Frá og með aðalfundi FEBRANG 2023 fá fundargerðir hlaupandi númer. 221 þýðir að 221. fundur frá stofnun félagsins.
249. stjórnarfundur FEBRANG 26.8. 2024
kl. 12:00 í fundarsal Oddasóknar á Hellu
248. stjórnarfundur FEBRANG 27.5. 2024 kl. 12:30 í fundarsal Oddasóknar á Hellu
Mætt voru, Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Jóna E. Sverrisdóttir og Ásdís Ólafsdóttir, sem ritaði fundargerð. Einar G. Magnússon og Margrét Guðjónsdóttir boðuðu forföll.
Formaður setti fund og bauð öll velkomin. Bað Ásdísi að rita fundargerð og Svavar að lesa fundargerð síðasta fundar.
- Fundargerð fundar 247 frá 6.5.2024 . Fundargerð samþykkt.
- Hvað gerðist milli funda.
Landsfundur LEB. Þrír fulltrúar frá FEBRANG fóru á fundinn.. Kjaramál og húsnæðismál eldri borgara voru í brennidepli. Mjög áhugaverður og góður fundur.
- Undirbúningur haustannar:
- Leiðbeinendur í handverki.
Leit að leiðbeinanda í handverkið hefur því miður ekki borið árangur og höldum við áfram að leita.
- Fækkun í handverki.
Gerð var skoðanakönnun og hringt í þátttakendur sem höfðu verið síðasta vor. Gert ráð fyrir að 25-30 þátttakendur verði næsta haust.
- Skoða verður í samráði við leiðbeinendur í handverki hvort forsendur eru fyrir því að hafa handverk 1x í viku.
- Stefnt er að því að halda árshátíð í Hvolnum 10.10.2024.
- Jólahlaðborð verður 29.11.2024
- Ísfirðingar heimsækja okkur þann 7.6.2024 og bjóðum við þeim í vöfflukaffi af því tilefni. Til stendur að hittast í Hvolnum kl 16. Hvetjum alla félagsmenn til að mæta.
- Ferðanefnd.
- Fundur ferðanefndar 22.05.2024. Ferðir næsta árs eru í burðarliðnum og leitað er eftir tilboðum frá þjónustuaðilum varðandi þær.
- Vínsala, vínverð. Jón Ragnar og Dísa sjá um það.
- Bókanir á viðburði.Farið yfir bókanir á viðburði, hvað er hægt að gera öðruvísi.
- Greiðslukröfur í banka. Unnið er að því að breyta texta sem kemur fram í greiðsluseðlum.
- Hugmyndir að merki félagsins skoðaðar. Lagt fram til kynningar
- Verkefnaskjal/viðburðadagatal. Farið yfir viðburðadagatal
- Margmiðlunarkennsla. Hvernig getum við elft tæknilæsi hjá eldri borgurum? Hugmyndir hafa komið fram um áframhaldandi margmiðlunarkennslu. Það á eftir að útfæra nánar.
- Tillaga um að óska eftir styrk frá LEB vegna margmiðlunarkennslu. Samþykkt samhljóða.
- Önnur mál.
Kynningarbæklingur fyrir vetrarstarfið. Í athugun.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Formaður Fundsrritari
247. Stjórnarfundur FEBRANG 6.05. 2024 kl.12:30 í fundarsal Oddasóknar á Hellu
Mætt voru, Jón Ragnar Björnsson, Svavar Hauksson, Jóna E. Sverrisdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir. Einar G. Magnússon og Sigdís Oddsdóttir boðuðu forföll.
Formaður setti fund og bauð öll velkomin. Bað Ásdísi að rita fundargerð og Svavar að lesa fundargerð síðasta fundar.
- Funndargerð 246. fundar 22.04.2024. Fundargerðin samþykk.
- Hvað gerðist milli funda.
- Uppstillingarnefnd vegna landsfundar LEB.
Rætt um starf uppstillinganefndar LEB og hvað henni ber að gera. - Samstarfsfundur FEBSUÐ í Vestmannaeyjum 03.05.2024.
Tókst vel, málefnaleg umræða og jákvæðni. Samstarf heldur áfram. - Athugasemd vegna sundleikfimi.
Ákveðið að setja skýringar á Facebook. - Greiðsluseðlar.
Yfirfara þarf texta skráningar á greiðsluseðlum í heimabanka.
- Uppstillingarnefnd vegna landsfundar LEB.
- Undirbúningur haustannar.
- Leiðbeinendur í handverki. Guðrún Óskarsdóttir hefur sagt lausu starfi sínu sem leiðbeinandi. Verið er að leita að nýju fólki og nýjum hugmyndum.
- Fækkun í handverki. Ákveðið að senda skoðanakönnun á fólk í handverki á Hellu vegna þátttöku á haustönn.
- Skipulagsbreytingar ef handverk verður einn dag í viku. Er í skoðun og verið að máta ýmsar hugmyndir.
- Gjald á haustönn í handverki var samþykkt 4.700 kr.
- Árshátíð er áætluð 10.10. 2024 í Hvolnum.
