Á mbl.is er frétt um Gráa herinn:
Hæstiréttur mun taka fyrir mál Gráa hersins, baráttuhópi eldra fólks um lífeyrismál, á hendur Tryggingastofnunar ríkisins og íslenska ríkisins vegna skerðingar í almannatryggingarkerfinu.
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði stefndu að fullu á síðasta ári. Hefur málunum nú verið áfrýjað beint til Hæstaréttar án viðkomu í Landsrétti.
Hæstaréttadómararnir Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen og Karl Axelsson standa að baki þessarar ákvörðunar.
Telja dómararnir að mál þetta hafi þýðingu fyrir rétt fjölda einstaklinga til greiðslu ellilífeyris og varðar mikla hagsmuni þeirra og ríkisjóðs.
Þá er jafnframt talið brýnt að fá niðurstöður Hæstaréttar með skjótum hætti en málið þar sem málið er fordæmisgefandi og hefur almenna þýðingu fyrir stjórnskipulegt gildi ákveðinna laga, að því er fram kemur á vef Hæstarétts.
Gefi heildstæða mynd af göllum almannatryggingakerfisins
Íslenska ríkið og Tryggingastofnun voru sýknuð að fullu í desember á síðast ári í málum þriggja félaga úr Gráa hernum sem voru höfðuð vegna skerðingar í almannatryggingakerfinu. Mál þeirra eru ólík en hópurinn telur þau gefa heildstæða mynd af göllum almannatryggingakerfisins.
Félagarnir höfðuð málin að beiðni og fyrir hönd samtakanna á hendur Tryggingastofnunar og íslenska ríkinu. Snúast þau um hvort að skerðingarnar standist ákvæði stjórnarskárnar, meðal annars eignaréttarákvæðið.
Eftir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var kveðin upp gáfu stefnendur upp að málinu yrði áfrýjað til Landsréttar. Nú liggur aftur á móti fyrir að svo verði ekki heldur mun málið fara beint fyrir Hæstarétt.