Fskj 3. Guðrún Aradóttir

Það kom eins og blaut tuska framan í mig, þegar núverandi forysta félagsins kallaði mig á fund, til að tilkynna mér að þessi samningur væri ekki húsaleigusamningur, heldur eitthvað annað. 

Árið 2014 þá nýkjörin formaður félagslns, var ég beðin að koma á skrifstofu Fannbergs til Guðmundar Einarssonar, sem þá var gjaldkeri Héraðsnefndar, þar sem hann lagði fyrir mig húsaleigusamning milli félagsins og Oddasóknar, sem gilti frá sept. 2013. 

Ég las samninginn og sá ekkert athugavert við hann, taldi bara að þetta væri okkar hlutur í leigu á Menningarsalnum, eins og stendur í samningnum. Ég taldi sem sagt forveri minn í starfi formanns og stjórnin sem með honum var hefðu staðið að þessum samningi og gerði engar athugasemdir við það. Eftir að hafa lesið margar fundargerðir Héraðsnefndar frá þessum tíma og einnig fundargerðir Feb. Rang.hef ég ekkert fundið , sem bendir til að formlegur leigusamningur milli Feb. Rang.og Oddasóknar hafi verið gerður. Ég sá það hins vegar í fundargerð Feb.Rang. frá 2011 að það er staðfest að Rang.ytra og Ásahreppur greiða húsaleigu fyrir allt húsið. Um það vissi ég hins vegar ekki fyrr en núna þegar núverandi stjórn hóf viðræður við Héraðsnefnd, um breytt fyrirkomulag á styrkveitingu nefndarinnar til Feb. Rang. og einnig staðfesti Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rang. ytra og núverandi Héraðsnefndarmaður í bréfi til mín.að málum væri þannig háttað. En ég vil að það komi skýrt fram, að ég kom ekki nálægt að því að gera þennan samning. 

Svo er því slengt fram í minnisblaði á netið , að þessi samningur hafi kostað félagið 4.200.000, hvorki meira né minna. Ég get ekki skilið það öðru vísi en svo,að stjórnin telji að ég hafi haft þessa upphæð ,4,2 milj.króna af félaginu með þessari undirskrift minni. En það kom ekki fram að þessi 600.000 voru alltaf eyrnamerkt Oddasókn og innifalin í þeim styrk sem Héraðsnefnd greiddi Feb. Rang.á hverju ári, ásamt launum framkvæmdastjóra. 

Það er staðfest af Þorgils Torfa Jónssyni fyrrverandi oddvita Rang.ytra og þáverandi Héraðsnefndarmanni, að nefndin hefði samþykkt að greiða umrædda fjárhæð til Oddasóknar, til styrktar starfi í Menningarsalnum, en með þeim kvöðum að eldri borgarar fengju þá aðstöðu, sem félagið þyrfti. Hvers vegna þáverandi Héraðsnefnd kaus að gera það með þessum hætti, í gegn um Feb. Rang.hef ég ekki hugmynd um og hef ekki séð neitt um það skjalfest. Ég vil hinsvegar endurtaka það, að ég tel að félagið hafi ekki orðið fyrir neinum skaða vegna þessa samnings, vegna þess að hann var alltaf innifalinn í framlagi Héraðsnefndar til félagsins, ásamt launum framkvæmdastjóra. Þess vegna tel ég að allt þetta fjarðafok um málið, hafi verið óþarfi og valdið mörgum óþarfa leiðindum, sem sagt “stormur í vatnsglasi” 

Ég segi mig hér með frá þessu máli og tjái mig ekki um það meir. Ég vil hinsvegar þakka Héraðsnefnd Rangæinga fyrir þeirra ómetanlega framlag til starfssemi Feb.Rang.á umliðnum árum og vona að svo verði áfram. Ég vil einnig þakka sóknarnefnd Oddasóknar fyrir gott samstarf og liðlegheit í samskiftum þau ár, sem ég var í forsvari fyrir félagið. 

Ykkur öllum og Feb.Rang óska ég svo alls hins besta og bið ykkur vel að lifa“.

Scroll to Top