- Jólahlaðborð er áætlað 29.11. 2024. Verið að skoða staðsetningu.
- Fulltrúar á Landsfund FEB.
Ákveðið að Jóna E. Sverrisdóttir fari í stað Ásdísar Ólafsdóttur. - Hugmyndir að aðgerðum í kjaramálum.
Rætt um tillögur og ályktanir sem leggja á fyrir Landsfundi 14.maí. Eftirfarandi tillaga og greinargerð verður lögð fyrir landsfundinn:
Félög eldri borgara í Rangárvallasýslu, Ölfusi og Eyrarbakka vekja athygli á því að hvorki hefur gengið né rekið að leiðrétta kjör eldra fólks og leggja því til að landsfundur LEB samþykki eftirfarandi ályktun:
Landsfundur LEB samþykkir að hvetja allt fólk á eftirlaunum til að mæta á kjörstað í næstu Alþingiskosningum kl. 12:00 á hádegi, mynda hópa og skila auðu!
Það á að vera gaman á GAMANSALDRI.
Rökstuðningur við ályktun!
Við teljum þetta aðgerð sem tekið verði eftir. Samtakamáttur gerir kraftaverk. - Ákveðið að senda grein sem Ásdís Ólafsdóttir skrifaði á fjölmiðla um úrsérgengið kerfi.
- Viðburðadagatal.
Farið yfir dagatalið og það leiðrétt. - Næsti fundur 27.05 kl. 12:30.
- Önnur mál, engin.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
246. stjórnarfundur FEBRANG 22.4. 2024 kl. 13:30 í fundarsal Oddasóknar á Hellu
Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Jóna E. Sverrisdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Einar G. Magnússon, Finnur Egilsson og Sigdís Oddsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og bauð alla velkomna.
- Fundargerð 245. fundar 15.4.2024.
Ásdís Ólafsdóttir las fundargerð og hún var samþykkt.
- Hvað gerðist milli funda
- Námskeiði í skapandi skrifum er lokið. Almenn ánægja með námskeiðið og áhugi fyrir áframhaldi í haust.
- Dansinum er nú lokið. Mæting í vetur hefur verið misjöfn. Rætt um hvort betra sé að dansa í miðri viku en á laugardögum. Dansstjórar fengu blómvönd sem þakklætisvott í síðasta tímanum.
- Spiladögum er nú lokið. Spilin byrja og enda á sama tíma og annað vetrarstarf félagsins. Í skoðun hvort fleiri skipti verði í framhaldinu. Einnig er til skoðunar hvort breytingar verði á þessum dögum, vegna helgidaga sem bera upp á fimmtudaga. Nánar auglýst síðar.
- Svavar Hauksson las fundargerð Ferðanefndar frá 16.04.2024. Tillögur komnar um dagsferðir og 3 daga ferð á næsta ári. Ferðanefnd heldur áframhaldandi vinnu við að skoða nánar.
- Auglýsing í Búkollu um handverkssýningu, pútt og ferðir sumarsins.
Auglýsingin lesin yfir, samþykkt og send á Svartlist.
- Handverkið: Leiðbeinendur mættu og ræddu við stjórnina um vetrarstarfið. Ákveðið að sleppa vörutalningu í vor. Mæting í handverkið hefur verið í kringum 15 konur í hvort skipti. Til skoðunar er að þátttakendur skrái sig fyrir og eftir áramót þannig að hægt sé að gera sér grein fyrir fjölda. Hugmynd um að hafa kynningardag fyrir handverkið í haust. Leiðbeinendur og starfsmaður FEBRANG ákveða það nánar. Kjaramál leiðbeinanda rædd.
Guðrún Óskarsdóttir tilkynnti um starfslok sín eftir vorönn.
- Hugmyndir stjórnarmeðlima um aðgerðir í kjaramálum ræddar. Finnur Egilsson, Jóna E. Sverrisdóttir og Margrét Guðjónsdóttir lásu upp sínar hugmyndir. Greinaskrif og áframhaldandi hugmyndavinna við réttindabaráttu eldri borgara eru í burðarliðnum.
- Fundur sunnlenskra félaga verður haldinn. í Vestmannaeyjum þann 3. maí nk. Stjórnin hvött til að mæta á fundinn.
- Jónsmessuhátíð verður haldin þann 20. júní nk. í íþróttahúsinu í Þykkvabæ. Nánar auglýst síðar.
- Viðburðadagatalið er í endurskoðun.
- Næsti fundur, dagsetning kemur síðar.
- Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
245. stjórnarfundur FEBRANG 15.4. 2024 kl 13:30 í fundarsal Oddasóknar á Hellu
Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Jóna E. Sverrisdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Einar G. Magnússon, Sigdís Oddsdóttir og Finnur Egilsson. Sigdís Oddsdóttir ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og bauð alla velkomna.
- Fundargerð 244. fundar frá 15.03.2024
Jóna E. Sverrisdóttir las fundargerðina og hún var samþykkt.
- Fundargerð aðalfundar 2024.
Fundargerð lesin og samþykkt.
