Magga, formaður Samherja í Mýrdal

„Aldur er algjörlega bara tala“ segir Magga. ,,Það eru heilmikil forréttindi að fá að eldast og vera eldri borgari, en þá finnur maður hvað heilsan er mikilvægur þáttur í því að geta notið efri áranna. Hreyfing og mataræði skipta miklu máli, ég sjálf fer mikið í stafgöngu og sund er í miklu uppáhaldi. Á tímum sem þessum sér maður hvað það er mikilvægt fyrir fólk á okkar aldri að geta bjargað sér í netheimum, bæði hvað varðar samskipti við vini og fjölskyldu og ekki hvað síst að kunna að nýta sér ýmsa þjónustu og sækja sér upplýsingar. Sú þekking veitir manni meira sjálfstæði og aukið sjálfstraust í að bjarga sér sjálfur“. Lestu allt viðtalið við nágranna okkar í austri.

Scroll to Top