Steingrímur Baldvinsson í Nesi orti á fundi :
Varla er fært upp úr vaðlinum hér
vitinu höfuð að teygja.
Algengust heimska í heiminum er
að hafa ekki vit á að þegja.
Málfrelsi eftir K.N.
Fyrir því hef sjaldan haft
heimsku minni að flíka.
En þegar aðrir þenja kjaft,
þá vil ég tala líka.