Jónsmessuhátíð, félagsfundur um Strandir og sundleikfimi!

Jónsmessuhátíð Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG

Við fögnum sumri, fögnum því að pestin er á undanhaldi og við eldri komin með bólusetningu!

Fimmtudaginn 24. júní fögnum við á Goðalandi í Fljótshlíð. Hittumst kl. 18, grillum og borðum veislumat. Hin geðþekka Skemmtinefnd FEBRANG töfrar fram skemmtiatriði og Vinir Jenna standa fyrir fjöldasöng og dansi. 

Verð kr. 3.500. Greiðið á reikning 0182-26-1424, kt. 670493-2109 fyrir 20. júní. Greiðsla er staðfesting á þátttöku (Óþarft að hringja til að panta. Við pöntum matvælin 20.6., þá þarf þátttaka að liggja fyrir).

Vatn er í boði hússins, þið takið með ykkur aðra drykki. 

Nánari upplýsingar hjá Þórunni, sími 892 5923 og Jóni Ragnari, sími 699 0055. 

______________________________________________________

Almennur félagsfundur um Strandir

Í tilefni af ferð félagsins norður á Strandir hefur Bókaklúbbur FEBRANG fengið Hrafn Jökulsson til að lesa úr bókinni sinni „Þar sem vegurinn endar“ en hún fjallar um lífið á Ströndum og hann verður með bækur til sölu. Í Menningarsalnum á Hellu mánudaginn 21. júní kl. 15.

Allir félagsmenn FEBRANG velkomnir, þótt þeir fari ekki í Strandaferðina!

______________________________________________________


Sundleikfimi

Sundleikfimi verður á Hellu og á Hvolsvelli tvisvar í viku í tólf skipti alls.

Á Hellu þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9. Byrjar 24.6. Leiðbeinandi er Eydís Hrönn Tómasdóttir.

Á Hvolsvelli miðvikudaga og föstudaga kl. 10 í júní og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10 í júlí. Byrjar 16. júní. Leiðbeinandi er Anna Rún Einarsdóttir.

Sumarkveðjur!

Stjórn Félags eldri borgara – FEBRANG

Scroll to Top