Akstur og áfengi

Mynd náðist af Bóthildi þegar hún hvarf inn í strætóinn.

Bóthildur Bogadóttir Rangár segir:

Kæru vinir.
Mig langar að deila með ykkur reynslusögu um akstur og áfengi.

Allt of algengt er að fólk komist í kast við laganna verði á leið heim eftir að hafa hitt vini yfir jólabjór.

Til að sýna betrun og gott fordæmi hef ég tekið mig á í þessum málum. Á föstudaginn var hitti ég vinkonur á öldurhúsi og fékk mér helst til mikið neðan í því. Nokkra bjóra, eitthvað af viskýi og rauðvínsglas, sem var næstum ódrekkandi.

Í lok kvöldsins gerði ég nokkuð sem ég hef aldrei gert áður. Ég tók strætó heim. Ég komst klakklaust til míns heima, sem kom mér verulega á óvart því ég hef aldrei keyrt strætisvagn áður og man bara ekkert hvar ég fann þennan!

Scroll to Top