Bullvísur

Kristján Eiríksson sem eitt sinn sá um vísnaþátt í Bændablaðinu hafði þetta að segja „Hakabragur getur verið margskonar það sem greinir hann fyrst og fremst frá öðrum skáldskap og einkennir hann jafnframt er að hann hlítir ekki viðurkenndum bragreglum þótt greinilegt sé að skáldin leitist við að líkja eftir hinu hefðbundna formi“.

Hér eru nokkrar vísur ortar undir Hakabrag.

Svei þér, Rauður, farðu veginn,
faðir minn sagði.
Rauður gaf sig ekki að því
og drattaðist suður eftir.

Haki er sig herlegur mann,
heldur á hatti sínum.
Það kann verða annað ár
að betri hattur fáist.

Gerið ekki grín að mér
með gamla húfu og ljóta,
ég gef mér þó tíma til
að fara í mat og kaffi.

Skeggið á honum er eins og þil
kolbikað með tjöru
snýst í hring sem vindmylla
í fjarska miklu roki.

Ekki málið er það mar
að aka til Borgarnesar
jeldú getir húkkað far
hinn daginn til Selfossar.

Fuglinn flaug með fjöður á sér
settist á vegginn á rassinn á sér
þá kom kall með byssu á sér
og skaut fuglinn í hausinn á sér.

Miðeyjargæsin var mitt í pytti
er mikill kom þar fretari
skaut á hana en skotið hitti
skjátu eina frá Grétari.

Jói danski eða Jóhann Björgvinsson bjó í Vestmannaeyjum. Hér er kveðskapur eftir hann. Hér er skemmtilegt viðtal við Jóa. 

Vísa um Þorvald vin hans í efri kojunni:

Geng ég uppá hamarinn
horfði út á sundin blá
Surtur var að gjósa
Þorvaldur.

Óli Tótu fór í Kaplagjótu
skaut hrafn
danski fáninn.

Reynir litli á Reynistað
hann er voða fjörkálfur
hleypur um allt í Þorlákshöfn
ekki má hann pilsfald sjá
þá er voðinn vís
giftur maðurinn.

Scroll to Top