Aðalfundir – Fundargerðir

Aðalfundur FEBRANG 3.2. 2025 kl. 13:30
í Hvolnum á Hvolsvelli

  1. Jón Ragnar Björnsson fráfarandi formaður setti fundinn.
  2. Tilnefndir fundarstjóri og ritarar: Fundarstjóri Halldóra Þorvarðardóttir,
    fundarritarar Svavar Hauksson og Sigdís Oddsdóttir. Samþykkt.
  3. Skýrsla stjórnar flutt og ársreikningur félagsins útskýrður af stjórnarfólki
    (ársreikningi varpað upp á tjald á meðan).
    Stjórnin vekur athygli á því að þessi skýrsla er birt á vefsíðu félagsins febrang.net.
    Sama er að segja um ársreikning félagsins. Þar er að finna rekstrarreikning fyrir árið
    2024 og til samanburðar tölur fyrir árið 2023 svo og efnahagsreikning fyrir bæði ár.
    Við ætlum ekki að lesa ársreikninginn upp í heild sinni, heldur gera ákveðnum þáttum
    hans skil í þessari skýrslu.
    Stjórnin skipti með sér verkum og skipaði í nefndir. Formaður, Jón Ragnar Björnsson
    var kosinn á aðalfundi, varaformaður Ásdís Ólafsdóttir, gjaldkeri Einar Grétar
    Magnússon, ritari Svavar Hauksson og meðstjórnandi Jóna Elísabet Sverrisdóttir.
    Varamenn Finnur Egilsson og Margrét Guðjónsdóttir.
    Stjórnin hélt 14 formlega stjórnarfundi og notaði tæknina þess í milli óspart til að
    ráðgast um ýmis verkefni.
    Nefndir til aðstoðar stjórninni voru skipaðar á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.
    Þessar nefndir eru ferðanefnd, skemmtinefnd, spilanefnd á Hvolsvelli og spilanefnd á
    Hellu, bókaklúbbsnefnd og dansnefnd.
    Héraðsnefnd Rangæinga styrkti rekstur félagsins rausnarlega um kr. 5.750.000.
    Þökkum við Héraðsnefnd og sveitarstjórnarfólki í Rangárvallasýslu fyrir góðan
    skilning á málefnum okkar og ómetanlega aðstoð.
    Nú eru 330 félagar en þeir voru 309 fyrir ári. Alls hafa 40 nýir félagar bæst í hópinn,
    því 19 manns hurfu á braut, fluttu af svæðinu eða önduðust. Félagsgjaldið var 3.500
    kr. sem skilaði rúmri milljón í tekjur. Stefna félagsins hefur verið hófleg félagsgjöld
    sem breytist í samræmi við verlagsðþróun.
    Helstu tekjustofnar félagsins eru framlag Héraðsnefndar og árgjaldið, sem skilaði um
    1,1 millj. kr. eða alls alls um 6,9 millj. kr. Nú er sala á ferðum, samkomum og öðrum
    viðburðum sem kosta, færðar sem tekjur í rekstrarreikningi. Þær nema alls um 5,8
    millj. kr. Velta félagsins var því rúmar 12,7 millj. kr. kostnaður vegna viðburða er
    færður gjaldamegin. Alls námu gjöld um 12,2 milljónum kr. og hagnaður um 515 þús.
    kr.
    Eins og oft hefur áður komið fram hefur stjórnin undanfarin ár unnið að hagræðingu í
    rekstri félagsins. Þannig hefur tekist að lækka launakostnað. Áður var starfsmaður í
    33% starfi en það hlutfall var lækkað í 25%. Launakostnaður að óbreyttu hefði verið
    um 2,9 millj. kr. og hefur lækkað um 700 þús. kr.
    Félagið stóð fyrir fjórum hátíðum á starfsárinu. Góugleði var haldin í mars í
    Menningarsalnum á Hellu. Kvenfélagið Unnur á Hellu stóð fyrir veitingum sem voru
    saltkjöt og baunir. Heimatilbúið diskótek stóð fyrir dansi og skemmtinefndin skemmti
    gestum. 36 sóttu Góugleðina.
    Jónsmessuhátíð var haldin í íþróttahúsinu í Þykkvabæ. Kvenfélagið Sigurvon sá um
    matinn sem var ljúffeng lambasteik með tilheyrandi. Hlynur Snær trúbador og
    Sæbjörg Eva dóttir hans léku og sungu fyrir dansi. 46 tóku þátt í jónsmessuhátíðinni.
    Árshátíðin var svo haldin í október. Hún var vel sótt, rúmlega 80 tóku þátt. Veitt voru
    verðlaun fyrir besta árangur í pútti, skemmtinefndin annaðist skemmtiatriðin,
    kvenfélagið Eining í Hvolhreppi töfraði fram frábæran mat og fallega skreyttan sal.
    Veislustjóri var Ísólfur Gylfi Pálmason og Hlynur Snær trúbador annaðist
    dansmúsikkina.
    Að þessu sinni var jólahlaðborðið haldið í Hvolnum á Hvolsvelli. Stjórnin skreytti
    salinn, Einar gjaldkeri las jólasögu og frábær maturinn var fenginn hjá Múlakaffi. Met
    þátttaka var á þessum viðburði þar sem 102 tóku þátt.
