Hvað gera Danir nú?

Nicolai Wammen fjármálaráðherra Dana segir að stjórnvöld muni aðstoða lífeyrisþega sem verða fyrir barðinu á verðbólgu og ört hækkandi verðlagi. Eftir páska mun danska ríkisstjórnin koma með tillögu sem miðar sérstaklega að því að aðstoða lífeyrisþega fjárhagslega. Verðbólga hefur mælst 5,4 prósent undanfarið ár og er það mesta verðbólga í yfir 35 ár. Það er […]

Hvað gera Danir nú? Lesa meira »

Stöðumælasekt

Fólk veltir því stundum fyrir sér hvað eldri borgarar geri sér til dægrastyttingar. Við hjónin búum í Rangárvallasýslu og höfum yfirleitt nóg fyrir stafni, glápum á sápuóperur sem við sitjum oft yfir daginn langan.  Fyrir kemur að okkur leiðist fábreytileikinn eins og um daginn að við ákváðum að skreppa til Reykjavíkur. Við versluðum lítið eitt

Stöðumælasekt Lesa meira »

Beljuhagfræði

Ásgerður Pálsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Húnaþingi, birti eftirfarandi á Facebook-síðu sinni: SósíalismiÞú átt tvær kýrÞú gefur nágranna þínum aðra þeirra FasismiÞu átt tvær kýrRíkið tekur þær báðar og selur þér mjólk SkrifræðiÞú átt tvær kýrRíkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni Hefðbundinn kapítalismiÞú átt tvær kýrÞú

Beljuhagfræði Lesa meira »

Hæstiréttur tekur fyrir mál Gráa hersins

Á mbl.is er frétt um Gráa herinn: Hæstirétt­ur mun taka fyr­ir mál Gráa hers­ins, bar­áttu­hópi eldra fólks um líf­eyr­is­mál, á hend­ur Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins og ís­lenska rík­is­ins vegna skerðing­ar í al­manna­trygg­ing­ar­kerf­inu. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur sýknaði stefndu að fullu á síðasta ári. Hef­ur mál­un­um nú verið áfrýjað beint til Hæsta­rétt­ar án viðkomu í Lands­rétti. Hæsta­rétta­dóm­ar­arn­ir Ása Ólafs­dótt­ir, Björg

Hæstiréttur tekur fyrir mál Gráa hersins Lesa meira »

Bullvísur

Kristján Eiríksson sem eitt sinn sá um vísnaþátt í Bændablaðinu hafði þetta að segja „Hakabragur getur verið margskonar það sem greinir hann fyrst og fremst frá öðrum skáldskap og einkennir hann jafnframt er að hann hlítir ekki viðurkenndum bragreglum þótt greinilegt sé að skáldin leitist við að líkja eftir hinu hefðbundna formi“. Hér eru nokkrar

Bullvísur Lesa meira »

Ellibragur

Árshátíð FEBRANG var haldinn 21. okt. s.l. Þar var margt sér til gamans gert. Félagar í leiklistarhópnum Frjálslegur fíflagangur fluttu þessa þulu sem Þorsteinn Ó. Markússon samdi. Hann hélt því reyndar fram að bragurinn væri bæði stældur og stolinn.  Það er margt sem vita þarf er verð ég eldri borgariþví merkilega margir hlutir snúast við

Ellibragur Lesa meira »

Vinátta Guðs er eins og blíður blærinn sem bærist hljóður niður Laugaveg

Ég minnist þess ekki úr æsku að blær Guðs hafi verið sérstaklega hljóður. Heldur minnist ég hans sem almáttugs, stjórnandi og ráðandi, sá sem lét mig finna oft og vel fyrir samvisku minni. Ég lærði bænir og vers, sálma og ritningarkafla allt án þess að fá nokkra einustu skýringu á því hvað allt þetta þýddi.

Vinátta Guðs er eins og blíður blærinn sem bærist hljóður niður Laugaveg Lesa meira »

„Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?“

Þorbjörn Guðmundsson, formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara, segir að fjárlög fyrir árið 2022 og fjármálastefna ríkisstjórnarinnar bendi til að eldra fólk verði áfram að bíða eftir réttlætinu. „Stjórn­völd eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir rétt­læt­inu“ Þetta sagði for­maður VG Katrín Jak­obs­dóttir skömmu áður en hún varð for­sæt­is­ráð­herra. Þarna er for­mað­ur­inn

„Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?“ Lesa meira »

Hvað með félagsstarfið?

Stjórnin hélt fund í gær, 17.1.2022 og gekk frá auglýsingu sem á að birtast í Búkollu í þessari viku: Góðir félagar í Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu (FEBRANG) og aðrir eldri borgarar! Því miður liggur allt félagsstarf niðri sem stendur vegna Covid. Þessar aðstæður eru mörgum erfiðar og hætta á að fólk einangrist til frambúðar.

Hvað með félagsstarfið? Lesa meira »

Scroll to Top