Mikilvægt að eldri borgarar standi saman

Stjórn FEBRANG sendi Landsambandi eldri borgara þetta bréf:

Hellu 28.4.2021

Til stjórnar og Kjaranefndar LEB

Stjórn Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG tók þátt í rafrænum formannafundi LEB 13.3.2021. Á þeim fundi voru samþykkt einróma „Áhersluatriði eldra fólks í komandi Alþingiskosningum“. Stjórn FEBRANG studdi samþykktina og gerði tillögu til Kjaranefndar LEB um kynningu á samþykktinni í minnisblaði sem heitir „Miðlun „áhersluatriða“ í málefnum eldri borgara“, dags 6.4.2021. Minnisblaðið fylgir hér með.

Stjórn FEBRANG telur afar mikilvægt að eldri borgarar standi saman að kröfugerð til stjórnvalda og tali einum rómi. Stjórnvöld hafa kvartað yfir ósamræmi í kröfugerð okkar þannig að erfitt sé að vita hvað við viljum. Nú bregður svo við að meiri hluti aðildarfélaga LEB, Kjaranefnd og stjórn LEB eru sammála um kröfugerð fyrir komandi Alþingiskosningar. 

Okkur þykir miður að nefnd í félagi okkar sem kölluð er Kjararáð óskar nú eftir að leggja fyrir landsfund LEB 2021 eftirfarandi tillögu: 

„Landsfundur LEB haldinn á Selfossi 26. maí 2021 samþykkir að stjórn LEB skoði möguleika á framboði eldra fólks til alþingis 2021, verði engar lagfæringar gerðar á lögum á þessu þingi, s.s. um afnám skerðingar á greiðslum almannatrygginga (TR) til eldri borgara vegna atvinnutekna umfram kr. 100.000.- og að 45% skerðingarprósenta á greiðslum TR lækki verulega vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum og af fjármagnstekjum umfram kr. 25.000.-á mánuði“. 

Kjararáði FEBRANG var vel kunnugt um samþykkt formannafundar LEB (og stjórnar FEBRANG) áður en tillaga þessi kom fram. Við teljum að tillaga Kjararáðs sé ekki til annars en að skapa upplýsingaóreiðu í kjarabaráttunni, enda meiri hluti aðildarfélaga búin að samþykkja sameiginlega stefnu. 

Stjórn Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG

Jón Ragnar Björnsson Þórunn Ragnarsdóttir Sigrún Ólafsdóttir

            (sign)                             (sign)                      (sign) 

                         Svavar Hauksson Þorsteinn Markússon
                  (sign)                        (sign) 

                                     Ásdís Ólafsdóttir Vilborg Gísladóttir 
                                              (sign)                   (sign)

Scroll to Top