Ályktanir FEBRANG samþykktar á aðalfundi 12.6.2020

Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýsu, haldinn á Hellu 12.júní 2020, samþykkir að lýsa vantrausti á stjórn Landssambands eldri borgara, vegna þess að stjórnin hefur engum árangri náð í hagsmunabaráttu eldri borgara undanfarin 10 ár. 

Ef breytingar verða ekki á störfum stjórnarinnar, þannig að fyrst og fremst verði barist fyrir að leiðrétta kjörin og koma í veg fyrir óhóflegar skerðingar á greiðslum almannatrygginga, mun félagið íhuga að segja sig úr Landssambandi eldri borgara.

GREINARGERÐ

Greiðslur almannatrygginga hafa ekki fylgt hækkunum lægstu launa, sem hækkuðu 1. janúar 2020 um 3,6% miðað við neysluvísitölu ársins 2019, en ekki miðað við launavísitölu samkvæmt lögum sem hækkaði um 7,1 %.

Atvinnutekjur umfram 100.000 kr á mánuði hafa skert greiðslur almannatrygginga um 45% og lífeyrissjóðsgreiðslur með öðrum fjármagnstekjum umfram 25.000 kr á mánuði hafa skert greiðslur almannatrygginga um 45%. 

 2018 námu þessar skerðingar 39 milljörðum og 114 milljónum af 33.859 eldri borgurum. Samanlögð skerðing og skattlagning tekna eldri borgara á tekjubilinu 25 þúsund til 570 þúsund getur numið um 80% 

Greiðslur stéttarfélaga til starfsmanna sinna vegna ýmissa tilfallinna aukagjalda, falla niður, þegar þeir verða eldri borgarar.

Greiðslur almannatrygginga falla niður til þeirra eldri borgara sem flytjast á dvalarheimili eða hjúkrunarheimili. Þeir fá aðeins greitt kr. 77.084.- á mánuði til nauðsynlegra útgjalda s.s. fyrir bifreiðakostnaði, fatnaði, ólyfseðilsskyldum lyfjum, heilsuvörum, hársnyrtingu, fótsnyrtingu, ferðalögum, snyrtivörum, gleraugum, heyrnartækjum, innbústryggingu, efni í föndurvörur, salgæti, tópaksvörum, tækifærisgjöfum, jólagjöfum, ofl. Þessu til viðbótar eru lífeyrissjóðsgreiðslur og aðrar fjármagnstekjur frá viðkomandi teknar upp í dvalarkostnað allt að 438.747.- kr eftir skatta á mánuði.

Hækkanir þessa árs á verðlagi og ýmsum gjöldum ríkis og sveitarfélaga, hafa flestir eldri borgarar orðið að bera án aukinna tekna til að mæta þeim útgjöldum.

II

Aðalfundur Félags eldri borgara  í Rangárvallasýslu haldinn á Hellu 12. júní samþykkir að fulltrúar félagsins á landsfundi LEB sem halda á í Rvík 30. júní 2020 flytji eftirfarandi tillögu til samþykktar:

Landfundur LEB haldinn í Rvík 30. júní 2020 samþykkir að LEB styðji Gráa herinn fjárhagslega og málefnalega í málsókn sinni gegn ríkinu varðandi skerðingar á greiðslum almannatrygginga vegna lífeyrissjóðsgreiðslna til eldri borgara.

Scroll to Top