    Tekjur af samkomum voru um 1,5 millj. kr. og kostnaður um 2,7.millj. kr.
    Félagið skipulagði þrjár ferðir. Í júníbyrjun var farin dagsferð. Ekið var um Flóa,
    listasafnið í Forsæti skoðað, snæddur hádegisverður í Þorlákshöfn og
    lífsgæðakjarninn sem gengur undir nafninu Nían skoðaður. Strandarkirkja skoðuð og
    að endingu kaffisamsæti í boði Félags eldri borgara Hveragerði.
    Þriggja daga ferð á Snæfellsnes í júlí var vel heppnuð. Á degi eitt var hákarlasafnið í
    Bjarnarhöfn heimsótt, kvöldverður snæddur í Stykkishólmi og gist á Miðhrauni. Á
    öðrum degi var Snæfellsnesið skoðað með frábærri leiðsögn Svövu Svandísar
    Guðmundsdóttur. Á þriðja degi var haldið heim á leið með viðkomu í víkingabænum á
    Eiríksstððum og snæðingi á Hótel Bifröst.
    Þriðja ferðin var dagsferð í Þakgil með viðkomu í Reynisfjöru. Í Þakgili voru grillaðar
    pylsur og notið einstaks landslags. Þórir Kjartanson var leiðsögumaður í Þakgil og
    þegar ekinn var hringur um Álftaver var Jónas Jónsson með hljóðnemann. Báðir
    frábærir leiðsögumenn. Á heimleið var komið við í Skógum og snæddur frábær
    kvöldverður.
    Alls tóku 26 þátt í Flóaferðinni, 18 fóru á Snæfellsnes og 46 í þakgil.
    Ferðanefnd félagsins hefur skipulagt ferðirnar ásamt Dísu okkar, Sigdísi Oddsdóttur.
    Hún hefur jafnframt annast fararstjórn í ferðunum með miklum sóma.
    Í rekstrarreikningi félagsins eru tekjur vegna ferða um 2,1 millj. kr. og gjöld 2,6 millj.
    kr.
    Yfir sumartímann var boðið upp á vikulegt pútt á Strandarvelli undir styrkri stjórn
    Brynju Bergsveinsdóttur og sundleikfimi vikulega á Hellu og Hvolsvelli sem Drífa
    Nikulásdóttir stjórnaði.
    Af verkefnum vetrarins má nefna Boccia tvisvar í viku á Hvolsvelli og Hellu. Vist
    spiluð vikulega til skiptis í þorpunum, bókaklúbbur, og gömlu dansarnir
    hálfsmánaðarlega. Hringur, kór eldri borgara æfði vikulega. Ákveðið var að gera hlé á
    starfsemi bókaklúbbsins vegna lélegrar þátttöku en við erum velkomin að taka þátt í
    Skruddum, bókaklúbbi sem er á vegum Hérðsbókasafnsins.
    Handverk var iðkað tvo daga í viku á vorönn. Guðrún Óskarsdóttir hætti sem
    leiðbeinandi eftir vorönn. Við þökkum henni fyrir gott og óeigingjarnt starf sem
    leiðbeinandi. Fækkað hefur í handverkshópnum og því ákveðið að hafa einn
    handverksdag í viku í stað tveggja. Brynja Bergsveinsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir
    standa vaktina eins og undanfarin ár. Ester Markúsdóttir kom svo til starfa á miðri
    haustönn. Að venju var haldinn glæsileg handverkssýning í lok apríl.
    Tekjur af handverki voru um 400 þús. kr. Kostnaður var hins vegar um 1,7 millj kr. en
    hafði lækkað um 500 þús. kr. frá fyrra ári.
    Útskurður var vikulega undir styrkri stjórn Hjálmars Ólafssonar. Margrét Tryggvadóttir
    bauð upp á ókeypis handleiðslu í leiklist, framkomu o.fl. vikulega, tvö námskeið voru
    haldin í skapandi skrifum sem Harpa Rún Kristjánsdóttir kenndi.
    Tveir félags- og fræðslufundir voru haldnir. Í byrjun vorannar þar sem kynnt var það
    sem var á döfinni. Helgi Pétursson formaður LEB og Þorbjörn Guðmundsson
    formaður kjaranefndar LEB fræddu okkur um starf landsamtakanna og baráttuna fyrir
    bættum kjörum. Fulltrúar frá flestum félögum eldri borgara á Suðurlandi voru gestir á
    fundinum.
    Í upphafi haustannar var farið yfir dagskrá félagsins og Jóhann G. Jóhannson flutti
    snjalla hugvekju.
    Að loknum fyrri félags- og fræðslufundinum héldu sunnlensku félögin fund og ákváðu
    að hittast reglulega framvegis til að stilla saman strengi sína. Stjórnarfólk félaganna
    hittist síðan á fundum á Selfossi, Vestmannaeyjum og í Vík.
    Á fundinum á Selfossi var frambjóðendum í Suðurkjördæmi boðið og var þar skipst á
    skoðunum um kjör og kröfur eldra fólks.
    Stjórnarfólk sótti framboðsfundi eftir bestu getu og kom kröfum okkar eldri á framfæri.
    Félag eldri borgara á Ísafirði heimsótti okkur og buðum við þeim í vöffluveislu í
