Aðalfundur félagsins var haldinn 4. mars í Menningarhúsinu á Hellu. 45 félagsmenn sóttu fundinn. Sveitarstjórar og oddvitar sveitarfélaganna þriggja í sýslunni voru gestir fundarins og fluttu ávörp. Fundarstjóri var Sigríður Kristín Helgadóttir, sóknarprestur.
Stjórnin skipti með sér verkum. Formaður, Jón Ragnar Björnsson, var kosinn á aðalfundi, varaformaður Ásdís Ólafsdóttir, gjaldkeri Einar Grétar Magnússon, ritari Svavar Hauksson og meðstjórnandi Jóna Elísabet Sverrisdóttir. Varamenn Finnur Egilsson og Margrét Guðjónsdóttir.
Fundargerð verður fljótlega birt á heimasíðunni.



Fráfarandi stjórn t.v. Úr stjórn gengu Þorsteinn Ó. Markússon (2. frá hægri) og Vilborg Gísladóttir t.v.
Nýja stjórnin: Aftari röð f.v. Jón Ragnar Björnsson, formaður, Einar Grétar Magnússon, gjaldkeri, Jóna Elísabet Sverrisdóttir, meðstjórnandi, Finnur Egilsson í varastjórn og Svavar Hauksson ritari.
Fremri röð f.v. Margrét Guðjónsdóttir í varastjórn og Ásdís Ólafsdóttir varaformaður.