
Systur þrjár bjuggu saman í tveggja hæða húsi með svefnherbergjum og baði á efri hæð. Þær voru nokkuð við aldur og vissar um að „ég“ er ekki rugluð bara hinar tvær.
Það var komið að þorrablóti og þá þurfti að skvera sér í bað. „Þú byrjar” sagði sú yngsta við elstu systurina. Eftir smá stund var kallað. „Hvort var ég að fara ofan í eða koma uppúr” „Ég skal koma og gá” sagði sú í miðjunni. Sú yngsta bankaði í borðið „Vonandi verð ég aldrei svona rugluð” sagði hún við sjálfa sig „ég skal koma og hjálpa ykkur þegar ég er búin að gá hver var að banka”