    Hvolnum.
    Sem fyrr leggur stjórnin mikla áherslu á að félagsfólk geti fylgst sem best með starfi
    félagsins. Minnum á vefsíðuna febrang.net, þar eru birtar fréttir, hugleiðingar, vísur og
    örsögur. Við erum líka á Facebook á síðu sem heitir FEBRANG. Félagið hefur
    auglýst viðburði í Búkollu. Þegar hætt var að dreifa henni á öll heimili í sýslunni
    brugðum við á það ráð að búa til eigið fréttabréf og dreifðum í sjálfboðavinnu á öll
    heimili sýslunnar. Þetta mæltist vel fyrir og hefur lækkað auglýsingakostnað. Hann
    var tæpar 400 þús. kr. árið 2023 og lækkaði í 283 þús. Við seldum auglýsingar í
    fréttabréfið fyrir 145.000 kr. svo nettó auglýsingakostnaður varð aðeins um 140
    þús.kr.
    Við viljum þakka nefndafólki og starfsfólki fyrir gott og farsælt samstarf og góð og
    gefandi samskipti við fjölmarga félaga. Við þökkum sveitarfélögunum fyrir ókeypis
    aðgang að frábærum húsakosti undir starfsemina og Héraðsnefnd fyrir ómetanlegan
    fjárstuðning.
  4. Umræður um skýrslu stjórnar. Enginn tók til máls.
  5. Ársreikningar félagsins voru samþykktir.
  6. Ákvörðum árgjalds.
    Gjaldkeri gerði grein fyrir tillögu stjórnar um árgjald. Árgjald fyrir árið 2025
    verður 4.000 kr. Samþykkt.
  7. Hlé gert á aðalfundarstörfum:
    7.1.Guðrún María Guðmundsdóttir söng við góðar undirtektir.
    7.2 Vöfflukaffi.
    7.3 Fólk færði sig aftur yfir í fundarhlutann.
    7.4 Ávörp gesta.
    Eggert Valur Guðmundsson oddviti í Rangárþingi Ytra sagði frá
    fyrirhuguðum lífsgæðakjarna á Hellu.
    Anton Kári sveitarstjóri Rangárþings Eystra tók til máls. Hann sagði frá
    hverfi fyrir 60 ára og eldri sem er í uppbyggingu á Hvolsvelli.
  8. Kosning stjórnar:
    Ásdís Ólafsdóttir tók til máls og kvaðst gefa kost á sér eitt ár í viðbót..
    Finnur Egilsson gaf kost á sér sem formaður. Einar Grétar Magnússon og
    Svavar Hauksson gáfu kost á sér í stjórn. Sigurborg Óskarsdóttir og Svavar
    Ólafsson gáfu kost á sér sem varamenn í stjórn.
    Þar sem önnur hafa ekki gefið kost á sér til stjórnarstarfa voru framangreind
    sjálfkjörin.
    Skoðunarmenn reikninga: Jóhanna Jensen og Sólveig Eyfjörð Ottósdóttir gáfu
    kost á sér sem aðalmenn og Brynja Erlingsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir til vara.
    Samþykkt samhljóða.
  9. Kosning fulltrúa á fundi LEB. Tillaga stjórnar er um Finn Egilsson, Ásdísi
    Ólafsdóttur og Jónu Elísabetu Sverrisdóttur.
    Samþykkt samhljóða.
  10. Rekstraráætlun 2025 til kynningar.
    Einar Grétar Magnússon kynnti.
  11. Afgreiðsla ályktana og tillagna. Jón Ragnar Björnsson lagði ályktun stjórnar fyrir fundinn: Ályktun um bætta læknisþjónustu í Rangárþingi. Heilbrigðisþjónusta er einn af innviðum þjóðfélagsins, rétt eins og vegakerfið. Eftir því sem aldurinn færist yfir vex þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu. Það rímar ekki við algera vöntun á heimilislæknum á svæðinu.. Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu fer fram á að snarlega verði bætt úr læknisþjónustu á svæðinu. Það nær engri átt að 4.000 íbúar, þar af um 1.000 60 ára og eldri séu án læknis dögum saman. Auk þess sem hundruð þúsunda ferðalanga ferðast um svæðið á ári hverju. Samþykkt samhljóða á aðalfundi félags eldri borgara í Rangárvallasýslu (FEBRANG) þann 3.febrúar 2025. Samþykkt.
  12. Önnur mál. Margrét Guðjónsdóttir tók til máls og hvatti fundargesti til að vera virkir í félaginu. Svavar Hauksson tók undir með Margréti og hvatti alla til að taka þátt í félagsstarfinu. Ásdís Ólafsdóttir þakkaði Jóni Ragnari fyrir vel unnin störf sem formaður. Einar Grétar Magnússon þakkaði Jóni Ragnari einnig fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Jón Ragnar Björnsson óskaði nýrri stjórn til hamningu og óskaði henni alls hins besta. Jón ræddi um hvað félagsstarfið hefur verið gefandi en jafnframt krefjandi. Jón þakkaði að lokum fyrir sig. Nýjum formanni óskað til hamingju.

