Þrjár galvaskar konur sáu um pútt okkar eldri á hinum frábæra Strandarvelli s.l. sumar, það voru Brynja Bergsveinsdóttir, Marta Arngrímsdóttir og Kristín Sigurðardóttir. Sjáið hvernig þær skutu veiruskrattanum ref fyrir rass, en þessi frásögn og myndir birtust á Facebook síðu félagsins fyrir skömmu:
„Ágætu púttarar á Strandarvelli. COVID-19 veiran setti mark sitt á púttið eins og annað t.d. byrjaði púttið mánuði seinna en vant er þ.e. 16. júní þannig að flokkakeppnin datt niður. Keppnin um púttmeistarann var í 10 vikur og þar af gilda 5 skifti. Þrjár vikur í september var leikin parakeppni. Mæting var góð í sumar og að meðaltali mættu 22 en skráðir einstaklingar voru 35. Þar sem árshátíðin fellur niður var farið með vinningana heim til vinningshafa og púttmeistarar 2020 eru:
1. sæti Guðfinna Helgadóttir með 180 skor
2. sæti Gunnar Marmundsson með 186 skor
3. sæti Kristín Sigurðardóttir með 188 skor
Kæru vinir bestu þakkir fyrir samveruna og hlýhug í minn garð kveðja Brynja.“



