Frjálslegur fíflagangur

Námskeið í framsögn, framkomu og gleði.

Viltu eiga auðveldara með að tjá þig í fjölmenni? Koma með fyrirspurn á fundum, halda smá ræðu, lesa upp, losna við hræðsluna við að mistakast? 

Á námskeiðinu eru þátttakendur aldrei beðnir um að gera neitt sem þeim hugnast ekki, enginn píndur til að standa upp og tala.

Notast er við alls konar leiki til að styrkja framsögn, framkomu, sjálfsmynd og segja skilið við óöryggið við að tjá sig.

En aðalatriðið er að það sé gaman hjá okkur og hlátur er stór hluti af þessu öllu saman. 

Sem sagt frjálslegur fíflagangur þar sem allir geta verið með.

Á föstudögum kl. 12:30 í stóra salnum í Hvolnum. Margrét Tryggvadóttir leiðbeinir.

Ókeypis námskeið. Skráðu þig hérna

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.
Hakaðu við það sem þú pantar
Scroll to Top