Ellibragur

Árshátíð FEBRANG var haldinn 21. okt. s.l. Þar var margt sér til gamans gert. Félagar í leiklistarhópnum Frjálslegur fíflagangur fluttu þessa þulu sem Þorsteinn Ó. Markússon samdi. Hann hélt því reyndar fram að bragurinn væri bæði stældur og stolinn.

 Það er margt sem vita þarf er verð ég eldri borgari
því merkilega margir hlutir snúast við á stundinni
Allir þurfa allavega  að eiga fallegt (elli)heimili
og lazyboy  að sitja í og sjónvarp til að glápa í.
Og göngustaf og göngugrind og regnkápu og vaðstígvél
og   margskipt  göngugleraugu  með nýjum augasteini í
og nýja mjöðm og glæný hné heyrnartæki símatengd
og gervitanna tannbursta sem knúinn er með rafmagni.
Nauðsynlegt er líka að eiga lyfjakistu harðlæsta
fulla af alls kyns lyfjadóti að éta kvölds og morgnana
með verkjapillum, vaselíni, Viagra og valium
mæli fyrir blóðþrýsting og hóstasaft að dreypa‘í  daglega

This image has an empty alt attribute; its file name is 368-3689607_chair-clip-recliner-reclining-chair-clip-art-hd-1.jpg

Já nauðsynlegt er sannarlega að halda skrokknum gangandi
því aldrei veistu nema að á þig sé einhver glápandi
og ef þú verður duglegur í boccia eða leikfimi
Þá veist ei  fyrr en varir að þú ert á öðru  hundraði.
Ég veit þú verður þreyttur  eftir allt þetta um jólin
farðu þá og fleygðu þér í gamla rafmagnsstólinn.
Scroll to Top