
Nú líður á sumar og hauststarf félagsins fer á fullt um miðjan september!
Stjórnin er að vinna að skipulagi haustannar og reiknar með að halda stjórnarfund mánudaginn 26. ágúst. Að honum loknum reiknum við með að geta greint ykkur frá því hvernig starfinu verður háttað.
Ef þú ert með hugmyndir eða tillögur varðandi starfið skaltu ekki hika við að koma þeim á framfæri við okkur. Hafðu samband við Jón Ragnar formann, sími 6990055 eða Dísu (Sigdísi), sími 8677576.