Félags- og fræðslufundur 16.9. 2024 kl. 13:30 í Menningarsalnum á Hellu
Við hefjum hauststarfið með öflugum fundi og kynnum það sem verður í boði á haustönn.
Ferðakynning, ferðir sumarsins 2025. Við gerum ráð fyrir tveimur dagsferðum og fimm daga ferð til Færeyja. Gísli Jafetsson hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara á Selfossi kynnir Færeyjaferðina.
Jóhann G. Jóhannsson leikari verður gestur fundarins. Hann mun fara út um víðan völl og peppa okkur upp með erindinu „Listin að lifa“. Jóhann starfar sem verkefnastjóri íþrótta- og fjölmenningarmála hjá Rangárþingi ytra.
Happdrætti með góðum vinningum og svo verður auðvitað vöfflukaffi.