Framboð vegna stjórnarkjörs á Landsfundi LEB 2021

Landsfundur LEB – Landssambands eldri borgara verður væntanlega haldinn á Hótel Selfossi, miðvikudaginn 26. maí 2021, kl. 10:00.

Uppstillingarnefnd hefur hafið störf vegna stjórnarkjörs á landsfundinum 2021. Hún er þannig skipuð: Haukur Halldórsson formaður Akureyri, Stefanía Magnúsdóttir Garðabæ, Ómar Kristinsson Kópavogi, Sigurbjörg Gísladóttir Reykjavík og Guðrún Eyjólfsdóttir Reykjanesbæ.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram vegna stjórnarkjörs skulu senda tilkynningu þess efnis merkt Framboð, til skrifstofu LEB á netfangið leb@leb.is sem fyrst og fyrir 25. apríl nk.

Tilkynna þarf nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, símanúmer og netfang. Eins hvort framboðið er til formanns eða til stjórnar (aðal- og varastjórn kosið saman, ræðst eftir atkvæðamagni hvort frambjóðandi taki sæti í aðalstjórn eða varastjórn), eða starf skoðunarmanna.

Á landsfundinum 2021 verður kosið:
A) Staða formanns LEB til tveggja ára.
B) Tvö sæti í stjórn LEB til tveggja ára.
C) Þrjú sæti í varastjórn LEB til eins árs.
D) Staða tveggja skoðunarmanna og varaskoðunarmanna.

Tillögur uppstillingarnefndar um fólk í stjórn munu liggja fyrir 12. maí og birtar þá á heimasíðu LEB.