Starfið á vorönn 2024


Handverk
í Menningarhúsinu á Hellu þriðjudaga og miðvikudaga kl. 13:00 – 16:00. 

Leiðbeinendur Brynja Bergsveinsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Vorönn byrjar 16.1. 2024. Annargjald 4.500 kr. Ef þú greiðir í banka vinsaml. merktu greiðsluna Annargjald handverk. (Bankaupplýsingar neðst í auglýsingunni).

Útskurður á föstudögum kl. 13:30 – 16:00 í smíðastofu Hvolsskóla á Hvolsvelli. Leiðbeinandi Hjálmar Ólafsson. Hefst 19.1. 2024. Annargjald 4.500 kr. Ef þú greiðir í banka vinsaml. merktu greiðsluna Annargjald útskurður. 

Spilin eru á fimmtudögum, til skiptis á Hvolsvelli og Hellu  kl. 14:00 – 16:00 í Hvolnum á Hvolsvelli (litla salnum) og í Menningarsalnum á Hellu. Kaffi og meðlæti kr. 1000. Vorönn byrjar í Hvolnum, Hvolsvelli 18.1. 2024. 

Boccia í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli mánudaga kl. 10:10 og miðvikudaga kl. 10:50 og í Íþróttahúsinu á Hellu mánudaga og miðvikudaga kl. 11:10. Byrjar 15.1. 2024 á báðum stöðum. 

Hringur kór eldri borgara æfir mánudaga kl. 16:00 – 18:00 í Menningarsalnum á Hellu. Fylgist líka með á Facebooksíðu kórsins sem heitir Hringur kór eldri borgara í Rangárþingi. Nánari upplýsingar hjá formanni, Þorsteini Markússyni, sími 8984928. Vorönn byrjar 15.1. 2024. 

Nýtt söngfólk velkomið!

Leiklistarnámskeið föstudaga kl. 12:30 í Hvolnum á Hvolsvelli, stóra salnum. Leiðbeinandi Margrét Tryggvadóttir. Vorönn byrjar 19.1. 2024.

Bókaklúbbur í Héraðsbókasafninu á Hvolsvelli annan hvern fimmtudag kl. 16:15 (eftir spilin, sem eru sama dag á Hvolsvelli). Vorönn byrjar 18.1. 2024. 

Dans annan hvern laugardag kl. 14 til skiptis á Hellu og Hvolsvelli. Byrjar 13. jan. 

í Menningarsalnum á Hellu.    

Félagsfundur  mánudag 22.1. 2024 í Menningarsalnum  á Hellu kl. 13:30. Helgi Pétursson formaður LEB og Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB segja frá starfsemi landssambandsins og kjarabaráttu eldra fólks. Stjórn FEBRANG ræðir um starfsemi félagsins.

Aðalfundur fimmtudaginn 4. mars 2024 í Menningarsalnum á Hellu. kl. 13:00.

Góugleði  fimmtudaginn 14. mars 2024 kl. 18:00 í Safnaðarheimili Oddasóknar. Kvenfélagið Unnur sér um matinn, sem er að sjálfsögðu saltkjöt og baunir. Túkall! Verð kr. 6.500. Rúta frá N1 á Hvolsvelli kl. 17:15 innifalin. Skýring greiðslu: Góugleði, já rúta eða Góugleði, nei rúta. Greiðist fyrir 5. mars.

Handverkssýning 27. og 28. apríl 2024 kl. 13 – 17 í Menningarsalnum á Hellu.

Púttið hefst þriðjudaginn 14. maí kl. 14 á Strandarvelli. Umsjón og leiðbeiningar Brynja Bergsveinsdóttir. Verð fyrir sumarið 3.300 kr.  Ef þú greiðir í banka vinsaml. merktu greiðsluna: Pútt.

Sundleikfimi verður til skiptis á Hellu og Hvolsvelli, sína vikuna á hvorum stað, alls í 20 skipti. Fólk er velkomið að mæta á báða staði. Byrjar 3. júní á Hellu. Verð 4.000 kr. fyrir sumarið. Skýring greiðslu: Sundleikfimi. Greiðist fyrir 1. júní. 

Skapandi skrif. Við áætlum að halda námskeið í skapandi skrifum. Það verður auglýst síðar.

Jónsmessuhátíð er áætluð fimmtudaginn 20. Júní. Nánar auglýst síðar.

Ferðir sumarsins. Dagsferð 4. júní um suðurströnd til Grindavíkur (ef móðir náttúra leyfir). 

Þriggja daga ferð 2. – 4. júlí á Snæfellsnes. Dagsferð 15. ágúst í Þakgil. Nánar kynnt síðar.

Leikfimi er bæði á Hellu og Hvolsvelli í boði sveitarfélaganna og er fólki velkomið að vera á báðum stöðum. Hella á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14:00 í íþróttahúsinu á Hellu og Hvolsvelli á miðvikudögum og föstudögum kl. 14:00 í Hvolnum (stóra sal).

Nú er Búkolla ekki lengur borin út á öll heimili. Hún mun liggja frammi í verslunum á svæðinu og verður sem fyrr birt á vefsíðum sveitarfélaganna hvolsvollur.is og ry.is. Hún er líka birt á vefsíðunni okkar febrang.net. Við munum í vaxandi mæli nota aðrar leiðir til að koma skilaboðum til félagsmanna, m.a. tölvupóst og sms. Minnum líka á Facebook síðu félagsins sem heitir FEBRANG-Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu og á vefsíðu félagsins febrang.net. 

Greiðslur fyrir viðburði inn á reikning félagsins 0182-05-570089. K.t. 670493 2109. 


Nánari upplýsingar: Sigdís Oddsdóttir, sími 867 7576 og Jón Ragnar Björnsson, sími 699 0055.

Stjórn FEBRANG

Geymið auglýsinguna!

Scroll to Top