Stjórn FEBRANG finnst rétt að rekja aðdraganda og atburðarás á jólahlaðborðinu sem fram fór á Land Hótel í Landsveit 10.12. 2023.
Í tölvupósti sem sendur var Magnúsi Ólafssyni, hótelstjóra á sunnudagsmorgni 11.12 kemur fram:
„Jólahlaðborð Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu 2.12. 2023 á Land Hótel fór ekki alveg eins og til var stofnað. Þegar við leituðum tilboða í jólahlaðborð var það skilmerkilega tekið fram að við óskuðum eftir að vera í sal út af fyrir okkur, sbr. tölvupóst 6.9.2023:
Ég er að leita að tilboðum fyrir bæði jólahlaðborð og árshátíð Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu: Árshátíð 26.10.2023, jólahlaðborð 30.11 2023. Í báðum tilvikum er um að ræða mat með lifandi tónlist (getum þó verið aðeins sveigjanleg með dagsetningu, ef þess þarf). Skilyrði er að við séum útaf fyrir okkur í sal. Þarf að vera pláss til að dansa.
Landhótel svarar 6.9. 2023:
„Varðandi jólahlaðborð þá er ég með laust fyrir ykkur þann 30. nóvember um 20:00“.
Eftir að tilboðið barst fóru tveir stjórnarmenn að hitta hótelstjórann á Land Hótel 21.9. 2023. Þar var munnlega gengið frá því að félagið komi í jólahlaðborð 2. des. Þá staðfesti hótelstjórinn að við fengjum sal út af fyrir okkur.
Um 50 gestir komu með rútu um kl. 18:30, hálftíma á eftir áætlun, skjálfandi úr kulda, því enginn hiti var í rútunni. Við höfðum reiknað með að fólk hefði ca. 30 mín. til að fara á barinn og spjalla áður en jólahlaðborðið hæfist. En vegna þess að okkur var sagt að annar hópur ætti bókað jólahlaðborð kl. 20 var ákveðið að byrja strax að borða. Hópurinn fann greinilega fyrir þrýstingi af hálfu hótelsins að flýta sér að borða og í lokin nánast hraktist fólk úr salnum , því næsti hópur beið eftir að komast að. Ekki var staðið við að við hefðum salinn út af fyrir okkur, 10-15 manna hópur var í salnum og var farinn að syngja við raust undir lokin.
Okkur var boðið að færa okkur í lítinn, gluggalausan fundarsal í kjallara sem var hreint ekki aðlaðandi.
Í tölvupóstinum til hótelsins fórum við fram á að fá 30 – 40% afslátt af jólahlaðborðinu.
Svar hótelsins var:
„Sæll Jón
Takk fyrir komuna.
Þið fenguð afar góða þjónustu og frábæran mat. Reiknuðum með að þið kæmuð 18:00 og við vorum með annan sal fyrir ykkur til að geta dansað og skemmt ykkur áfram eftir matinn. Það er ekki rétta að það hafi verið ýtt á ykkur með borðhaldinu en við ræddum saman eftir matinn og þá var annar hópur kominn í jólahlaðborð.
Buðum ykkur sal sem þið gátuð notað eins lengi og þið óskuðuð eftir og dansað.
Það sem fór illa í gesti var rútan og að allir kæmu 30 mínútum og seint og ískaldir.
Stemmingin farin úr flestum og menn og konur töluverðan tíma að ná hita í líkamann.
Skil ykkar afstöðu fullkomlega og við viljum alls ekki hafa óánægða gesti hjá okkur.
Þarna áttum við að vera skýrari á allri útfærslu.
Með hliðsjón af ykkar upplifun var ekki eins og til var sáð og þið hafið planað að dvelja lengur þá er ég tilbúinn að veita ykkur 20% afslátt af ykkar reikning. Vona að það komi vel á móts við ykkur og allir geti staðið sáttir frá borði.
bk
Magnus Olafsson
Hotel Manager
Landhotel“
Ekki tókst að fá almennilegan hita í rútuna og ekki boðlegt að nota hana til heimferðar. Við náðum tali af bílstjóranum, sem kom með hópinn sem tók við af okkur. Hann lagði á sig að keyra hópinn okkar heim -í hlýrri og notlegri rútu. Hafi hann þökk fyrir.