sem gilda frá 21.október 2024
Bókanir. Almennt er hægt að bóka ferð með tölvupósti á netfangið febrang2020@gmail.com , heimasíðu félagsins , Abler eða í síma 867-7576
Staðfestingargjald.
Fyrir lengri ferðir þarf að greiða staðfestingargjald. Upphæð staðfestingargjalds er oftast 15-25% af heildarverði. Hvenær greiða skal staðfestingargjald og hvort það fæst endurgreitt er misjafnt og fer eftir því hvort ferðin er í samstarfi við önnur félög eða ferðaskrifstofur.
Afbókanir.
Afbókunarbeiðnir þurfa að berast til félagsins eða á viðeigandi ferðaskrifstofu (ef það á við) á sama hátt og bókanir sem getið er hér að framan.
Dagsferðir á íslandi:
Afbókanir sem berast meira en 2 virkum dögum fyrir brottför eru endurgreiddar að fullu.
Afbókanir sem berast innan 2ja virkra daga fyrir brottför fást ekki endurgreiddar.
Ferðir með gistingu á Íslandi:
50% af virði ferðar fæst endurgreitt ef afbókun berst 14-30 dögum fyrir brottfarardag.
25% af virði ferðar fæst endurgreitt ef afbókun berst 8-13 dögum fyrir brottfarardag.
0% af virði ferðar fæst endurgreitt ef afbókun berst innan 7 daga fyrir brottfarardag.
Félagið hvetur ferðafélaga til að kynna sér vel skilmála eins og ferðatryggingar hjá sínu tryggingarfélagi.
Skyldur þátttakenda
Farþegar skulu hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þeirra aðila sem FEBRANG skiptir við. Farþegi skal einnig hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast um, taka tillit til samferðarmanna sinna og hlíta þeim reglum er gilda í flutningatækjum, áningarstöðum (flughöfnum o.þ.u.l.), gisti- og matsölustöðum o.s.frv., enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er FEBRANG/ferðaskrifstofu heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, án endurkröfuréttar á hendur FEBRANG/ferðaskrifstofu. Gert er ráð fyrir að heilsa þátttakenda í hópferðum sé þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms. Ef farþegi veikist í hópferð ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þó hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum, sem félaginu eða ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt. (Byggt á ferðaskilmálum FEB)
Í ferðum á vegum FEBRANG þurfa farþegar að vera færir um að komast leiðar sinnar óstuddir.
FEBRANG áskilur sér rétt til að breyta ferðatilhögun vegna veðurs eða akstursaðstæðna. Öllum ferðum getur verið breytt eða aflýst fyrirvaralaust á meðan á ferð stendur, til að tryggja öryggi þátttakenda og starfsmanna FEBRANG. Engin ábyrgð er tekin á tapi, kostnaði vegna tafa, breytinga á flugi eða annarri þjónustu eða vegna verkfalla, slysa, skemmda, gáleysis, veðurs, stríðs, breyttum áætlunum eða öðrum þessháttar tilvikum. FEBRANG ber ekki ábyrgð á slysum eða dauðsföllum sem hægt er að rekja til gáleysis þátttakenda, aðgerðum þriðja aðila eða utanaðkomandi aðstæðna eins og veðurfars, náttúruhamfara, stríðs eða annarra álíka tilvika.
(Byggt á Lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun (2018 nr. 95) ásamt reglugerð um alferðir).
Samþykkt á stjórnarfundi 21.10.2024.