Jákvæður það jafnan lít

Árni Ormsson er á besta aldri. Hann er fæddur 1940, býr í Borgarnesi og auk þess að vera góður smiður er hann góður hagyrðingur. Hér eru tvö nýleg sýnishorn:

Sem gamalmenni gjarnan fer á göngu,
giskaði því á það, fyrir löngu,
að gæfa þá sé,
að ganga með tré,
og geta veifað réttu, eða röngu….

Jákvæður það jafnan lít
jafnvel við það laginn,
að láta aldrei skark og skít
skemma fyrir daginn……

Scroll to Top