
Ljósm. Vilborg Gísladóttir.
Félags- og fræðslufundurinn, sem var haldinn 22. jan. var vel sóttur. Um 45 manns voru á fundinum, þar á meðal nokkrir formenn félaga eldri borgara á Suðurlandi.
Gestir fundarins voru Helgi Pétursson formaður L E B, og Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB.
Fyrstur tók Helgi til máls og rakti starfsemi Landssambandsins og sagði frá gangi málssóknar Landssambandsins gegn ríkinu sem er hjá Mannréttindadómstólnum, þar er beðið niðurstöðu sem getur tekið langan tíma en felur ekki í sér nein fjárútlát, hann lýsti ennfremur hinni stanslausu baráttu við ríkið um kjör eldri borgara.
Þorbjörn ræddi líka um erfiðleika við að rétta hlut eldri borgara og fór yfir punkta þá sem samþykktir voru til áherslu í kjarabaráttu eldri borgara og gerði sér vonir um að eitthvað væri að þokast miðað við við viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar.
Halldór Gunnarsson tók til máls og tók undir mál þeirra og rakti þá baráttu sem hefði varað lengi með litlum árangri.
Á síðari hluta fundarins var skýrt frá ýmsum verkefnum á borði félagsins í vetur og sumar.