Fundarstjóri þakkaði góða fundarsetu og sleit fundi kl 15.00

Aðalfundur FEBRANG 2024

  1. Formaður Jón Ragnar Björnsson setti fundinn og bauð alla velkomna. Bauð hann sérstaklega velkomna sveitarstjóra og oddvita frá öllum hreppum sýslunnar.
  1. Formaður stakk upp á sem fundarstjóra Sigríði Kristínu Helgadóttur. Samþykkt. Þá stakk hann upp á sem fundarriturum þeim Svavari Haukssyni og Þorsteini Ó. Markússyni. Samþykkt.
  1. Skýrsla stjórnar var flutt af stjórnarfólki. Sjá fylgiskjal 1: Skýrsla stjórnar 2024. Aðalfundur.
     
  2. Orðið var gefið laust um skýrslu stjórnar. Enginn tók til máls.
  1. Jón Ragnar skýrði reikninga félagsins fyrir síðasta ár. Sjá fylgiskjal 2 og fylgiskjal 3: Ársreikningur FEBRANG 2023.
  2. Umræður um reikninga félagsins.

Enginn tók til máls og voru reikningarnir samþykktir samhljóða.

  1. Ákvörðun árgjalds. Gjaldkeri gerði grein fyrir tillögu stjórnar um breytingu þess í kr. 3.500. Samþykkt samhljóða.
  1. Hlé gert á störfum fundarins.

8.1 Írena Víglundsdóttir söng nokkur lög með eigin undirleik.

8.2 Fundargestum boðið í vöfflukaffi.

8.3 Ávörp gesta fundarins. Til máls tóku allir oddvitar og sveitarstjórar sýslunnar.

  1. Kosningar formanns og stjórnar.
    1. Kjörnefnd stakk upp á Jóni Ragnari Björnssyni sem formanni. Samþykkt samhljóða.
    2. Úr aðalstjórn áttu að ganga Þorsteinn Ó. Markússon og Ásdís Ólafsdóttir. Þorsteinn gaf ekki kost á sér. Kjörnefnd stakk upp á Ásdísi Ólafsdóttur og Jónu Elísabetu Sverrisdóttur í aðalstjórn félagsins. Samþykkt samhljóða.

      Úr varastjórn gengu Vilborg Gísladóttir og Katrín J. Óskarsdóttir. Kjörstjórn stakk upp á Margréti Guðjónsdóttur og Finni Egilssyni. Samþykkt samhljóða.

      Skoðunarmenn reikninga: Jóhanna Jensen og Sólveig Eyfjörð Ottósdóttir sem aðalmenn og varamenn Brynja Erlingsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir. Stungið var upp á endurkjöri allra. Samþykkt samhljóða.
  2. Kosning fulltrúa félagsins á fundi LEB. Stjórn félagsins stingur upp á Jóni Ragnari Björnssyni, Ásdísi Ólafsdóttur og Sigdísi Oddsdóttur.
    Samþykkt samhljóða.
  3. Lagabreytingar.
    Stjórnin lagði til eftirfarandi breytingar á lögum félagsins:
    1. grein verði: Félagið heitir Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu, skammstafað FEBRANG. Heimili þess og varnarþing er í Rangárvallasýslu. Heiti félagsins var áður: Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu og áhugafólks um málefni þess.

    Við 5. grein bætist ný málsgrein (feitletruð hér):
    Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi. Stjórnina skipa fimm aðalmenn og tveir til vara, formaður er kosinn sérstaklega. Að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.

    Þeir sem hyggjast bjóða sig fram til setu í stjórn FEBRANG þurfa að tilkynna framboð sitt í síðasta lagi 10 dögum fyrir aðalfund til stjórnar félagsins.

    Kjörtími formanns er eitt ár en annarra stjórnarmanna tvö ár. Kosningu þeirra skal haga þannig að tveir þeirra ganga úr stjórninni ár hvert.

    Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga til eins árs í senn og tvo til vara.

    Stjórnarfundir eru lögmætir ef til þeirra er boðað með eins dags fyrirvara og meiri hluti stjórnarmanna sækir fundinn.

    Lagabreytingarnar voru samþykktar samhljóða.

  4. Rekstraráætlun 2024 var kynnt af Einari Grétari Magnússyni. Sjá fylgiskjal 4: Rekstraráætlun 2024.
  5. Önnur mál: Fráfarandi stjórnarfólki þeim Vilborgu Gísladóttur og Þorsteini Ó. Markússyni voru afhentir blómvendir með þakklæti fyrir vel unnin störf á vegum félagsins.

    Fleira ekki gert og fundi slitið af fundarstjóra. 

Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu haldinn 2.3. 2023 kl.13:00 í Hvolnum á Hvolsvelli

  1. Formaður setti fund og bauð öll viðstödd velkomin.
    Bað fólk um að rísa úr sætum og minnast látinna félaga.
  2. Halldóra Þorvarðardóttir var tilnefnd fundarstjóri.
    Svavar Hauksson og Þorsteinn Markússon fundarritarar.
  3. Stjórnin flutti skýrslu stjórnar félagsins. Sjá hér.
  4. Gjaldkeri las og útskýrði reikninga félagsins. Sjá hér.
  5. Orðið gefið laust um skýrslu og reikninga félagsins.
    Enginn tók til máls og voru reikningarnir samþykktir.
  6. Tillaga frá stjórn um að hækka félagsgjaldið í kr.3000.
    Samþykkt.
  7. Kjörnefnd stakk upp á Einari G. Magnússyni í aðalstjórn og
    Katrínu Óskarsdóttur í varastjórn. Samþykkt.
  8. Kosningar.
    Jón Ragnar Björnsson endurkosinn formaður.
    Hann tók til máls og þakkaði traustið. Hann þakkaði Þórunni Ragnarsdóttur
    fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og færði henni blómvönd.
    Einar G. Magnússon var kosinn aðalmaður í stjórn og Katrín Óskarsdóttir
    varamaður.
    Tillaga kjörnefndar um að skoðunarmenn reikninga verði Jóhanna Jensen og
    Sólveig Eyfjörð Ottósdóttir en Sigrún Ólafsdóttir og Brynja Erlingsdóttir til vara.
    Samþykkt.
  9. Tillaga um óbreytta skipan kjörnefndar var samþykkt. Hana skipa Sólveig Eyfjörð Ottósdóttir, Guðrún Sigríður Ingvarsdóttir og Jóna Guðbjörnsdóttir.
  10. Á landsfund LEB voru kosnir Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir og Svavar Hauksson. Til vara Þorsteinn Markússon og Vilborg Gísladóttir.
  11. Ályktanir:
    Grái herinn.
    Aðalfundur FEBRANG 2023 vill þakka þeim sem stóðu að stofnun Gráa hersins og hafa barist ötullega fyrir leiðréttingum á kjörum eldri borgara þessa lands.

