru allir á Facebook.
    4. Sama á við um vefsíðuna febrang.net, ekki allir hafa tölvu.
    5. Auglýsingar í fjölmiðlum eru dýrar og var samþykkt að draga úr þeim.
  9. Afsláttarbók LEB er komin út á netinu. Afsláttarappið kemur út bráðlega.
  10. Félagsskírteini og fræðsla til nýrra félaga. Málinu frestað.
  11. Efni vantar á heimasíðu félagsins.
    Samþ. að stjórnarmenn finni efni á síðuna.
  12. Farið var yfir viðburðadagatal félagsins.
  13. Samþ. að halda næsta stjórnarfund þann 17.4.2023 kl.13:30.
  14. Önnur mál.
    Samþ. að kanna hvað Grétar tekur fyrir að spila á kvöldvöku
    sem haldin verður þann 19.4.2023.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

     

222. stjórnarfundur FEBRANG í fundarsal Oddasóknar 13.03. 2023 kl 13

Mætt voru: Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Einar Grétar Magnússon, Ásdís Ólafsdóttir, Þorsteinn Markússon og Vilborg Gísladóttir. Katrín Óskarsdóttir boðaði forföll.

Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.

  1. Svavar las fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt.
  2. Hvað gerðist milli funda.
    1. Aðalfundur FEBRANG  var haldinn í Hvoli 2. mars s.l. og tókst vel. 53 voru mætt.
    2. Formannafundur LEB 27. 2. 2023, var stað- og fjarfundur. Á fundinum voru yfir 30 formenn aðildarfélaga.
      Fundur kjaranefndar var 10. 3. 2023 (fjarfundur) Báðir fundirnir fjölluðu um kjör eldri borgara og kjaramálaályktun sem lögð verður fyrir landsfund LEB.
    3. Mál Gráa hersins er komið til Mannréttindadómstólsins.
    4. Dansað var 25.2. s.l. í Menningarsal Oddasóknar. Vel var mætt,  góð músik  og góð tilsögn Gunnars Marmundssonar og Guðrúnar Óskarsdóttur. Skemmtileg samkoma.
  1. Ólöf Sara Garðarsdóttir hefur verið ráðin verktaki í Handverki í vetur og ferðum  sumarsins. Hennar vinna lofar góðu.
  2. Félagsgjöld.
    1. Ógreidd árgjöld fyrri ára. Ákveðið var að fella niður ógreidd gjöld frá 2020 og 2021 en innheimta ógreidd frá árinu 2022. Gjaldkeri mun annast innheimtu.
    2. Árgjald vegna 2023 er 3000 kr. Landsbankinn tekur 115 kr. í innheimtugjald, sem leggst við árgjaldið.
    3. Gjalddagi ákveðin 5. apríl n.k., eindagi 5. maí n.k.
  3. Rætt um birgðir í handverkinu og bókhald.
  4. Ferðamál.
    1. Í fundargerð ferðanefndar koma fram tilboð frá þremur rútufyrirtækjum af sex sem óskað var tilboða frá. Lægsta tilboðið kom frá Þ.Á. 
    2. Ferðanefnd og Ólöf Sara hafa skipulagt og kostnaðarreiknað ferðirnar þrjár á vegum félagsins. Svavari og Jóni Ragnari falið að gera tillögur til stjórnar um verðlagningu þeirra.
    3. Samþykkt var að drykkjarföng verði á boðstólum í öllum ferðunum.
  5. Góugleði 16.3. 2023.
    1. 33 hafa greitt fyrir þátttöku.
    2. Veislustjóri verður Vilborg Gísladóttir.
    3. Skemmtinefndin hefur undirbúið skemmtiatriði.
    4. Harmonikufélagið leikur fyrir dansi í lokin.
  6. Kjarabarátta eldri borgara og undirbúningur fyrir Landsfund LEB. Jón Ragnar las  drög að stefnumörkun og kynnti þau. Hann bað stjórnarmenn að skoða vel og koma með góðar hugmyndir um betrumbætur
  7. Kvöldvaka verður 5. apríl n.k.. Rætt um hugmyndir að dagskrá.
  8. Skapandi skrif með leiðsögn Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur hefst 24.3. 2023 kl.13.30.
  9. Farið yfir viðburðadagatalið.
  10. Næsti fundur verður 27.3. 2023 kl 13.30.
  11. Önnur mál.   Á næsta fundi: Greiðslur fyrir viðvik.


Fleira ekki gert, formaður sleit fundi.

221. stjórnarfundur FEBRANG haldinn 2.3. 2023 kl. 15:00 í Hvolnum á Hvolsvelli 

Formaður setti fund og bauð alla viðstadda velkomna, sérstaklega nýkjörinn aðalmann í stjórn Einar G. Magnússon.

Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Þorsteinn  Markússon, Vilborg Gísladóttir, Einar G. Magnússon og Svavar Hauksson. Katrín Óskarsdóttir boðaði forföll.

  1. Stjórnin skipti með sér verkum.
    1. Ásdís Ólafsdóttir varaformaður.
    2. Einar G. Magnússon gjaldkeri.
    3. Svavar Hauksson ritari.
    4. Þorsteinn Markússon meðstjórnandi.

Vilborg Gísladóttir og Katrín Óskarsdóttir varamenn.

  1. Skipan í nefndir.
    1. Ferðanefnd: Svavar Hauksson, formaður, Svavar Ólafsson og Anna Björgvinsdóttir. 
    2. Skemmtinefnd: Vilborg Gísladóttir, formaður, Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir og Ásgerður Sjöfn Guðmundsdóttir.
    3. Bókaklúbbsnefnd: Jóhanna Jensen og Klara Sæland.
    4. Spilanefnd Hellu: Jarþrúður Kolbrún Guðmundsdóttir og Guðbjörg Ísleifsdóttir.
    5. Spilanefnd Hvolsvelli: Sigurborg Þ. Óskarsdóttir og Katrín Björg Jónasdóttir.
    6. Dansnefnd: Ólafía Sveinsdóttir, formaður, Björg Jónsdóttir og Elín Jónsdóttir.
  1. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund þann 13.3.2023 kl.13:00.
  1. Stjórnin skrifaði undir samning við  verktaka vegna ferða félagsins.

                                Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.

Scroll to Top