Lærðu á snjallsíma, spjaldtölvu og önnur margmiðlunartæki!

Loksins hefur tekist að fá leiðbeinanda til að kenna félagsmönnum á margmiðlunartæki. Kennarinn heitir Arna Þöll Bjarnadóttir og hefur verið að kenna kvenfélagskonum á Hvolsvelli.
Kennslan verður einstaklingsbundin skv. óskum hvers og eins. Ef þú vilt læra á snjallsímann þinn, fartölvuna eða spjaldtölvuna þá kemur Arna Þöll heim til þín og kennir þér. Hver félagsmaður fær tveggja tíma kennslu sem FEBRABG greiðir. Ef þú vilt læra meira, þá semur þú beint við Örnu Þöll án milligöngu félagsins.
Félagið sótti um styrk til til bankanna hér í sýslunni. Arionbanki veitti 150 þús. kr. og Landsbankinn 250 þús. kr. Við kynnum verkefnið í næstu Búkollu. En þið megið alveg leggja inn pöntun á kennslu. Sendið tölvupóst á febrang2020@gmail.com eða sláið á þráðinn til Jóns Ragnars (Nonna) formanns í síma 6990055.