Hugleiðingar

Hvað með félagsstarfið?

Stjórnin hélt fund í gær, 17.1.2022 og gekk frá auglýsingu sem á að birtast í Búkollu í þessari viku: Góðir félagar í Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu (FEBRANG) og aðrir eldri borgarar! Því miður liggur allt félagsstarf niðri sem stendur vegna Covid. Þessar aðstæður eru mörgum erfiðar og hætta á að fólk einangrist til frambúðar. […]

Hvað með félagsstarfið? Lesa meira »

Jólahugvekja sr. Sigríðar Kristínar Helgadóttur jólin 2021

Mig langar, lesandi góður, að deila með þér litlum sögum af börnum. Ég held að það geri okkur gott að brosa svolítið, ekki síst á þessum sérstöku tímum þegar okkur eru skorður settar til verndar þeim sem viðkvæmust eru.  Við verðum að vera dugleg, standa saman – og brosa.  Oft er sagt að jólin séu

Jólahugvekja sr. Sigríðar Kristínar Helgadóttur jólin 2021 Lesa meira »

Málefni aldraðra á flakki – hver er þín framtíðarsýn?

Málstofa á vegum Félagsráðgjafardeildar HÍ, Félagsráðgjafafélags Íslands og RBF Verulegar breytingar eru að verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar sem og annarra þjóða. Bætt lífskjör og hækkandi lífaldur og lækkandi fæðingartíðni þýðir að endurmeta þarf stefnumið og áherslur í félags- og heilbrigðisþjónustu við eldra fólk. Nýir hópar, ný viðhorf, ný tækni og samfélagsþróun knýja á um nýjar

Málefni aldraðra á flakki – hver er þín framtíðarsýn? Lesa meira »

Markarfljót

Þeir sem aka Hringveginn um Rangárþing eiga erfitt með að gera sér grein fyrir að Markarfljót hafi verið ógnvaldur. Rangárþing tekur við þegar komið er austur yfir Þjórsárbrúna og við blasa grösugar sveitir og grónir sandar. Austan Hvolsvallar er ekið yfir Þverá sem lætur lítið yfir sér og áfram liggur leiðin austur að Markarfljóti yfir

Markarfljót Lesa meira »

Fjallferð 1979

Olgeir Engilbertsson í Nefsholti skrifar skemmtilegan pistil um svaðilför fjallmanna: Árið 1979 var lagt af stað á fjall á Landmannaafrétt á föstudegi í 22. viku sumars eins og venjulega. Þetta var þriðja ferð mín á þeim bíl sem ég á ennþá Dodge weapon 1953 árgerð oftast nefndur Geimstöðin. Í bílnum var á þessum árum hefðbundin

Fjallferð 1979 Lesa meira »

Kakalaskáli í Skagafirði

Þið sem eigið leið um Skagafjörð ættuð að heimsækja Kakalaskála í Kringlumýri í Skagafirði. Við fengum þennan tölvupóst frá þeim ágætis hjónum Sigurði Hansen og Maríu Guðmundsdóttur. Kíkið endilega á heimasíðuna þeirra kakalaskali.is „Við hjá Kakalaskála í Kringlumýri í Skagafirði viljum vekja athygli á að á staðnum er Sögu- og listasýningu með hljóðleiðsögn frá átakatímum

Kakalaskáli í Skagafirði Lesa meira »

Varist kossaflens

Ungmennafélögin létu fátt mannlegt sér óviðkomandi og fjölbreytt málefni voru rædd á fundum þeirra. Á fundi í Umf. Drífanda árið 1909 (1) voru kossar til umræðu. Þá var algengt að fólk heilsaðist og kveddi hvert annað með kossi en um þá siðvenju voru skiptar skoðanir:  Katrin Vigfúsdóttir (2) flutti erindi um kossa. Áleit hún að

Varist kossaflens Lesa meira »

Virkjum grasrótina

Hvers vegna skilar kjarabarátta eldri borgara svona litlu? Þarf að breyta baráttuaðferðum? Við í stjórn FEBRANG höfum haldið nokkra hugarflugsfundi um málið. Útkoman er þessi grein. Við sendum hana öllum 55 félögum eldri borgara, einnig stjórn og kjaranefnd LEB. Við höfum hug á að fá greinina birta í Morgunblaðinu, Kjarnanum (kjarninn.is), Bændablaðinu og Dagskránni. Eldri

Virkjum grasrótina Lesa meira »

Scroll to Top