Sigurður Vigfússon á Brúnum gerði gátu vísu sem er svona:
Unnin þraut og grjótin grá
grimman föður átti sá
hengiflug fyrir húsfrú á
heimilið yst á fjöllum lá.
Ráðning gátunnar er þannig að í fyrstu línu er fólgið nafn hans, í annarri línu er nafn föður hans, í þriðju línu er nafn konu hans og í fjórðu línu er nafn bæjar hans.
Liggur þetta ekki í augum uppi??
Sigurður
Vigfússon
Björg
Brúnum.
Hvar eru athugasemdir frá ÞÉR?