Ákall eldri borgara til þingmanna

Ágætu eldri borgarar um allt land,
Þessi krafa er nú sett fram á elleftu stundu, þegar lokaumræðan fer fram um fjárlagafrumvarp næsta árs:

Nú liggur það fyrir að samkvæmt lífskjarasamn­ingn­um eru hækkanir launataxta á næsta ári ekki ákveðnar í prósentum, heldur verða þær sama krónu­tala á alla línuna; 15.750 kr. ofan á alla launataxta lága sem háa. Það er hin almenna launaþróun sem rökrétt er að hækkun ellilíf­eyrisins taki mið af. Ellilífeyririnn þarf því að hækka um þessa sömu krón­utölu ef full­nægja á 69. grein laga um almannatryggingar nr. 100, 11 maí 2007. Hann myndi þá fara úr 256.800 kr./mán. í 272.550 kr., sem gerir hækkun um 6,1% í stað þeirra 3,6% sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrum­varpinu.

Þetta eru skilaboð frá LEB

Scroll to Top