
Undanfarið hafa sjö manneskjur setið í hring einu sinni í viku við borðstofuborð í Bogatúni á Hellu. Við erum undir verndarhendi Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur og höldum að við kunnum ekki neitt en undirniðri ætlum við að slá í gegn! Hún er að kynna okkur skapandi skrif. Harpa Rún er hvetjandi, jákvæð, glöð og brosmild. Hún segir að allt sé leyfilegt og ekkert asnalegt. Hún lætur okkur færa ævintýri til nútímans, velja ljóð og yrkja andsvar við því, skrifa stutta sögu sanna eða skáldaða. Að lokum skrifum við glæpasögu sem er að mestu lygi en sannleikurinn verður að koma í ljós í lokin, alveg eins og í framhaldsþáttunum í sjónvarpinu.
Takk Harpa Rún og þið hin við borðstofuborðið. Ég mæli með svona ævintýri. Harpa Rún fékk okkur til að gera ótrúlega hluti.
Hefur þú ekki áhuga á að vera með, ef við tökum upp þráðinn í haust?
Fyrir hönd hópsins skáld á framabraut
Ásdís Ólafsdóttir