Hvað gera Danir nú?

Nicolai Wammen fjármálaráðherra Dana segir að stjórnvöld muni aðstoða lífeyrisþega sem verða fyrir barðinu á verðbólgu og ört hækkandi verðlagi.

Eftir páska mun danska ríkisstjórnin koma með tillögu sem miðar sérstaklega að því að aðstoða lífeyrisþega fjárhagslega. Verðbólga hefur mælst 5,4 prósent undanfarið ár og er það mesta verðbólga í yfir 35 ár. Það er vilji ríkisstjórnarinnar að aðstoða lífeyrisþega við þessar aðstæður.

Scroll to Top