    FEBRANG lagði lítið lóð á vogarskálina með greiðslu á 50 þús. kr. stofnframlagi.

    Þrátt fyrir mótbyr íslenskra dómstóla verður að halda baráttunni áfram. Því samþykkir aðalfundur FEBRANG að ábyrgjast allt að 100.000 kr. framlag til Gráa hersins, verði þess þörf.

Kjaramál.
Aðalfundur FEBRANG 2023 fullyrðir að stór hópur eldri borgara á vart til hnífs og skeiðar – þetta vita allir. Þessu valda m.a. lágar greiðslur Tryggingastofnunar og harkalegar skerðingar vegna annarra tekna.

Eldri borgarar með LEB í broddi fylkingar hafa ítrekað vakið athygli á þessu óréttlæti. Góður hljómgrunnur er fyrir lagfæringum í aðdraganda kosninga. Þegar völd eru tryggð segir valdið: Sögðuð þið eitthvað?

Við höfum skaffað, við sköffum enn, skiptum kökunni jafnar, nóg er nú til!

12. Önnur mál.

Margrét Tryggvadóttir stakk upp á því að eldri borgarar mæti hvítklæddir á Alþingi og snúi baki við þingmönnum.

Þórunn Ragnarsdóttir rakti störf sín fyrir félagið, sérstaklega ferðir á vegum félagsins og þakkaði fyrir samveru undanfarinna ára.

Inga Þorgilsdóttir hvatti fólk til að mæta á félagsvist sem haldin er í Hvolnum á vegum Kvenfélagsins Einingar.

Ólafía Sveinsdóttir ræddi um dansinn og minnti á að næsti dans verður þann 18.3.2023.

Svavar Ólafsson ræddi um ferðir félagsins í sumar og minnti á Góugleðina þann 16.3.2023.

Fleira ekki gert og fundarstjóri þakkaði fólki góða fundarsetu og sleit fundi.

Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu haldinn 7.4. 2022 kl.1300 í Menningarsalnum á Hellu

  1. Formaður setti fund og bauð alla viðstadda velkomna, minntist látinna félaga og bað fundarmenn að rísa á fætur og minnast látinna félaga..
  2. Stungið var upp á Halldóru Þorvarðardóttur sem fundarstjóra. Samþykkt. Stungið var upp á Svavari Haukssyni og Ásdísi Ólafsdóttur sem fundarriturum. Samþykkt.
  3. Stjórnarmenn fluttu skýrslu stjórnar, sjá fsk.1.
  4. Gjaldkeri las og skýrði reikninga félagsins. Sjá fsk. 2.
  5. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga voru engar. Reikningar voru bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.
  6. Ákvörðun árgjalds. Stjórnin lagði til hækkun í kr. 2.500. Samþykkt samhljóða.
  7. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna reikninga.
    Kosning formanns. Jón Ragnar Björnsson gaf kost á sér til formanns. Enginn annar bauð sig fram og telst hann því sjálfkjörinn.

    Tveir stjórnarmenn, þau Sigrún Ólafsdóttir og Þorsteinn Ó. Markússon höfðu lokið sínu kjörtímabili. Sigrún Ólafsdóttir gaf ekki kost á sér, en það gerði Þorsteinn. Ásdís Ólafsdóttir gaf kost á sér. Þau voru bæði kjörin aðalmenn í stjórn.

    Sigrúnu Ólafsdóttur voru þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins.

    Varamenn í stjórn: Vilborg Gísladóttir gaf kost á sér til endurkjörs og Viðar Bjarnason gaf kost á sér sem varamaður í stjórn. Bæði kosin.

    Skoðunarmenn reikninga til eins árs: Aðalmenn Rósa Aðalsteinsdóttir og Jóhanna Jensen. Helga Ásta Þorsteinsdóttir gaf kost á sér til áframhaldandi setu sem varamaður. Einnig gaf Sigrún Ólafsdóttir kost á sér. Allar kjörnar.
     
  8. Kosning í Öldungaráð til fjögurra ára.
    Ásahreppur: Björn Guðjónsson aðalmaður, Sveinn Tyrfingsson varamaður.
    Rangárþing ytra: Vilborg Gísladóttir aðalmaður, Björn Garðarsson, varamaður.
    Rangárþing eystra: Auður Halldórsdóttir aðalmaður, Theodór A. Guðmundssons varamaður. Öll kjörin.

    Kosning í kjörnefnd til eins árs.
    Sólveig Eyfjörð Ottósdóttir, Guðrún Sigríður Ingvarsdóttir og Jóna Guðbjörnsdóttir voru allar endurkjörnar.
  9. Fulltrúar á landsfund Landsambands eldri borgara, LEB.
    Kjörin voru Jón Ragnar Björnsson og Ásdís Ólafsdóttir og til vara Þorsteinn M. Markússon og Vilborg Gísladóttir.
  10. Ályktanir og tillögur voru engar.
  11. Önnur mál
    Nýkjörinn formaður kynnti rekstraráætlun 2022. Sjá fsk. 3.

    Svavar Ólafsson sagði frá ferðum sumarsins.

    Ásdís Ólafsdóttir skoraði á fólk að breiða út boðskap um að ganga í félagið.

