Kæru félagar
Stjórn Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu hefur unnið að því undanfarið að setja upp vefsíðu fyrir félagið.
Nú viljum við óska eftir aðstoð ykkar við að afla efnis á síðuna.
Þetta gætu verið frásagnir/örsögur um eitthvað sem tengist félaginu, t.d. atvik sem upp hafa komið í okkar mörgu ferðum eða samkomum.
Einnig eru styttri brandarar vel þegnir – jafnvel um okkur eldri borgara.
Á vefsíðunni er vísnahorn og eru þar af leiðandi vísur vel þegnar. Æskilegt er að fram komi höfundur vísunnar og ástæðan fyrir tilurð hennar. Einnig eru hugleiðingar ykkar um félagið og starfsemi þess vel þegnar.
Þá væri mjög ánægjulegt að fá myndir frá ykkur, það eru áreiðanlega til margar myndir sem þið hafið tekið í sambandi við hina ýmsu starfsemi félagsins á undanförnum árum. Vinsamlegast komið þessu til Jóns Ragnars Björnssonar helst á tölvutæku formi á netfang febrang2020@gmail.com. Ef það gengur ekki þá verða einhver ráð með að bjarga því.
Með von um góðar undirtektir og kveðju frá Vefsíðunefnd FEBRANG.