Tölvupóstur frá Landsambandi eldri borgara, LEB:
Góðan dag,
Nýverið gaf Landssamband eldri borgara út leiðbeiningabæklinginn „Við andlát maka“ sem ætlaður er aðstandendum og þá aðallega eldra fólki. Landsambandið vill með þessu hjálpa fólki við erfiðar og tilfinningaríkar aðstæður til að létta þá ferla sem fara í gang við andlát maka.
Aðstandendur standa ráðalausir uppi eftir ástvinamissi og það kemur gjarnan á óvart hversu mikið umstang fylgir andláti. Hvert á að snúa sér og hvernig til að átta sig á réttindum og skyldum sem upp koma við andlát? Guðrún Ágústsdóttir, sem hefur verið ráðgjafi hjá LEB, tók þetta mikilvæga verkefni að sér. Hún aflaði margvíslegra upplýsinga fyrir eftirlifandi maka um hvað beri að gera og hvernig beri að fara í gegnum skjöl og ýmsan frágang gagnvart fjölmörgum aðilum.
Guðrún Ágústsdóttir skrifaði textann, Elsa S.Þorkelsdóttir lögfræðingur veitti lagalega ráðgjöf og Júlía Róbertsdóttir sá um grafíska hönnun.
Hægt er að nálgast bæklinginn ,,Við andlát maka“ rafrænt á PDF sniði á heimasíðu LEB, en við sendum hann líka til fólks sé þess óskað.
PDF skjalið: https://www.leb.is/utgafa-leb/vid-andlat-maka/
Hér er frétt um bæklinginn á heimasíðu LEB: https://www.leb.is/vid-andlat-maka/
Í morgun var tekið viðtal við Guðrúnu Ágústsdóttur um bæklinginn í þættinum ,,Mannlegi þáttturinn“ á Rás 1. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Annar þáttastjórnandinn minntist á að Guðrún hafi sagt að hægt væri að sækja bæklinginn á heilsugæslustöðvar, en Guðrún leiðréttir það og segir að hægt sé að nálgast bæklinginn hjá Landssambandi eldri borgara. Hann er ekki aðgengilegur á heilsugæslustöðvum eins og er.
Þessum upplýsingum hefur verið póstað á Facebook síðu LEB, ef þið viljið deila upplýsingunum þaðan inn á ykkar Facebook síður.
Bestu kveðjur,
Steinunn
Steinunn Valdimarsdóttir
Verkefnastjóri
LEB – Landssamband eldri borgara
Ármúli 6 | 108 Reykjavík | S: 5677111
leb@leb.is | www.leb.is