Ásdís Ólafsdóttir

Skapandi skrif

Undanfarið hafa sjö manneskjur setið í hring einu sinni í viku við borðstofuborð í Bogatúni á Hellu. Við erum undir verndarhendi Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur og höldum að við kunnum ekki neitt en undirniðri ætlum við að slá í gegn! Hún er að kynna okkur  skapandi skrif. Harpa Rún er hvetjandi, jákvæð, glöð og brosmild. Hún

Skapandi skrif Lesa meira »

Vinátta Guðs er eins og blíður blærinn sem bærist hljóður niður Laugaveg

Ég minnist þess ekki úr æsku að blær Guðs hafi verið sérstaklega hljóður. Heldur minnist ég hans sem almáttugs, stjórnandi og ráðandi, sá sem lét mig finna oft og vel fyrir samvisku minni. Ég lærði bænir og vers, sálma og ritningarkafla allt án þess að fá nokkra einustu skýringu á því hvað allt þetta þýddi.

Vinátta Guðs er eins og blíður blærinn sem bærist hljóður niður Laugaveg Lesa meira »

SPANSKA VEIKIN – SÓTTVARNIR UNDIR EYJAFJÖLLUM

Að taka verkin í sínar hendur! Það er fróðlegt að lesa þessi orð núna í skugga COVID. Þegar á reynir getur mannskepnan verið skynsöm. Samtakamátturinn er sterkt afl ef það er rétt notað. Höldum áfram að hlýða Víði. Brot  úr minningum Auðuns Ingvarssonar (1869-1961) Í nóvember 1918 barst spanska veikin til Reykjavíkur, og fluttust ýmsar

SPANSKA VEIKIN – SÓTTVARNIR UNDIR EYJAFJÖLLUM Lesa meira »

Þorrablót

Systur þrjár bjuggu saman í tveggja hæða húsi með svefnherbergjum og baði á efri hæð. Þær voru nokkuð við aldur og vissar um að „ég“ er ekki rugluð bara hinar tvær.  Það var komið að þorrablóti og þá þurfti að skvera sér í bað. „Þú byrjar” sagði sú yngsta við elstu systurina. Eftir smá stund

Þorrablót Lesa meira »

Vísnagáta

Ein lauflétt! Þú getur skrifað lausnina hér að neðan, þar sem stendur „Leave a Comment“ (við erum að vinna í að þýða útlenskuna sem sums staðar kemur fram. Viljum helst nota ástkæra ylhýra á þessum vef). -Við birtum lausnina síðar. Mjög svo gott og meinhollt er,á milli lands og og eyjar smýgur.Er á milli húsa

Vísnagáta Lesa meira »

Litla hestakonan

Sumarið 1967 fannst mér ég verða alvöru hestakona. Það gerðist þannig að pabbi minn lagði í langa ferð með þremur vinum sínum. Fjallabaksleið á hestum alla leið frá Miðhjáleigu í Landeyjum, sólarganginn austur í Skaftártungur og síðan sem leið lá aftur heim. Það þótti ekki ráðlegt af honum Ólafi að fara af bæ í slættinum.

Litla hestakonan Lesa meira »

Scroll to Top