Handverk

Að skera út í tré er eitt af handverkinu sem unnið er í félaginu. Þessi vinna fer fram á föstudögum kl. 13:30 – 16:00 í smíðastofu Hvolsskóla á Hvolsvelli. Leiðbeinandi Hjálmar Ólafsson. 

Postulínsmálun og keramikvinna er líka handverk. Það er í Menningarsalnum á Hellu þriðjudaga og miðvikudaga kl. 13:00 – 16:00. Leiðbeinendur Brynja Bergsveinsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. 

Handverkið er mjög vel sótt. Það koma um það bil 25 konur sitt hvorn daginn alls staðar að úr sýslunni. Fyrir utan postulínsmálunina sem er mjög vinsæl er keramikmálunin einnig vinsæl, sérstaklega jólatrén sem eru af ýmsum stærðum og gerðum.

Boðið er upp á glervinnu (tiffanis) t.d. lampa og glermyndir í glugga og margt fleira. Ýmislegt fleira er boðið upp á og sjón er sögu ríkari. Konur koma einnig með sína handavinnu og eiga góða stund við spjall og hlátrasköllin óma um salinn.

Handverkið byrjaði aðeins í september 2020 en vegna COVID-19 var gert hlé en við leiðbeinendur erum tilbúnir að byrja á nýj ári um leið og þríeykið okkar (Alma-Víðir-Þórólfur) gefur grænt ljós varðandi fjöldatakmarkanir.

Handverkssýning er að vori og þá er einnig kaffisala til fjáröflunar. 

Scroll to Top