
„Megináherslan hér á landi hefur verið lögð á það að efla upplýsinga- og tæknilæsi barna og ungmenna. Erlendar rannsóknir hafa þó sýnt að fólk 65 ára og eldra er líklegast til að deila falsfréttum á samfélagsmiðlum. Hætta er á að notendur samfélagsmiðla festist í vítahring þar sem margvíslegum upplýsingum um notendur miðlanna er safnað og sérsniðnum falsfréttum og áróðri beint að þeim“.
Svo segir í tillögu til þingsályktunar um upplýsingaóreiðu. Hér getur þú lesið tillöguna.