Björgvin: Að tengjast öðru fólki á líku reki með hjálp tækninnar

Þrír meistaranemar leita til okkar eftir aðstoð. Tökum þátt í verkefninu þeirra. Þau sendu eftirfarandi skilaboð:

Góðan daginn, Við erum þverfaglegur hópur meistaranema sem vinnur að þróunarverkefninu Björgvin.  Verkefnið hlaut nýverið styrk úr nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís. Björgvin er vettvangur fyrir eldra fólk til að tengjast öðru fólki á svipuðu reki með hjálp tækninnar. Okkur vantar nú þátttakendur í markaðskönnun okkar og óskum við því eftir þinni aðstoð. Þessari könnun er ætlað að gefa okkur innsýn í notkun, viðhorf og þarfir fólks 50 ára og eldra þegar það kemur að samfélagsmiðlum og snjalltækjanotkun.­
­Ef þú gætir deilt þessari könnun meðal aðildarfélaga um land allt myndi það hjálpa okkur afar mikið við að gera vöruna okkar sem hentugasta fyrir markhópinn. Frábært væri er félögin gætu síðan dreift könnuninni til félagsmanna sinna. Því fleiri þátttakendur, því betri niðurstöður.­
­Könnunin tekur um 10-30 mínútur, svör þátttakenda eru nafnlaus, ópersónugreinanleg og órekjanleg til þátttakenda. Ef þú ert með einhverjar spurningar eða athugasemdir, sendu okkur tölvupóst á netfangið hello@bjorgvin.app­
­Netslóð könnunarinnar er: bjorgvin.app/spurningalisti­
­Ef þú hefur áhuga á því að vita meira um verkefnið eða vilt fylgjast með Björgvini verða að veruleika endilega skráðu þig á póstlistann okkar á bjorgvin.app ­
­ Með ósk um góðar undirtektir,
Katla Marín Stefánsdóttir, meistaranemi í klíniskri sálfræði og hugmyndasmiður Björgvins.
Unnur Þöll Benediktsdóttir, meistaranemi í öldrunarfræði og hugmyndasmiður Björgvins.
Hrafn Sævarsson, meistaranemi í lýðheilsuvísindum 
Scroll to Top