Landsamband eldri borgara (LEB) semur við fjölmörg fyrirtæki um afslætti fyrir félagsfólk aðildarfélaga sinna. Undanfarin ár hafa afsláttarbækur verið gefnar út, en þær munu smám saman hverfa og appið spara.is kemur alfarið í staðinn. Appið er hægt að nota í snjallsímum og spjaldtölvum.
Hvernig virkar appið?
Þú þarft að setja appið upp í símanum/spjaldtölvunni þinni. Hérna eru greinargóðar leiðbeiningar um uppsetningu appsins. Ef þú þarft aðstoð hafðu þá samband við Dísu í síma 8677576.
Rétt er að taka fram að til þess að hægt sé að nota appið þarf árgjald 2023 að vera greitt. Við sendum upplýsingar um skuldlausa félagsmenn til spara.is.