Oftast fáum við betri þjónustu ef við erum róleg, brosmild og sýnum þolinmæði. Þegar við kaupum þjónustu verðum við að vita fyrir hvað við erum að borga. Það er ósanngjarnt að kaupa slátt á garðinn sinn og ætlast til að beðin séu arfahreinsuð í leiðinni. Það er líka ósanngjarnt að finna að við unglingana sem vinna hjá sveitarfélaginu, það á að tala við verkstjórann. Það kostar ekki neitt að vera kurteis, það skilar árangri, betri þjónustu, betra umtali og þú er velkomin aftur.
Kv. Ásdís Ólafsdóttir