Hér segir af séra Brynka á Ólafsvöllum

Einu sinni var séra Brynki á Ólafsvöllum ásamt meðhjálpara sínum á vísitasíuferð um sóknina er þeir riðu á kaf í fjóshaug á einum bænum og lágu á kviði.
Þá sagði meðhjálparinn: Það fer hægt prestur minn.
Brynki: Já það fer hægt en það mjakast.


Eitt sinn var Brynki að fræða fermingarbörnin og spurði. Vitið þið nokkuð hvaða efni er í stjörnonum greyin mín?
Börnin: Nei við vitum það ekki.
Brynki: Það er varla von því það veit ekki Guð almáttugur og varla ég sjálfur en það er svipað efni og í fjóshaugonum hér á Skeiðonum.

Scroll to Top