- Hvað gerðist milli funda:
- JRB skýrði frá því sem fram fór á fundi kjaranefndar LEB. Hann óskaði eftir skriflegum hugmyndum varðandi kjaramál. Skoðað nánar á næsta stjórnarfundi.
- JRB var beðin um að vera í formennsku fyrir Kjörnefnd LEB sem hann hefur samþykkt.
- Þátttaka félagsmanna í félagsstarfi, samkomum og ferðum á vegum FEBRANG. Samþykkt var að félagsmenn þurfi að panta fyrirfram á þá viðburði sem greiða þarf fyrir. Greiðsluseðlar verða sendir í heimabanka.
- Einar G. Magnússon kynnti tölur úr bókhaldi fyrir 1. ársfjórðung. Lagt fram til kynningar.
- Ferðir og ferðalög.
Tillögur um verð og niðurgreiðslur á ferðum sumarsins til umræðu og samþykktar.
Stjórn samþykkti verðlagningu á ferðum sumarsins og niðurgreiðslur á þeim.
- Handverkið. Rætt var um handverkið og ákveðið að boða leiðbeinendur á næsta fund kl. 14.
- Ályktun til LEB um heilsugæslu.
Ásdís Ólafsdóttir lagði fram texta til kynningar.
- Viðburðadagatalið. Frestað.
- Næsti fundur 22.4. kl. 13:30.
- Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið
244. Stjórnarfundur FEBRANG haldin þann 15.3. 2024 kl.12:30 í fundarherbergi Oddasóknar Hellu
Mætt voru Jón Ragnar Björnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Svavar Hauksson, Jóna E. Sverrisdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Einar E. Magnússon og Sigdís Oddsdóttir. Finnur Emilsson boðaði forföll.
Formaður setti fund og bauð öll velkomin.
- Ásdís las fundargerð stjórnarf. 242 frá 4.3. 2024 og fundargerð stjórnarf. 243 frá 4.3.2024. Báðar voru þær samþykktar.
- Hvað gerðist milli funda.
- Aðalfundurinn tókst vel og góður rómur gerður að því að skipta honum í tvo hluta.
- Góugleðin tókst sæmilega.
- Haldin var vinnustofa – HSAM (Heilsueflandi samfélags) á Hvolsvelli. Svavar mætti á fundinn.
- Haldinn var fundur í Öldungaráði.
- Hvatastyrkur Ásahrepps. Íbúar yfir sextugt geta fengið 75 þús. kr. hvatastyrk.
- Kristjana Unnur Valdimarsdóttir valin í Ferðanefnd FEBRANG.
- Farið yfir ferðir FEBRANG. Samþ. að Jón Ragnar, Einar, Sigdís og Svavar fari nánar yfir verð ferðanna, niðurgreiðslur o.fl.
- Farið yfir Rekstraráætlun FEBRANG 2024.
- Stjórnin taldi nauðsynlegt að láta vita af óánægju með Heilbrigðiskerfið. Samþ. að Jóna, Margrét og Ásdís geri uppkast að ályktun til að fara með á Landsfund LEB.
- Kjarasamningar og kjarabarátta eldri borgara. Rætt hvað gert er og hve mikilvægt sé að stéttarfélögin hugi að sínum eldri félagsmönnum í kjarabaráttu þeirra.
- Félag eldri borgara á Ísafirði og nágrenni er á ferðinni þann 6.6. 2024. Samþ.að bjóða þeim í vöfflukaffi þann dag.
- Samþ. að hækka gjald fyrir skapandi skrif í kr. 6000.
- Samþ. að halda næsta stj.fund þann 15.4. 2024 kl.13:30.
- Önnur mál engin.
Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.
243. Stjórnarfundur í FEBRANG haldinn 4.3. 2024 kl.15:30 í fundarsal Oddasóknar Hellu
- Formaður bauð nýja stjórn velkomna.
- Stjórnin skiptir með sér verkum:
Formaður Jón Ragnar Björnsson var kosin á aðalfundi í dag. Hann gerði tillögur um varaformann Ásdísi Ólafsdóttur, gjaldkera Einar G. Magnússon, ritara Svavar Hauksson og meðstjórnanda Jónu Elísabetu Sverrisdóttur.
Varamenn kosnir á aðalfundi Margrét Guðjónsdóttir og Finnur Egilsson. - Skipað í nefndir:
- Ferðanefnd: Svavar Hauksson, formaður, Svavar Ólafsson.
- Skemmtinefnd: Vilborg Gísladóttir formaður, Þorgerður Jóna. Guðmundsdóttir, Ásgerður Sjöfn Guðmundsdóttir og Kristjana Unnur Valdimarsdóttir.
- Bókaklúbbsnefnd: Jóhanna Jensen og Sigrún Ólafsdóttir.
- Spilastjóri Hellu: Guðbjörg Ísleifsdóttir.
- Spilastjóri Hvolsvelli: Sigmar Sigurbjörnsson.
- Dansnefnd: Ólafía Sveinsdóttir, formaður, Rúna Björg Jónsdóttir og Elín Jónsdóttir.
- Samþ. að halda næsta stjórnarfund 11.3.2024 kl. 13:30.
Fleira ekki gert og formaður sleit fundi.