    Jón Ragnar þakkaði fundargestum fyrir að treysta honum sem formanni og lofaði að gera sitt besta.

    Fundarstjóri sleit fundi og bauð til kaffisamsætis

Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu haldinn 20.5.2021 kl.1300 í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli

1. Formaður setti fund og minntist látinna félaga. 

2. Stungið var upp á Halldóru Þorvarðardóttur sem fundarstjóra. Samþykkt. Stungið var upp á Svavari Haukssyni og Ingibjörgu Marmundsdóttur sem fundarriturum. Samþykkt. 

3. Skýrsla stjórnar. 

Allir stjórnarmenn skiftust á um að lesa skýrsluna. Sjá fskj. 1. 

4. Reikningar félagsins. 

Gjaldkeri las upp og útskýrði reikninga félagsins. Sjá fskj. 2. 

5. Umræður um skýrsluna og reikningana. 

Guðrún Aradóttir tók til máls og ræddi „húsaleigusamning” milli FEBRANG og Oddasóknar. Sjá fskj. 3. 

Ingibjörg Marmundsdóttir tók til máls og ræddi húsaleigumál: 

“Þetta mál er búið ergja marga. Staðreyndin er sú að sveitarfélögin þrjú, Ásahreppur, Rangárþing ytra og Rangárþing eystra hafa síðan 2015 greitt sameiginlega 600 þúsund á ári vegna veru FEBRANG í Safnaðarheimili Oddasóknar. 

Sumir vilja nú halda fram að þetta sé ekki leiga, heldur greiðsla á rafmagnsreikningi, styrkur eða ehv.annað. 

Þetta er greiðsla vegna afnota Félags eldri borgara af safnaðarheimilinu (menningarsal) og því verður ekki breytt.” 

Sigrún Ólafsdóttir taldi þetta vera samning milli Oddasóknar og Héraðsnefndar og þetta tiltekna framlag  óháð rekstri eða rekstrartekjum FEBRANG.

Jón Ragnar Björnsson kvaðst vona að málinu væri lokið. 

Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins fyrir árið 2021 samþykktar. 

6. Skýrsla Kjararáðs. 

Halldór Gunnarsson formaður Kjararáðs FEBRANGS tók til máls og minnti á tillögu sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 2020 þar sem samþykkt var að íhuga úrsögn úr LEB ef sambandið skilaði engum árangri í baráttumálum eldri borgara. 

Síðan las hann skýrslu Kjararáðs FEBRANG. Sjá fskj. 4.

Til máls tók Guðrún Aradóttir og ræddi skipanir/kosningar nefnda. Sjá fskj. 5. 

7. Lagabreytingar. 

Á aðalfundi FEBRANG 2020 var kosin laganefnd til að fara yfir samþykktir félagsins. Í nefndina voru kosin þau Guðrún Aradóttir, Jónas Jónsson og Svavar Hauksson. 

Svavar Hauksson tók til máls og fór yfir tillögur nefndarinnar að breytingum. Fór hann yfir tillögurnar grein fyrir grein og var hver grein fyrir sig borin undir fundinn. 

Halldór Gunnarsson bað um skýringar á 3.grein varðandi styrktaraðila. Í greininni stendur að fyrirtæki og félagasambönd geti gerst styrktaraðilar. Guðgeir Sumarliðason benti á misræmi þar sem að í 6.lið 7.greinar segir 

“Kosning nefnda” en í 8.grein segir “Nefndir sem aðalfundur skipar”. Borin var fram tillaga um að standa skuli “Nefndir sem aðalfundur kýs” 

Breytingartillagan samþykkt með 17 atkvæðum. 

Að því loknu voru tillögur laganefndar í heild bornar undir atkvæði

og samþykktar með 28 atkvæði gegn 1. 

8. Ákvörðun árgjalds. 

Tillaga stjórnar er að árgjald verði óbreytt kr. 2.170. Samþykkt. 

9. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna reikninga. Kosning formanns. Jón Ragnar Björnsson gaf kost á sér til formanns. Enginn annar bauð sig fram og telst hann því sjálfkjörinn. 

Tveir stjórnarmenn, þau Þórunn Ragnarsdóttir og Svavar Hauksson, höfðu lokið sínu kjörtímabili. Bæði gáfu kost á sér til endurkjörs. Engir aðrir buðu sig fram og teljast þau sjálfkjörin. 

Skoðunarmenn reikninga, Rósa Aðalsteinsdóttir og Helga Ásta Þorsteinsdóttir aðalmenn og Gyða Guðmundsdóttir og Jóhanna Jensen varamenn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu. 

Engir aðrir buðu sig fram og teljast þær sjálfkjörnar. 

10. Kosning nefnda. 

Í Kjörnefnd voru kosnar Sólveig Eyfjörð Ottósdóttir, Guðrún Sigríður Ingvarsdóttir og Jóna Guðbjörnsdóttir. 

11. Kosning fulltrúa félagsins á landsfund LEB. 

Stjórnin stingur upp á Jóni Ragnari Björnssyni og Halldóri Gunnarssyni sem aðalmönnum og til vara Svavari Haukssyni og Ásdísi Ólafsdóttur. Samþykkt. 

12. Afgreiðsla ályktana og tillagna. 

Áhersluatriði eldri borgara í komandi Alþingiskosningum. 

Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG 2021 styður heils hugar og lýsir ánægju sinni yfir þeirri samstöðu sem er meðal félaga eldri borgara, stjórnar og Kjaranefndar LEB um „Áhersluatriði eldra fólks í komandi Alþingiskosningum“ og samþykkt var einróma á formannafundi LEB 13.3.2021. Áhersluatriðin fimm hafa verið gefin út á plaggi sem ber heitið „Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf“. 

Samþykkt samhljóða. 

Tillaga um nefndir. 

Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG 2021 samþykkir að kjósa ekki nefndir að þessu sinni, aðrar en kjörnefnd og laganefnd þegar þörf þykir, en gerir ráð fyrir að stjórnin tilnefni í þær nefndir sem hún telur þörf á til að sinna sérhæfðum og afmörkuðum verkefnum og létta þannig á stjórn. 

Samþykkt með 23 atkvæðum gegn 3.


Fundargerðir. 

Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG 2021 samþykkir að fundargerðir séu á tölvutæku formi og varðveittar prentaðar í fundargerða möppu. Þær skulu undirritaðar af formanni og fundarritara og öll stjórnin skal skammstafa nöfn sín á allar blaðsíður fundargerðanna. 

Samþykkt samhljóða 

Lækkun höfuðstóls FEBRANG. 

Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu – FEBRANG 2021 samþykkir að heimila stjórn að lækka höfuðstól félagsins. Þeim fjármunum skal varið til góða fyrir félagsmenn t.d. með kostnaðarþátttöku í námskeiðum, fyrirlesurum, ferðum og öðru því sem stjórnin telur ástæðu til að styrkja í starfsemi félagsins. 

Stjórnin skal gera grein fyrir ráðstöfun fjármunanna samhliða kynningu á ársreikningum félagsins. 

Halldór Gunnarsson lýsti eftir fjárhagsáætlun félagsins. 

Ingibjörg Marmundsdóttir lagði til að fresta lækkun á höfuðstól. Unnur Þórðardóttir taldi óþarft að lækka höfuðstólinn. 

Tillagan felld með 16 atkvæðum gegn 8. 

13. Önnur mál. 

Formaður las upp og skýrði rekstraráætlun félgsins fyrir árið 2020. Sjá fsk. 6. 

Fleira ekki fyrir tekið og formaður sleit fundi.

Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu haldinn í Safnaðarheimilinu á Hellu 12. júní 2020 kl. 1400. 

Ath. fylgiskjöl eru ekki á vefsíðunni.

1. Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.    Formaður minntist látinna félaga og risu menn úr sætum og höfðu hljóða stund. 

2. Formaður stakk upp á Drífu Hjartardóttur sem fundarstjóra og Svavari Haukssyni sem fundarritara. Var það samþykkt og tóku þau til starfa. 

3. Formaður flutti skýrslu stjórnar. 

Sjá fylgiskjal 1. 

4. Gjaldkeri las upp reikninga félagsins. 

Sjá fylgiskjal 2. 

5. Umræður um reikninga og skýrslu stjórnar. 

Enginn tók til máls. Skýrsla stjórnar samþykkt. Reikningar félagsins samþykktir. 

6. Sigríður Oddný Erlendsdóttir flutti skýrslu skemmtinefndar. 

Sjá fylgiskjal 3. 

7. Þorsteinn Markússon flutti skýrslu Hrings kórs eldri borgara. 

Sjá fylgiskjal 4. 

8. Guðrún Óskarsdóttir flutti skýrslu Boccia hópsins. 

Sjá fylgiskjal 5. 

9. Ingibjörg Marmundsdóttir flutti skýrslu Kjararáðs. 

Sjá fylgiskjal 6.

Til máls tók Halldór Gunnarsson formaður Kjararáðs félags eldri borgara í Rangárvallasýslu. Ræddi hann kjaramál eldri borgara og fór yfir vanmátt Landsambands eldri borgara við að berjast fyrir bættum kjörum eldri borgara. Því næst fór Halldór yfir tillögu og greinagerð sem Kjararáð leggur fyrir aðalfundinn. 

Ályktun um vantraust á stjórn Landsambands eldri borgara (LEB) og ályktun um stuðning LEB við Gráa herinn.

Til máls tók Jón Ragnar Björnsson og taldi það ekki vænlegt til árangurs að lýsa yfir vantrausti á stjórn LEB og að íhuga úrsögn úr sambandinu. Til máls tók Svavar Hauksson og taldi hann félaginu betur borgið í LEB en utan. Til máls tók Guðrún Aradóttir og kvaðst sammála tillögunni og styðja hana. Til máls tók Halldór Gunnarsson og taldi að LEB vera meira að vinna að velferðarmálum en kjaramálum. Hann sagði varðandi tillöguna að það væri hlutverk næsta aðalfundar að meta það hvort LEB hafi bætt sig í kjarabaráttunni. Til máls tók Unnur Þórðardóttir og kvaðst þeirrar skoðunar að Febrang væri betur borgið í LEB en utan. Hún varpaði fram þeirri spurningu hvort eitt ráð væri að losna við fjármálaráðherra. 

Eftirfarandi tillaga borin undir atkvæði:
“Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu haldinn á Hellu 12. júní 2020 samþykkir að lýsa vantrausti á stjórn Landsambands eldri borgara vegna þess að stjórnin hefur engum árangri náð í hagsmunabaráttu eldri borgara undanfarin 10 ár. Ef breytingar verða ekki á störfum stjórnarinnar, þannig að fyrst og fremst verði barist fyrir að leiðrétta kjörin og koma í veg fyrir óhóflegar skerðingar á greiðslum almannatrygginga, mun félagið íhuga að segja sig úr Landssambandi eldri borgara.”

Sjá fylgiskjal 7.

