Hæstiréttur tekur fyrir mál Gráa hersins

Á mbl.is er frétt um Gráa herinn:

Hæstirétt­ur mun taka fyr­ir mál Gráa hers­ins, bar­áttu­hópi eldra fólks um líf­eyr­is­mál, á hend­ur Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins og ís­lenska rík­is­ins vegna skerðing­ar í al­manna­trygg­ing­ar­kerf­inu.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur sýknaði stefndu að fullu á síðasta ári. Hef­ur mál­un­um nú verið áfrýjað beint til Hæsta­rétt­ar án viðkomu í Lands­rétti.

Hæsta­rétta­dóm­ar­arn­ir Ása Ólafs­dótt­ir, Björg Thor­ar­en­sen og Karl Ax­els­son standa að baki þess­ar­ar ákvörðunar.

Telja dóm­ar­arn­ir að mál þetta hafi þýðingu fyr­ir rétt fjölda ein­stak­linga til greiðslu elli­líf­eyr­is og varðar mikla hags­muni þeirra og rík­i­s­jóðs.

Þá er jafn­framt talið brýnt að fá niður­stöður Hæsta­rétt­ar með skjót­um hætti en málið þar sem málið er for­dæm­is­gef­andi og hef­ur al­menna þýðingu fyr­ir stjórn­skipu­legt gildi ákveðinna laga, að því er fram kem­ur á vef Hæsta­rétts.

Gefi heild­stæða mynd af göll­um al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins

Íslenska ríkið og Trygg­inga­stofn­un voru sýknuð að fullu í des­em­ber á síðast ári í mál­um þriggja fé­laga úr Gráa hern­um sem voru höfðuð vegna skerðing­ar í al­manna­trygg­inga­kerf­inu. Mál þeirra eru ólík en hóp­ur­inn tel­ur þau gefa heild­stæða mynd af göll­um al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins.

Fé­lag­arn­ir höfðuð mál­in að beiðni og fyr­ir hönd sam­tak­anna á hend­ur Trygg­inga­stofn­un­ar og ís­lenska rík­inu. Snú­ast þau um hvort að skerðing­arn­ar stand­ist ákvæði stjórn­ar­skárn­ar, meðal ann­ars eigna­rétt­ar­á­kvæðið. 

Eft­ir að niðurstaða Héraðsdóms Reykja­vík­ur var kveðin upp gáfu stefn­end­ur upp að mál­inu yrði áfrýjað til Lands­rétt­ar. Nú ligg­ur aft­ur á móti fyr­ir að svo verði ekki held­ur mun málið fara beint fyr­ir Hæsta­rétt.

Scroll to Top