Málstofa á vegum Félagsráðgjafardeildar HÍ, Félagsráðgjafafélags Íslands og RBF
Verulegar breytingar eru að verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar sem og annarra þjóða. Bætt lífskjör og hækkandi lífaldur og lækkandi fæðingartíðni þýðir að endurmeta þarf stefnumið og áherslur í félags- og heilbrigðisþjónustu við eldra fólk.
Nýir hópar, ný viðhorf, ný tækni og samfélagsþróun knýja á um nýjar lausnir til að þróa og endurbæta velferðarkerfi samfélagsins almennt. Sú þróun þarf að byggja á trausti og vilja til að þróa og endurbæta það sem fyrir er og sækja fram með nýsköpun og endurnýjun.
Til að hefja vinnu við að móta nýja stefnu til framtíðar, ákvað heilbrigðisráðherra að láta vinna drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða þar sem litið væri til heildarskipulags, samstarfs heilbrigðis og félagslegrar þjónustu og nýrra áskorana til framtíðar litið.
Á málstofunni verður fjallað um drögin að stefnunni ásamt tillögum um 31 markmið og 113 aðgerðir.
Hvenær: 18. nóvember 202112:00 til 13:00 | Hvar: Í streymi á Zoom. Hér er hlekkur á streymi |