Wilhelm Wessman, fyrrverandi hótelstjóri á Hótel Sögu skrifar á Facebook 2.8.2021:

í viðtali við Helga Pétursson í síðustu viku, sem ég deildi hér á síðuna ræddi hann um að ekki væri ráðlegt fyrir eldri borgara að bjóða fram til Alþingiskosninga. Margir hafa aðra skoðun, en spurningin er hverjir hafa úthald til að standa í öllu því vafstri sem því fylgir.
Ég er efins um að þeir séu margir og vísa þar til reynslu minnar af því að berjast fyrir afnámi skerðingar TR vegna greiðslu úr lífeyrissjóðum. Þessa baráttu hóf ég 2012 og tókst að mynda hóp innan Gráa hersins um þetta mál. Vandamálið var að fólk hafði lítið úthald og stoppaði stutt við, og aðrir tóku upp á því að kveðja þennan heim. Stundum var ég einn í hópnum og stundum vorum við tuttugu.
Það var ekki fyrr en á haustmánuðum 2018 að við náðum sama Ingibjörgu Sverrisdóttir og Finnur Birgisson að málið fór að ganga og okkur tókst að stofna Málsóknatsjóð Gráa hersins með VR sem aðal fjárhagsstuðningsaðila.
Staðan í dag er sú að dóms er að vænta frá héraðsdómi í september. Ef málið vinnst verður það í fyrsta skiptið sem eldri borgurum tekst að veita ríkinu mótspyrnu í kjaramálum, sem gæti orðið til þess að ríkið færi að virða skoðanir okkar og tilvist.
Wilhelm W.G. Wessman 2. ágúst 2021.
Hlustaðu á viðtalið við Helga Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis 27.7.2021 HÉR.

