Við höfðum samband við heilbrigðisráðuneytið og lögregluna á Suðurlandi
- Fundarfólk skal sitja meðan á fundinum stendur og ekki andspænis hvort öðru. Sætin eru núeruð. Fjarlægð milli ótengdra gesta a.m.k. 1 metri.
- Fundarfólk fær eyðublað við komuna. Beðið um að fylla það út (nafn, sætisnúmer, kennitala, sími). Blaðið sett í kassann við útganginn eftir fund.
- Fundarfólk noti andlitsgrímu.
- Því miður ekki heimilt að veita kaffi.
Tillögur stjórnar til aðalfundar
Tillaga um áhersluatriði eldra fólks í komandi Alþingiskosningum
Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG 2021 styður heils hugar og lýsir ánægju sinni yfir þeirri samstöðu sem er meðal félaga eldri borgara, stjórnar og Kjaranefndar LEB um „Áhersluatriði eldra fólks í komandi Alþingiskosningum“ og samþykkt var einróma á formannafundi LEB 13.3.2021. Áhersluatriðin fimm hafa verið gefin út á plaggi sem ber heitið „Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf“.
Tillaga um lækkun höfuðstóls FEBRANG
Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG 2021 samþykkir að heimila stjórn að lækka höfuðstól félagsins. Þeim fjármunum skal varið til góða fyrir félagsmenn t.d. með kostnaðarþátttöku í námskeiðum, fyrirlesurum, ferðum og öðru því sem stjórnin telur ástæðu til að styrkja í starfsemi félagsins.
Stjórnin skal gera grein fyrir ráðstöfun fjármunanna samhliða kynningu á ársreikningum félagsins.
Tillaga um fundargerðir
Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG 2021 samþykkir að fundargerðir séu á tölvutæku formi og varðveittar prentaðar í fundargerða möppu. Þær skulu undirritaðar af formanni og fundarritara og öll stjórnin skal skammstafa nöfn sín á allar blaðsíður fundargerðanna.
Fundargerðirnar skulu sendar stjórn til yfirlesturs og athugasemda fljótlega eftir stjórnarfundi. Stjórnin hefur tvo sólarhringa til að lagfæra og samþykkja texta þeirra. Að því búnu skulu þær settar á vefsíðu febrang.net og samþykktar formlega á næsta stjórnarfundi.
Tillaga um nefndir
Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG 2021 samþykkir að kjósa ekki nefndir að þessu sinni, aðrar en kjörnefnd og laganefnd þegar þörf þykir, en gerir ráð fyrir að stjórnin tilnefni í þær nefndir sem hún telur þörf á til að sinna sérhæfðum og afmörkuðum verkefnum og létta þannig á stjórn.