island.is er vefsíða á vegum Stjórnarráðsins. Eins og kemur fram í eftirfarandi spjalli er verið að efla þessa vefsíðu á margan hátt, m.a. með nytsömum upplýsingum fyrir eldra fólk.
Heil og sæl
Þessi póstur fer á netföng tengiliða félaga eldri borgara sem aðild eiga á LEB og er tilgangur hans að vekja athygli á upplýsingum fyrir eldra fólk á island.is
Undanfarna mánuði hefur verið gert átak í að koma fyrir á einn stað á island.is upplýsingum sem varða aldurshópinn 65 ára og eldri. Þar má nú finna upplýsingar um að hverju þarf að huga þegar starflok nálgast, mikilvægi góðrar heilsu og hvernig henni er við haldið, allt um fjármál og eftirlaun, þjónustu heima og loks þegar á líður, hvaða þjónustu hægt er að fá til að tryggja sem lengst búsetu heima við góðar aðstæður.
Á sama stað er nú að finna spjallmennið Ask sem veit svör við á annað hundrað spurninga og er reynslan sú að hann geti svarað um 70% allra spurninga sem berast. Þeir sem ekki finna svörin hjá Aski geta fengið samband við ráðgjafa sem leysir liðlega önnur mál og veitir ráðgjöf. Sú ráðgjöf getur líka verið sérhæfð til dæmis fyrir einstaklinga og aðstandendur fólks með heilabilun. Fylgið þessari slóð til að komast á síðurnar. Að eldast | Ísland.is (island.is)
Þetta verkefni er aðeins eitt af mörgum sem heyra undir Gott að eldast www.gottadeldast.is
Við erum tvær verkefnastjórar sem höfum séð um þennan hluta, undirrituð og Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir. Langar okkur með þessum pósti að biðja ykkur um að koma þessum upplýsingum áleiðis til ykkar félagsmanna, hvort sem er á heimasíðu eða Facebook síðu félaganna.
Þá viljum við gjarnan kynna þetta fyrir ykkur ef vilji er til t.d. á Teams fundi eða á staðnum ef því verður við komið.
Við fengum nýlega fulltrúa eldra fólks til okkar í ráðuneytið til að rýna það efni sem komið er og gekk sá fundur mjög vel. Stjórnarráðið | Eldra fólk fengið til að rýna vefsíðu (stjornarradid.is)
Hlökkum til að heyra frá ykkur.
Bestu kveðjur, Vilborg
![]() | Vilborg Gunnarsdóttir, sérfræðingur / Special Advisor Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið / Ministry of Social Affairs and Labour Síðumúli 24, 108 Reykjavík, Iceland Sími / Tel: (+354) 545 8100 www.stjornarradid.is – Fyrirvari/Disclaimer |