Atkvæði féllu þannig : Sammála 24, á móti 3, sátu hjá 33. 

Halldór Gunnarsson tók til máls og bar fram eftirfarandi tillögu Kjararáðs : “Aðalfundur Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu haldinn á Hellu 12. júní 2020 samþykkir að fulltrúar félagsins á Landsfundi LEB sem halda á í Rvík 30. júní 2020 flytji eftirfarandi tillögu til samþykktar.” “Landsfundur LEB haldinn í Rvík 30. júní 2020 samþykkir að LEB styrki Gráa herinn fjárhagslega og málefnalega í málssókn sinni gegn ríkinu varðandi skerðingar á greiðslum almannatrygginga vegna lífeyrissjóðsgreiðslna til eldri borgara.

Sjá fylgiskjal 8.

Eftirtaldir tóku til máls og kváðust sammála tillögunni : Guðrún Aradóttir, Jón Ragnar Björnsson og Unnur Þórðardóttir. 

Tillagan samþykkt samhljóða. 

10. Svavar Ólafsson flutti skýrslu Ferðanefndar.

      Sjá fylgiskjal 9. 

11. Benedikta S. Steingrímsdóttir flutti skýrslu Öldungaráðs.
       
      Sjá fylgiskjal 10. 

12. Jón Ragnar Björnsson skýrði frá starfi leiklistarhóps.

      Sjá fylgiskjal 11. 

13. Kosningar. 

Kosning formanns : Stjórnin stakk upp á Jóni Ragnari Björnssyni. Samþykkt samhljóða. 

Varaformaður Sigrún Ólafsdóttir tók til máls og þakkaði fráfarandi formanni Guðrúnu Aradóttur fyrir starfið s.l. 6 ár og færði henni blóm. 

Kosning meðstjórnenda : Stjórnin stakk upp á Þórunni Ragnarsdóttur, Svavari Haukssyni, Sigrúnu Ólafsdóttur og Þorsteini Markússyni. Samþykkt samhljóða. 

Kosning varastjórnar : Stjórnin stakk upp á Vilborgu Gísladóttur og Ásdísi Ólafsdóttur. Samþykkt samhljóða. 

Kosnig skoðunarmanna: Stjórnin stingur upp á eftirfarandi : Aðalmenn Rósa Aðalsteinsdóttir og Helga Ása Þorsteinsdóttir. Samþykkt samhljóða. Varamenn Gyða Guðmundsdóttir og Jóhanna Jensen. Samþykkt samhljóða. 

Kosning Skemmtinefndar: Stjórnin stingur upp á eftirfarandi : Sigríði Erlendsdóttur, Þorgerði Jónu Guðmundsdóttur, Vilborgu Gísladóttur og Ásgerði Sjöfn Guðmundsdóttur. Samþykkt samhljóða. 

Kosning spilanefnda: Spilanefnd Hvolsvelli. Stjórnin stingur upp á eftirfarandi: Kristínu Sigurðardóttur og Katrínu Björk Jónasdóttur. Samþykkt samhljóða. Spilanefnd Hellu. Stjórnin stingur upp á eftirfarandi: Jarþrúði Kolbrúnu Guðmundsdóttur og Katrínu Björk Jónasdóttur. Samþykkt samhljóða. 

Kosning Kjararáðs: Stjórnin stingur upp á eftirfarandi: Halldóri Gunnarssyni, Ingibjörgu Marmundsdóttur og Bergi Pálssyni. Samþykkt samhljóða. Til vara í Kjararáði: Stjórnin stingur upp á eftirfarandi: Önnu Björgvinsdóttur, Viðari Bjarnasyni og Sigrúnu Ólafsdóttur. Samþykkt samhljóða. 

Kosning í Öldungaráð: Stjórnin stingur upp á eftirfarandi: Aðalmenn: Bára Sólmundsdóttir, Hlín Magnúsdóttir og Björn Guðjónsson. Til vara: Theodór A. Guðmundsson, Guðgeir Ólason og Sveinn Tyrfingsson. Samþykkt samhljóða. 

Kosning Ferðanefndar: Stjórnin stingur upp á eftirfarandi: Þórunni Ragnarsdóttur, Svavari Ólafssyni og Önnu Björgvinsdóttur. Samþykkt samhljóða. 

Kosning nefndar til endurskoðunar samþykkta Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu: Stjórnin stingur upp á eftirfarandi: Svavari Haukssyni, Guðrúnu Aradóttur og Jónasi Jónssyni. Samþykkt samhljóða. 

Kosning fulltrúa á Landsfund Landsambands eldri borgara: Stjórnin stingur upp á eftirfarandi: Aðalmenn: Jón Ragnar Björnsson og Halldór Gunnarsson. Varamenn: Svavar Hauksson og Sigrún Ólafsdóttir. Samþykkt samhljóða. 

Önnur mál. 

Jón Ragnar Björnsson ræddi tillögur um breytingar á lögum LEB um aldurstakmörk, greinar 5.2 og 11.1. 

Guðrún Aradóttir skýrði frá símtali frá Ferðaskrifstofu eldri borgara og lagði fram bækling um ferðir skrifstofunnar. 

Guðrún Aradóttir fráfarandi formaður afhenti nýkjörnum formanni lykla og gögn varðandi félagið. 

Ásdís Ólafsdóttir tók til máls og lýsti yfir ánægju af því að vera með í félaginu. 

Fráfarandi formaður bauð fundarmönnum í kaffi og sleit fundi. 

Fundarritari Svavar Hauksson 

Scroll to Top